Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast

Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.

Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Auglýsing

Vega­gerðin áformar að breikka Reykja­nes­braut í Hafn­ar­firði, frá Krýsu­vík­ur­vegi að enda fjög­urra akreina braut­ar­innar á Hrauni vestan Straums­vík­ur. Lengd veg­kafl­ans er um 5,6 kíló­metrar og er þetta eini kafl­inn á Reykja­nes­braut, frá Ásbraut í Hafn­ar­firði að Njarð­vík, sem ekki hefur verið breikk­að­ur.

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar hefur aug­lýst til­lögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna hinnar áform­uðu fram­kvæmd­ar. Sam­tímis er frum­mat­skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum hennar aug­lýst.

Auglýsing

Áformað er að breikka veg­inn í 2+2 aðskildar akrein­ar, breyta mis­lægum vega­mótum við álverið í Straums­vík, ISAL, útbúa veg­teng­ingar að Straumi og Álhellu, byggja mis­læg vega­mót við Rauða­mel og útbúa teng­ingu að dælu- og hreinsi­stöð austan Straums­vík­ur. Einnig er áformað að byggja und­ir­göng fyrir gang­andi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eft­ir­lits­staði fyrir umferð­ar­eft­ir­lit beggja megin Reykja­nes­braut­ar, austan við Straums­vík.

Ein megin ástæða fram­kvæmd­ar­innar er að auka umferð­ar­ör­yggi á umræddum veg­kafla, þar sem mikil umferð er um Reykja­nes­braut­ina og slys nokkuð algeng. Á kafl­anum eru sex vega­mót eða veg­teng­ing­ar. Núver­andi veg­kafli er með eina akrein í hvora átt og eru þær ekki aðskild­ar.

Sam­kvæmt umferða­spá er gert ráð fyrir að árdags­um­ferð við Krýsu­vík­ur­vega­mótin auk­ist úr um 19 þús­und öku­tækjum á sól­ar­hring árið 2019 í um 43 þús­und öku­tæki á sól­ar­hring árið 2039.

Séð yfir Reykjanesbraut í norðaustur í átt að álverinu í Straumsvík. Við álverið má sjá Straumsvík og Straumstjarnir og Gerðistjörn og Brunntjörn hægra megin við veginn. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Reykja­nes­braut, eða þjóð­vegur 41, liggur frá Sæbraut að Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Reykja­nesi í gegnum Hafn­ar­fjörð. Umræddur veg­kafli er eini kafli braut­ar­innar sem ekki hefur verið tvö­fald­að­ur, en land svæð­is­ins er í eigu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar og nokk­urra einka­að­ila.

Lands­lagið á þessum slóðum ein­kenn­ist af slétt­lendi, hraunum og ísöltum tjörnum og er hluti svæð­is­ins í nálægð við bygg­ingar og iðn­að­ar­svæði, þ.e. álverið í Straums­vík, Hellna­hraun og geymslu­svæðið Álhellu. Þá liggur Reykja­nes­braut fram hjá úti­vist­ar­svæð­um. Þrjú svæði innan áhrifa­svæðis fyr­ir­hug­aðrar breikk­unar Reykja­nes­brautar eru á nátt­úru­minja­skrá: Strand­lengjan frá Fögru­vík að Straumi, Straums­vík og Hval­eyr­ar­lón og fjörur Hval­eyr­ar­höfða.

Vegstæðið verður ekki fært, heldur stendur ein­ungis til að breikka núver­andi veg.

Ásýnd núverandi vegar (efri) og nýs vegar (neðri). Séð eftir Reykjanesbraut til vesturs yfir hraunbreiðu Hrútagjárdyngjuhrauns. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Í frum­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar, sem verk­fræði­stofan Mann­vit vann, segir að fram­kvæmdin muni hafa bein áhrif á jarð­mynd­an­ir, þar sem þeim yrði raskað með vega- og stíga­gerð. Jarð­mynd­anir innan fram­kvæmda­svæð­is­ins eru aðal­lega hraun en þau njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd. Fram­kvæmdin myndi hafa nokkuð nei­kvæð var­an­leg áhrif á Skúla­túns­hraun en engin áhrif á Kapellu­hraun „þar sem ekk­ert er eftir til að vernda innan áhrifa­svæðis fram­kvæmd­ar­inn­ar”. Þá er fram­kvæmdin talin hafa tals­vert nei­kvæð var­an­leg áhrif á Hrúta­gjár­dyngju­hraun en fram­kvæmdin myndi raska hraun­inu tals­vert, bæði vegna breikk­unar veg­ar­ins, veg­teng­ingu að Álhellu og vegna mis­lægra vega­móta við Rauða­mel.

Áhrif fram­kvæmd­ar­innar á fugla­líf við Reykja­nes­braut, að Straums­vík og Straum­stjörnum und­an­skild­um, eru metin óveru­leg til tals­vert nei­kvæð. Í frum­mats­skýrslu segir að gera megi ráð fyrir að nú þegar séu áhrif Reykja­nes­brautar nei­kvæð á þétt­leika varp­fugla, en fram­kvæmd­inni mun engu að síður fylgja var­an­legt búsvæða­tap, m.a. á órösk­uðu svæði.

Ásýnd núverandi vegar og nýs vegar, valkostur 1a (miðja) og valkostur 1b (neðst). Séð frá vegamótum við álverið og yfir Straumstjarnirnar. Fjallið Keilir fyrir miðri mynd.

Umhverfi tjarn­anna og strand­ar­innar við Straum er sér­stakt, m.a. vegna hrauns­ins og þess mikla grunn­vatns­streymis sem þar er. Eitt helsta ein­kenni tjarn­anna í Straums­vík er að þar gætir áhrifa sjáv­ar­falla. Fram­kvæmdin mun hafa í för með sér rask í nágrenni við tjarn­irnar í Straums­vík og hugs­an­legt er að áhrifa á grunn­vatns­streymi gæti meira norðan megin við veg­inn. Ætla má að áhrif breikk­un­ar­innar á vatna­líf tjarn­anna í Straums­vík verði tals­vert nei­kvæð, og mjög lík­lega var­an­leg og óaft­ur­kræf, ef ein­stakt líf­ríki tjarn­anna raskast. Þá mun teng­ing Reykja­nes­brautar við Álhellu hafa óbein og nokkuð nei­kvæð áhrif á vatna­líf Gerð­i­s­tjarnar og Brunn­tjarn­ar­inn­ar.

Skráðar hafa verið 70 forn­leifar á 48 minja­stöðum innan athug­un­ar­svæðis fram­kvæmd­ar­inn­ar, og í frum­mats­skýrslu segir að gera megi ráð fyrir að hún geti haft áhrif á flestar þeirra. Áhrifa­svæði tvö­föld­un­ar­innar fer yfir stóran hluta af frið­helg­un­ar­svæði Kapellu­tóft­ar, sem er frið­lýst forn­leif, og yfir heima­tún þriggja kot­býla: Pét­urskots, Gerðis og Litla-Lamb­haga. Í og við heima­tún er minja­dreifin hvað þéttu­st, og mögu­leiki á að óþekktar minjar komi í ljós þegar fram­kvæmdir hefj­ast.

Tillaga að vegtengingu álversins í Straumsvík og Álhellu. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Almenn­ingi gefst kostur á að kynna sér fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd og frum­mats­skýrslu í dag, fimmtu­dag­inn 15. júlí. Kynn­ingin verður haldin í húsa­kynnum Vega­gerð­ar­innar (Mót­orskál­an­um), Borg­ar­túni 5-7 í Reykja­vík. Húsið verður opið á milli kl. 14 og 18. Á staðnum verða full­trúar frá Vega­gerð­inni og Mann­viti.

Allir geta skilað inn athuga­semdum við frum­mat­skýrsl­una og til­lögu að aðal­skipu­lags­breyt­ing­um. Þær skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 23. ágúst næst­kom­andi til Skipu­lags­stofn­unar bréfleiðis eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent