Konur í Sádi-Arabíu undirbúa sig undir að mega taka þátt í kosningum í fyrsta sinn

rsz_h_51601666.jpg
Auglýsing

Konur í Sádí-­Ar­abíu munu fá að kjósa og bjóða sig fram til kosn­inga í fyrsta sinn í des­em­ber næst­kom­andi. Þá fara fram sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í land­inu. Kjós­endur þurfa að skrá sig til að kom­ast á kjör­skrána, og skrán­ingin hófst víð­ast hvar í gær.

Tvær kon­ur, þær Safinaz Abu al-S­hamat og Jamal al-Saadi, urðu fyrstar kvenna í sögu rík­is­ins til þess að kom­ast inn á kjör­skrána. Þetta gerð­ist reyndar um síð­ustu helgi, en skrán­ing hófst þá í Mekka og Med­ínu.

Búist er við því að um 70 konur muni bjóða sig fram í kosn­ing­un­um, og að um 80 konur til við­bótar muni skrá sig sem kosn­inga­stjóra. Hvorki karlar né konur munu mega nota myndir af sér til að aug­lýsa sig. Á kjör­dag verða svo aðskildir kjör­staðir fyrir kyn­in.

Auglýsing

Kosn­inga­réttur kvenna hefur lengi verið bar­áttu­mál í þessu mjög íhalds­sama ríki, þar sem konum er enn bannað að keyra og þar sem kerfið geri ráð fyrir því að þær séu undir for­sjá karla, og þurfi leyfi slíks ef þær vilja fara í háskóla, vinna, ferðast, höfða mál á hendur ein­hverjum og í ein­hverjum til­vikum einnig ef þær þurfa að gang­ast undir lækn­is­hend­ur.

Þátt­taka kvenna í kosn­ingum er því mik­il­vægt skref í átt að auk­inni sam­fé­lags­þátt­töku kvenna, að mati Nouf al-Sa­d­iq, meist­ara­nema í Mið­aust­ur­landa­fræðum við George Was­hington háskól­ann. Hún telur það einnig mik­il­vægt skref í átt að hóf­sam­ara sam­fé­lag­i. Fawzia Abu Khalid, stjórn­mála­fé­lags­fræð­ingur við King Saud háskóla, segir svo við Al Jazeera að sú ákvörðun að heim­ila konum að kjósa end­ur­spegli víð­tæk­ari breyt­ingar sem muni verða á sam­fé­lag­inu.

Þó benda aðrir á að kynja­mis­rétti sé svo inn­gróið í rík­inu að það þurfi alls­herj­ar­yf­ir­haln­ingu til þess að raun­veru­legar breyt­ingar verði. Þrátt fyrir þennan kosn­inga­rétt og kjör­gengi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði sýni­leiki kvenna og völd lít­il. Sveita­stjórnir hafi lítil völd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None