Landlæknir segir viðbrögð við hópsýkingu á Landakoti hafa mátt vera snarpari

Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður rannsóknar sinnar á hópsýkingunni á Landakoti. Í skýrslunni segir meðal annars að vísbendingar séu um að skortur hafi verið á yfirsýn, samhæfingu og upplýsingaflæði þegar þörf var fyrir sterka stjórn.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Emb­ætti land­læknis hefur birt úttekt sína á hópsmiti COVID-19 sem upp kom á Landa­koti í októ­ber í fyrra. Í frétta­til­kynn­ingu frá land­lækni segir að atvikið sé eitt það alvar­leg­asta sem komið hefur upp í heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi, en 99 starfs­menn og sjúk­lingar smit­uð­ust og 13 sjúk­lingar á Landa­koti lét­ust.

„At­hugun emb­ætt­is­ins ein­skorð­ast við hóp­sýk­ing­una á Landa­koti en ljóst er að smit dreifð­ust á aðrar heil­brigð­is­stofn­an­ir, þar á meðal Reykja­lund og Sól­velli. Heild­ar­fjöldi smit­aðra var 150 og and­lát voru 15,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Ölmu D. Möller land­lækni í dag.

Áður hefur birst skýrsla frá Land­spít­al­anum um orsakir hóp­sýk­ing­ar­inn­ar, en þar sagði að engin loft­ræst­ing, ásamt fáum sal­ern­um, ófull­nægj­andi hólfa­skipt­ingu og litlum kaffi­stofum væri á meðal fjöl­margra ástæðna fyrir því að að hóp­sýk­ing braust út á stofn­un­inni.

„Við­brögð hefðu mátt vera skarpari“

Í úttekt Land­læknis er kom­ist að svip­aðri nið­ur­stöðu, að margir mis­mun­andi þættir hafi verið verið ástæða þess að sýk­ingin kom upp. „Einkum eru það eft­ir­far­andi kerf­is­lægir orsaka­þættir sem skiptu sköp­um: ófull­komin hólfa­skipt­ing, ófull­nægj­andi fræðsla og þjálfun starfs­manna sem og eft­ir­lit með fylgni við leið­bein­ing­ar, skortur á sýna­tökum meðal sjúk­linga og starfs­fólks, ófull­nægj­andi húsa­kostur og loft­ræst­ing auk þess sem við­brögð í upp­hafi hópsmits hefðu mátt vera skarpari,“ segir land­læknir í frétta­til­kynn­ingu sinni um úttekt­ina.

„Hús­næði er orsaka­þáttur sem lítið var hægt að hafa áhrif á í upp­hafi far­ald­urs en því mik­il­væg­ara að taka til­lit til í öllum und­ir­bún­ingi og við­bragðs­á­ætl­un­um. Vert er þó að benda á að þótt Land­spít­ali hafi lagt mikla áherslu á þennan orsaka­þátt í bráða­birgða­skýrslu sinni tókst að hemja útbreiðslu fyrri hóp­sýk­ing­ar­innar á Landa­koti vorið 2020 og einnig má benda á að COVID-19 hóp­sýk­ingar hafa ekki orðið í öðru sam­bæri­legu hús­næði eins og Víf­ils­stöð­u­m,“ segir í skýrsl­unni.

Land­læknir segir að þegar litið sé til baka sé ljóst að ýmis­legt hefði mátt betur fara, bæði hvað varðar und­ir­bún­ing og við­brögð.

Fræðslu­efni fyrir erlent starfs­fólk aðal­lega á íslensku

Í nán­ari umfjöllun um þessi atriði í skýrsl­unni segir meðal ann­ars að skortur hafi verið á mark­vissri fræðslu til starfs­manna á Landa­koti og að ýmis­legt bendi til þess að fræðslan hafi ekki alltaf verið miðuð við við­tak­and­ann og því ekki alltaf skilað sér sem skyldi.

„Mest af fræðslu­efni og gæða­skjölum er á íslensku en um 40% starfs­fólks við umönnun á Landa­koti er af erlendum upp­runa og aðeins rúm­lega helm­ingur þeirra er með góðan mál­skiln­ing,“ segir í skýrsl­unni. Þar segir einnig að dæmi séu um að það hafi verið nauð­syn­legt að nota þýð­ing­ar­for­rit, Google Transla­te, til þess að starfs­menn gætu með­tekið inn­tak fræðslu um sýk­ing­ar­varnir sem verið var að veita.

Auglýsing

Einnig segir þar að ein­ungis 13 af 56 ófag­lærðum starfs­mönnum sem störf­uðu við umönnun á Landa­koti hafi sótt kennslu í umönn­un­ar­skól­an­um, þar sem kenndar eru almennar sýk­ing­ar­varn­ir.

„Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar hjá Land­spít­ala sem skýra af hverju ekki hefur verið brugð­ist við þessu lága hlut­fall­i,“ segir í skýrslu emb­ættis land­lækn­is.

„Upp­lausn­ar­á­stand“ eftir að hópsmitið kom upp

Í skýrsl­unni frá emb­ætti land­læknis segir frá því að þrátt fyrir að mik­ill und­ir­bún­ingur hafi átt sér stað í upp­hafi far­ald­urs­ins og örygg­is­menn­ing almennt þótt góð á meðal starfs­fólks á Landa­koti, hafi því verið lýst af þeim sem komu að þegar nokkrir dagar voru frá fyrstu sýk­ingu að „upp­lausn­ar­á­stand“ hafi ríkt á stofn­un­inni. Þá hafi verið „skortur á fylgni við þau til­mæli sem gefin höfðu verið frá upp­hafi far­ald­urs hvað varðar sýk­inga­varn­ir, hlífð­ar­bún­að, hólfa­skipt­ingu, sótt­kví og ein­angr­un.“

Í skýrslu land­lækn­is­emb­ætt­is­ins segir að þarna hafi án efa haft mikil áhrif að fjöldi starfs­manna veikt­ist og varð frá að hverfa og nýir komið í þeirra stað, úr bak­varða­sveit­um. Land­læknir segir að þarna hafi verið þörf fyrir styrka stjórn, en vís­bend­ingar séu um „skort á yfir­sýn, sam­hæf­ingu, upp­lýs­inga­flæði milli deilda og aðgerðum sem mið­uð­ust við for­sendur eins og ófull­komna hólfa­skipt­ing­u.“

„Þrátt fyrir vit­neskju um ófull­komna hólfa­skipt­ingu og að greinst hefði fjöldi smita á a.m.k. tveimur deild­um, var tekin ákvörðun um sýna­tök­ur, ein­angrun og þrif ein­ungis á þeim deildum sem smit höfðu greinst á í stað þess að skima strax alla sjúk­linga og starfs­menn á Landa­koti eins og um eitt hólf væri að ræða. Senni­lega hefur það lengt tíma­bilið sem smit var í dreif­ingu og þar með fjölgað smit­um. Mögu­lega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smit­unum með skjót­ari við­brögðum þ.e. ef litið hefði verið á hólfa­skipt­ing­una sem ófull­komna og sýni tekin hjá öllum sjúk­lingum og starfs­mönnum Landa­kots 23. októ­ber,“ segir um þetta í skýrslu emb­ætt­is­ins.

Ábend­ingum verði fylgt eftir

Í til­kynn­ingu segir land­læknir að mik­il­vægt sé að allir sem að málum komi vinni að úrbótum sem nýt­ast muni til fram­tíð­ar. „Þá er aug­ljóst að slíkur atburður hefur mikil áhrif á starfs­menn og stjórn­endur sem næstir stóðu og mik­il­vægt að þeir fái við­eig­andi stuðn­ing,“ segir í til­kynn­ingu land­lækn­is.

Þar er tekið fram að vinnu emb­ætt­is­ins sé ekki lokið með útgáfu skýrsl­unnar í dag, heldur muni emb­ættið fylgja ábend­ingum sem þar eru settar fram eft­ir. „Heims­far­aldur COVID-19 verður ekki síð­asti heims­far­ald­ur­inn, því er mik­il­vægt að huga að öllum þeim atriðum sem bæta við­búnað og við­brögð í heil­brigð­is­kerf­in­u,“ segir land­læknir í til­kynn­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent