Krefjast leiðréttingar á hækkunum verðlagsnefndar - Segja rekstri KÚ stefnt í hættu

mjolk.jpg
Auglýsing

For­svars­menn mjólk­ur­bús­ins KÚ hafa óskað eftir fundi með Sig­urði Inga Jóhanns­syni land­bún­að­ar­ráð­herra vegna ákvörð­unar verð­lags­nefndar búvöru frá 17. júní síð­ast­liðnum en þá ákvað nefndin að hækka verð á mjólk­ur­varn­ingi um 3,6 pró­sent. Í til­kynn­ingu til fjöl­miðla segir KÚ að leið­rétt­ing á þessum hækk­unum sé for­senda þess að mjólk­ur­búið geti haldið áfram rekstri. „Að öðrum kosti sjáum við okkur nauð­beygða að draga okkur út úr sam­keppni á mjólk­ur­vöru­mark­aði með til­heyr­andi skaða fyrir neyt­end­ur.“ Ólafur M. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri KÚ, telur ákvörð­un­ina um hækkun á verði hrá­vöru fyrst og fremst tekna í þágu Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) og til að koma höggi á sam­keppn­is­að­ila MS.

Síð­asta mánu­dag sagði Ólafur að hækk­unin fæli í sér sér­stakan sam­keppn­is­skatt og kall­aði verð­lags­nefnd­ina, sem skipuð er af ráð­herra, „verð­lags­nefnd MS“.

Auglýsing

Hag­fræði­pró­fessor krefst end­ur­skoð­unar

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, ritar grein í Frétta­blaðið í dag og kallar eftir því að verð­lags­nefnd búvara end­ur­skoði verlagn­ingu sína frá 17. júní og lækki heild­sölu­verð á ópakk­aðri mjólk um minnst tíu krónur á lítr­ann. Er þá átt við mjólk sem er keypt áður en hún fer í fern­ur. Helstu kaup­endur ópakk­aðrar mjólkur eru aðilar í sam­keppni við MS í fram­leiðslu og sölu afurða sem eru unnar úr ópakk­aðri mjólk.Þórólfur segir að miðað við ákvörðun verð­lags­nefnd­ar­innar um hækkun verðs þá virð­ist það vera mat hennar að kostn­aður við pökkun sé 16 krónur á hvern lítra, en nefndin ákvað að heild­sölu­verð skyldi verða 105 krónur fyrir lítra af ger­il­sneyddri mjólk og verð á mjólk í eins lítra fernu skyldi vera 121 króna.„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem mér hefur tek­ist að afla mér kostar papp­írs­fernan sjálf komin í átöpp­un­ar­sal á bil­inu 16 til 18 krón­ur. Þá á eftir að koma mjólk­inni í fern­una. Til þess að gera það þarf mikið hús­næði, stóra og dýra véla­sam­stæðu auk nokk­urs mann­afla. Var­lega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólk­inni úr tanknum í fern­una,“ segir Þórólfur sem telur verð­lags­nefnd hafa brugð­ist hlut­verki sínu. „Það er ekki nóg að láta full­trúa Mjólk­ur­sam­söl­unnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálf­stæðra upp­lýs­inga. Sem er auð­velt því Mjólk­ur­sam­salan er ekki ein um að tappa vökva í Tetra­Pakk-um­búðir hér á land­i!“ Auk þess að kalla eftir aft­ur­köllun verð­hækk­ana þá fer Þórólfur fram á opin­beran rök­stuðn­ing Verð­lags­nefnd­ar­innar fyrir verð­hækk­un­um.

Hag­fræði­stofnun vill breyta kerf­inu

Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands birti í síð­asta mán­uði skýrslu um stöðu mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi og lagði til miklar breyt­ingar á núgild­andi kerfi, sem er sagt kosta neyt­endur um átta millj­arða á ári. „Það kerfi sem er við­haft á Íslandi við mjólk­ur­fram­leiðslu gerir það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­ur, þurfa að borga um átta millj­örðum krónum meira fyrir fram­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­lega verið flutt inn frá öðru fram­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­flutt mjólk, með flutn­ings­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­arða króna. Reyndar er það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­leitt meira af mjólk hér­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­lega 6,5 millj­arða króna á ári. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­arð til við­bót­ar,“ segir í ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um skýrsl­una frá því í fyrri hluta júní.Lands­sam­band kúa­bænda og Bænda­sam­tökum brugð­ust fljótt við skýrsl­unni og sögðu hug­myndir sem í henni er að finna koll­varpa núver­andi fyr­ir­komu­lagi mjólk­ur­fram­leiðslu. Í til­kynn­ingu frá Lands­sam­bandi kúa­bænda og Bænda­sam­tök­unum segir að verð á mjólk­ur­vörum hafi verið hag­felld neyt­end­um, og því hefði átt að vera gert hærra undir höfði í skýrslu Hag­fræði­stofn­un­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None