Konur í Sádi-Arabíu undirbúa sig undir að mega taka þátt í kosningum í fyrsta sinn

rsz_h_51601666.jpg
Auglýsing

Konur í Sádí-­Ar­abíu munu fá að kjósa og bjóða sig fram til kosn­inga í fyrsta sinn í des­em­ber næst­kom­andi. Þá fara fram sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í land­inu. Kjós­endur þurfa að skrá sig til að kom­ast á kjör­skrána, og skrán­ingin hófst víð­ast hvar í gær.

Tvær kon­ur, þær Safinaz Abu al-S­hamat og Jamal al-Saadi, urðu fyrstar kvenna í sögu rík­is­ins til þess að kom­ast inn á kjör­skrána. Þetta gerð­ist reyndar um síð­ustu helgi, en skrán­ing hófst þá í Mekka og Med­ínu.

Búist er við því að um 70 konur muni bjóða sig fram í kosn­ing­un­um, og að um 80 konur til við­bótar muni skrá sig sem kosn­inga­stjóra. Hvorki karlar né konur munu mega nota myndir af sér til að aug­lýsa sig. Á kjör­dag verða svo aðskildir kjör­staðir fyrir kyn­in.

Auglýsing

Kosn­inga­réttur kvenna hefur lengi verið bar­áttu­mál í þessu mjög íhalds­sama ríki, þar sem konum er enn bannað að keyra og þar sem kerfið geri ráð fyrir því að þær séu undir for­sjá karla, og þurfi leyfi slíks ef þær vilja fara í háskóla, vinna, ferðast, höfða mál á hendur ein­hverjum og í ein­hverjum til­vikum einnig ef þær þurfa að gang­ast undir lækn­is­hend­ur.

Þátt­taka kvenna í kosn­ingum er því mik­il­vægt skref í átt að auk­inni sam­fé­lags­þátt­töku kvenna, að mati Nouf al-Sa­d­iq, meist­ara­nema í Mið­aust­ur­landa­fræðum við George Was­hington háskól­ann. Hún telur það einnig mik­il­vægt skref í átt að hóf­sam­ara sam­fé­lag­i. Fawzia Abu Khalid, stjórn­mála­fé­lags­fræð­ingur við King Saud háskóla, segir svo við Al Jazeera að sú ákvörðun að heim­ila konum að kjósa end­ur­spegli víð­tæk­ari breyt­ingar sem muni verða á sam­fé­lag­inu.

Þó benda aðrir á að kynja­mis­rétti sé svo inn­gróið í rík­inu að það þurfi alls­herj­ar­yf­ir­haln­ingu til þess að raun­veru­legar breyt­ingar verði. Þrátt fyrir þennan kosn­inga­rétt og kjör­gengi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði sýni­leiki kvenna og völd lít­il. Sveita­stjórnir hafi lítil völd.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None