Krefjast leiðréttingar á hækkunum verðlagsnefndar - Segja rekstri KÚ stefnt í hættu

mjolk.jpg
Auglýsing

For­svars­menn mjólk­ur­bús­ins KÚ hafa óskað eftir fundi með Sig­urði Inga Jóhanns­syni land­bún­að­ar­ráð­herra vegna ákvörð­unar verð­lags­nefndar búvöru frá 17. júní síð­ast­liðnum en þá ákvað nefndin að hækka verð á mjólk­ur­varn­ingi um 3,6 pró­sent. Í til­kynn­ingu til fjöl­miðla segir KÚ að leið­rétt­ing á þessum hækk­unum sé for­senda þess að mjólk­ur­búið geti haldið áfram rekstri. „Að öðrum kosti sjáum við okkur nauð­beygða að draga okkur út úr sam­keppni á mjólk­ur­vöru­mark­aði með til­heyr­andi skaða fyrir neyt­end­ur.“ Ólafur M. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri KÚ, telur ákvörð­un­ina um hækkun á verði hrá­vöru fyrst og fremst tekna í þágu Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) og til að koma höggi á sam­keppn­is­að­ila MS.

Síð­asta mánu­dag sagði Ólafur að hækk­unin fæli í sér sér­stakan sam­keppn­is­skatt og kall­aði verð­lags­nefnd­ina, sem skipuð er af ráð­herra, „verð­lags­nefnd MS“.

Auglýsing

Hag­fræði­pró­fessor krefst end­ur­skoð­unar

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, ritar grein í Frétta­blaðið í dag og kallar eftir því að verð­lags­nefnd búvara end­ur­skoði verlagn­ingu sína frá 17. júní og lækki heild­sölu­verð á ópakk­aðri mjólk um minnst tíu krónur á lítr­ann. Er þá átt við mjólk sem er keypt áður en hún fer í fern­ur. Helstu kaup­endur ópakk­aðrar mjólkur eru aðilar í sam­keppni við MS í fram­leiðslu og sölu afurða sem eru unnar úr ópakk­aðri mjólk.Þórólfur segir að miðað við ákvörðun verð­lags­nefnd­ar­innar um hækkun verðs þá virð­ist það vera mat hennar að kostn­aður við pökkun sé 16 krónur á hvern lítra, en nefndin ákvað að heild­sölu­verð skyldi verða 105 krónur fyrir lítra af ger­il­sneyddri mjólk og verð á mjólk í eins lítra fernu skyldi vera 121 króna.„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem mér hefur tek­ist að afla mér kostar papp­írs­fernan sjálf komin í átöpp­un­ar­sal á bil­inu 16 til 18 krón­ur. Þá á eftir að koma mjólk­inni í fern­una. Til þess að gera það þarf mikið hús­næði, stóra og dýra véla­sam­stæðu auk nokk­urs mann­afla. Var­lega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólk­inni úr tanknum í fern­una,“ segir Þórólfur sem telur verð­lags­nefnd hafa brugð­ist hlut­verki sínu. „Það er ekki nóg að láta full­trúa Mjólk­ur­sam­söl­unnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálf­stæðra upp­lýs­inga. Sem er auð­velt því Mjólk­ur­sam­salan er ekki ein um að tappa vökva í Tetra­Pakk-um­búðir hér á land­i!“ Auk þess að kalla eftir aft­ur­köllun verð­hækk­ana þá fer Þórólfur fram á opin­beran rök­stuðn­ing Verð­lags­nefnd­ar­innar fyrir verð­hækk­un­um.

Hag­fræði­stofnun vill breyta kerf­inu

Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands birti í síð­asta mán­uði skýrslu um stöðu mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi og lagði til miklar breyt­ingar á núgild­andi kerfi, sem er sagt kosta neyt­endur um átta millj­arða á ári. „Það kerfi sem er við­haft á Íslandi við mjólk­ur­fram­leiðslu gerir það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­ur, þurfa að borga um átta millj­örðum krónum meira fyrir fram­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­lega verið flutt inn frá öðru fram­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­flutt mjólk, með flutn­ings­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­arða króna. Reyndar er það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­leitt meira af mjólk hér­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­lega 6,5 millj­arða króna á ári. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­arð til við­bót­ar,“ segir í ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um skýrsl­una frá því í fyrri hluta júní.Lands­sam­band kúa­bænda og Bænda­sam­tökum brugð­ust fljótt við skýrsl­unni og sögðu hug­myndir sem í henni er að finna koll­varpa núver­andi fyr­ir­komu­lagi mjólk­ur­fram­leiðslu. Í til­kynn­ingu frá Lands­sam­bandi kúa­bænda og Bænda­sam­tök­unum segir að verð á mjólk­ur­vörum hafi verið hag­felld neyt­end­um, og því hefði átt að vera gert hærra undir höfði í skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None