Konur í Sádi-Arabíu undirbúa sig undir að mega taka þátt í kosningum í fyrsta sinn

rsz_h_51601666.jpg
Auglýsing

Konur í Sádí-­Ar­abíu munu fá að kjósa og bjóða sig fram til kosn­inga í fyrsta sinn í des­em­ber næst­kom­andi. Þá fara fram sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í land­inu. Kjós­endur þurfa að skrá sig til að kom­ast á kjör­skrána, og skrán­ingin hófst víð­ast hvar í gær.

Tvær kon­ur, þær Safinaz Abu al-S­hamat og Jamal al-Saadi, urðu fyrstar kvenna í sögu rík­is­ins til þess að kom­ast inn á kjör­skrána. Þetta gerð­ist reyndar um síð­ustu helgi, en skrán­ing hófst þá í Mekka og Med­ínu.

Búist er við því að um 70 konur muni bjóða sig fram í kosn­ing­un­um, og að um 80 konur til við­bótar muni skrá sig sem kosn­inga­stjóra. Hvorki karlar né konur munu mega nota myndir af sér til að aug­lýsa sig. Á kjör­dag verða svo aðskildir kjör­staðir fyrir kyn­in.

Auglýsing

Kosn­inga­réttur kvenna hefur lengi verið bar­áttu­mál í þessu mjög íhalds­sama ríki, þar sem konum er enn bannað að keyra og þar sem kerfið geri ráð fyrir því að þær séu undir for­sjá karla, og þurfi leyfi slíks ef þær vilja fara í háskóla, vinna, ferðast, höfða mál á hendur ein­hverjum og í ein­hverjum til­vikum einnig ef þær þurfa að gang­ast undir lækn­is­hend­ur.

Þátt­taka kvenna í kosn­ingum er því mik­il­vægt skref í átt að auk­inni sam­fé­lags­þátt­töku kvenna, að mati Nouf al-Sa­d­iq, meist­ara­nema í Mið­aust­ur­landa­fræðum við George Was­hington háskól­ann. Hún telur það einnig mik­il­vægt skref í átt að hóf­sam­ara sam­fé­lag­i. Fawzia Abu Khalid, stjórn­mála­fé­lags­fræð­ingur við King Saud háskóla, segir svo við Al Jazeera að sú ákvörðun að heim­ila konum að kjósa end­ur­spegli víð­tæk­ari breyt­ingar sem muni verða á sam­fé­lag­inu.

Þó benda aðrir á að kynja­mis­rétti sé svo inn­gróið í rík­inu að það þurfi alls­herj­ar­yf­ir­haln­ingu til þess að raun­veru­legar breyt­ingar verði. Þrátt fyrir þennan kosn­inga­rétt og kjör­gengi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði sýni­leiki kvenna og völd lít­il. Sveita­stjórnir hafi lítil völd.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None