Konur í Sádi-Arabíu undirbúa sig undir að mega taka þátt í kosningum í fyrsta sinn

rsz_h_51601666.jpg
Auglýsing

Konur í Sádí-Arabíu munu fá að kjósa og bjóða sig fram til kosninga í fyrsta sinn í desember næstkomandi. Þá fara fram sveitarstjórnarkosningar í landinu. Kjósendur þurfa að skrá sig til að komast á kjörskrána, og skráningin hófst víðast hvar í gær.

Tvær konur, þær Safinaz Abu al-Shamat og Jamal al-Saadi, urðu fyrstar kvenna í sögu ríkisins til þess að komast inn á kjörskrána. Þetta gerðist reyndar um síðustu helgi, en skráning hófst þá í Mekka og Medínu.

Búist er við því að um 70 konur muni bjóða sig fram í kosningunum, og að um 80 konur til viðbótar muni skrá sig sem kosningastjóra. Hvorki karlar né konur munu mega nota myndir af sér til að auglýsa sig. Á kjördag verða svo aðskildir kjörstaðir fyrir kynin.

Auglýsing

Kosningaréttur kvenna hefur lengi verið baráttumál í þessu mjög íhaldssama ríki, þar sem konum er enn bannað að keyra og þar sem kerfið geri ráð fyrir því að þær séu undir forsjá karla, og þurfi leyfi slíks ef þær vilja fara í háskóla, vinna, ferðast, höfða mál á hendur einhverjum og í einhverjum tilvikum einnig ef þær þurfa að gangast undir læknishendur.

Þátttaka kvenna í kosningum er því mikilvægt skref í átt að aukinni samfélagsþátttöku kvenna, að mati Nouf al-Sadiq, meistaranema í Miðausturlandafræðum við George Washington háskólann. Hún telur það einnig mikilvægt skref í átt að hófsamara samfélagi. Fawzia Abu Khalid, stjórnmálafélagsfræðingur við King Saud háskóla, segir svo við Al Jazeera að sú ákvörðun að heimila konum að kjósa endurspegli víðtækari breytingar sem muni verða á samfélaginu.

Þó benda aðrir á að kynjamisrétti sé svo inngróið í ríkinu að það þurfi allsherjaryfirhalningu til þess að raunverulegar breytingar verði. Þrátt fyrir þennan kosningarétt og kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum verði sýnileiki kvenna og völd lítil. Sveitastjórnir hafi lítil völd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None