Leiðtogi ríkisstjórnarinnar lyfti glasi í góðra vina hópi – á meðan þjóðlífið var nánast lamað

Þingmaður Samfylkingarinnar telur umræðuna um Ásmundarsal á villigötum.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerir lög­reglu­málið í Ásmund­ar­sal að umræðu­efni á Face­book-­síðu sinni í dag. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann umræð­una um málið dæmi­gerða um það hvernig hægt sé snúa frá­sögn á hvolf. Nú sé málið látið fara að snú­ast um eitt­hvað sem skipti í raun ekki máli.

For­saga máls­ins er sem sagt sú að síð­ast­liðið Þor­láks­messu­kvöld sást Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fá sér í glas á lista­sýn­ingu, grímu­laus. Lög­reglan sendi frá sér upp­lýs­inga­póst morg­un­inn eftir þar sem greint var frá því að á meðal gesta hefði verið „einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands“. Málið fór í fram­hald­inu í fjöl­miðla og úr varð mik­ill hasar.

Ákæru­svið lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nú búið að afgreiða málið og nið­ur­staða í því liggur fyrir en hún vildi ekki greina frá þeim nið­ur­stöðum í gær þegar eftir þeim var leit­ast.

Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá eig­endum Ásmund­ar­sal­ar, sem birt­ist í gær, brutu þeir ein­ungis gegn ákvæði um grímu­skyldu. Þeir segja að ekki hafi verið brotið gegn reglum um fjölda­tak­mark­anir í salnum né opn­un­ar­tíma umrætt kvöld og að ekk­ert sam­kvæmi hafi verið haldið í lista­safn­inu.

Nefndin telur hátt­­semi lög­­­reglu­­mann­anna á vett­vangi geta verið á­mæl­is­verða

Í fram­hald­inu birt­ust fréttir þess efnis að nefnd um eft­ir­lit með lög­­­reglu teldi vís­bend­ingar um að frétta­til­kynn­ing lög­­­reglu, sem send var út á aðfanga­dags­morg­un, um meint sótt­­varna­brot í Ás­­mund­ar­­sal hefði verið efn­is­­lega röng og ekk­ert til­­efni hefði verið til upp­­­lýs­inga­gjafar af slíku tagi.

Í frétt Frétta­blaðs­ins um málið kemur fram að í skýrslu nefnd­ar­innar sé rakið sam­­tal lög­­­reglu­­manna á vett­vangi. Þar megi heyra á tal tveggja lög­­­reglu­­manna:

Lög­reglu­maður 1. „Hvernig yrði frétta­til­kynn­ingin ... 40 manna einka­­sam­­kvæmi og þjóð­þekktir ein­stak­ling­ar..., er það of mikið eða?“

Lög­reglu­maður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það ...“ og einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálf­­stæðis ... svona ... frama­potarar eða þú veist.“

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu telur nefndin þessa hátt­­semi lög­­­reglu­­mann­anna á vett­vangi geta verið á­mæl­is­verða og þess eðlis að til­­efni sé til að senda þann þátt máls­ins til með­­­ferðar hjá lög­­­reglu­­stjór­anum á höf­uð­­borg­ar­­svæð­inu með vísan til 3. mgr. 35. gr. a í lög­­­reglu­lög­um. Í ákvæð­inu segir að ef at­hugun hennar gefi til­­efni til skuli nefndin senda við­kom­andi em­bætti erindi til með­­­ferð­ar, eftir at­vikum í formi kæru.

„Það var sem sagt hægt að halda mann­fagnað í Ásmund­ar­sal“

Guð­mundur Andri gerir mál­ið, eins og áður seg­ir, að umtals­efni á Face­book-­síðu sinni í dag.

„Fjár­mála­ráð­herra og einn þriggja leið­toga rík­is­stjórn­ar­innar reynd­ist vera staddur í mann­fagn­aði á Þor­láks­messu síð­ast­lið­inni á sama tíma og strangt sam­komu­bann var í gildi sam­kvæmt reglu­gerð þeirrar hinnar sömu rík­is­stjórn­ar.

Þetta sam­komu­bann var afar íþyngj­andi fyrir almenn­ing: fólk gat ekki haldið jóla­boð, stór­fjöl­skyldur gátu ekki hist, gam­alt fólk var fast á hjúkr­un­ar­heim­ilum eða heima hjá sér, tón­leikar fóru ekki fram, veit­inga­staðir voru lok­að­ir, þjóð­lífið var nán­ast lamað: en það var sem sagt hægt að halda mann­fagnað í Ásmund­ar­sal með því að kalla hann ýmist sýn­ingu, kynn­ingu, opnun eða annað eftir því hvað klukkan var. Og þar var leið­togi rík­is­stjórn­ar­innar sem sé að lyfta glasi í góðra vina hópi. Umræðan nú snýst um það hvort lög­reglu­menn sem komu á vett­vang hafi haft óvið­ur­kvæmi­leg orð um þetta í sinn hóp,“ skrifar hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent