Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti fyrir 340 milljónir í Símanum

S--minn_01-1.jpg
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, keypti hluta­bréf í Sím­anum fyrir 340 millj­ón­ir, það er 100 millj­ónir hluta á geng­inu 3,4. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu um við­skipti til kaup­hall­ar, en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna var einn stærsti hlut­hafi Sím­ans með 13,2 pró­sent hlut, fyrir við­skipt­in.

Þeir fjár­festar sem skráðu sig fyrir hlut í Sím­anum í hluta­fjár­út­boði sem lauk í fyrra­dag þurfa flestir að greiða 3,4 krónur fyrir hvern hlut sem þeir kaupa í félag­inu. Alls var 16 pró­sent hlutur seldur á því gengi en fimm pró­sent voru seld til minni fjár­festa á 3,1 krónur á hlut, eins og greint hefur verið frá í ítar­legum frétta­skýr­ingum Kjarn­ans um skrán­ing­una á Sím­an­um.

Mikil umfram­eft­ir­spurn var eftir bréfum í Sím­anum. Alls nam sölu­and­virði þess 21 pró­sent hlutar sem seldur var um 6,7 millj­örðum króna. Heild­ar­eft­ir­spurn var hins vegar 33 millj­arðar króna. Því var eft­ir­spurnin fimm sinnum meiri en fram­boð­ið. Verðið er hærra en flestir grein­ing­ar­að­ilar töldu að það yrði.

Auglýsing

Í aðdrag­anda þess að hluta­fjár­út­boðið fór fram ákvað Arion banki, sem varð stærsti eig­andi Sím­ans í kjöl­far fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar hans sem lauk árið 2013, að selja tíu pró­sent hlut til valdra aðila. Fyrst ákvað bank­inn að selja hópi stjórn­enda Sím­ans, og fjár­festa­hópi sem for­stjóri félags­ins hafði sett sam­an, fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað í lok ágúst­mán­að­ar, rúmum mán­uði áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans fór fram. Miðað við það gengi sem var á þorra þess hluta­fjár sem Arion banki seldi í útboð­inu, 3,4 krónur á hlut, hefur þessi hópur þegar ávaxtað fjár­fest­ingu sína um 36 pró­sent á rúmum mán­uði. Það þýðir að hlutur sem var keyptur á 100 millj­ónir króna er nú orðin 136 millj­óna króna virði. Þó er vert að taka fram að hóp­ur­inn skuld­batt sig til að selja ekki hlut­inn strax.

Síð­ari hluta sept­em­ber var síðan greint frá því að valdir við­skipta­vinir Arion banka hefðu fengið að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað nokkrum dögum áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans hófst. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir það voru sem fengu að kaupa á þessum afslátt­ar­kjör­um. Hlutur þeirra hefur hins vegar ávaxt­ast um 21,5 pró­sent á þessum fáu dögum sem liðnir eru frá því að þeir keyptu hann. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None