Málaferli ríkisins kasti rýrð á önnur og betri verk ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

Spurningum var beint til forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma vegna áfrýjunar Lilju Alfreðsdóttur á niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Þingmaður Miðflokksins spurði hvort meðferð málsins skyldi flýtt.

Katrín Jakobsdóttir þurfti að svara spurningum um ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Lilja verður til svara í þinginu á morgun.
Katrín Jakobsdóttir þurfti að svara spurningum um ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Lilja verður til svara í þinginu á morgun.
Auglýsing

„Er ráð­herra stolt af því að þetta er jafn­réttispóli­tík hennar rík­is­stjórn­ar?“ spurði Hanna Katrín Frið­riks­son í lok óund­ir­bú­innar fyr­ir­spurnar sem hún beindi til Katrínar Jak­obs­dóttur og vís­aði þar í ákvörðun Lilju Alfreðs­dóttur um að áfrýja nið­ur­stöðu í máli sínu gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dóttur til Lands­rétt­ar. Katrín fékk tvær óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir í þing­inu í dag vegna mála­rekst­urs Lilju en fyrr í vik­unni stóð til að Lilja yrði til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag. Hún verður aftur á móti til svara á morg­un.

Í fyr­ir­spurn sinni sagði Hanna Katrín rík­is­stjórn­ina hafa þétt rað­irnar í þögn sinni um þetta mál „á hátt sem breska kon­ungs­fjöl­skyldan gæti verið stolt af.“ Hún óskaði því eftir við­brögðum leið­toga rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Katrín­ar, við þessu máli. Hanna sagð­ist ganga út frá því að for­sæt­is­ráð­herra hefði myndað sér skoðun á mál­inu og að sú skoðun ætti erindi við almenn­ing. Hún spurði í kjöl­farið hvort for­sæt­is­ráð­herra væri stolt af því að þetta væri jafn­réttispóli­tík hennar rík­is­stjórn­ar.

Auglýsing

Málið ekki sam­eig­in­leg ákvörðun rík­is­stjórnar

Katrín gaf lítið fyrir lík­ingu við bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una og sagði umrædda þögn sína um málið hafa verið litla, hún hafi tjáð sig um málið í þing­sal og við fjöl­miðla. Hún sagði það ekki rétt að það væri sam­eig­in­leg ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar að fara í mála­ferli, ákvörð­unin lægi alfarið hjá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

„Ég verð þá að segja það við hátt­virtan þing­mann að það er auð­vitað svo að við erum með fjölda­mörg mál sem ein­stakir ráð­herrar eiga í sem heyra undir verk­svið þeirra ráðu­neyta og eins og fram hefur kom­ið, bæði hér í þing­sal af minni hálfu og í fjöl­miðlum þá heyrir þetta mál algjör­lega undir for­ræði hæst­virts mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra,“ sagði Katrín og tók fram að umræddur ráð­herra þekkti mála­vöxtu og hefði leitað sér ráð­gjaf­ar. Katrín sjálf væri ekki aðili máls.

Að hennar mati sé það mik­il­vægt að fólk hiki ekki við að leita réttar síns í málum sem þess­um. „Þess vegna lagði ég hér fram breyt­ingu á lögum um stjórn­sýslu jafn­rétt­is­mála sem hátt­virtur þing­maður þekkir því hún sam­þykkti breyt­ingu ásamt öðrum hátt­virtum þing­mönnum hér sem miðar að því að vilji ein­stak­lingur fari það svo að ráð­herra leiti ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála, þá er það ekki ein­göngu gagn­vart ein­stak­lingi lengur heldur er kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála núna aðili máls. Þetta er breyt­ing sem var sam­þykkt á Alþingi og miðar að því að þá sé það kæru­nefndin sem standi fyrir máli sínu en ekki ein­stak­ling­ur­inn sem sé ein­göngu kall­aður að mál­u­m,“ sagði Katrín.

Málið kasti rýrð á önnur verk rík­is­stjórn­ar­innar

„Herra for­seti, mála­ferli rík­is­ins á hendur konu sem hefur tvisvar sinnum fengið stað­fest­ingu á því að mennta­mála­ráð­herra hafi brotið á rétti henn­ar, kastar ein­fald­lega rýrð á önnur og betri verk rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­mál­um. Það er svo ein­falt og maður þarf ekki að vera aðili máls til að hafa skoðun á því,“ sagði Hanna Katrín er hún tók til máls síð­ara sinni.

Hún benti á þá stað­reynd að for­sæt­is­ráð­herra væri einnig ráð­herra jafn­rétt­is­mála og end­ur­tók spurn­ingu sína úr fyrri ræðu. „Ef að ráð­herra jafn­rétt­is­mála, hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra ætlar ekki að hafa skoðun á þessu máli vegna þess að hún er ekki aðili máls, hvers vegna var þá ráð­herr­ann að taka jafn­rétt­is­málin til sín á sínum tíma ef það er ekki til að standa vakt­ina í svona mál­um? Ég ætla að end­ur­taka spurn­ingu mína: er hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra stoltur af mála­ferlum og fram­göngu mennta­mála­ráð­herra í þessu máli fyrir hönd rík­is­stjórnar sinn­ar?“

Mjög stolt af árangri sinnar rík­is­stjórnar

„Eins og allir hátt­virtir þing­menn vita sem þekkja grund­vall­ar­at­riði stjórn­skip­un­ar­innar þá bera ein­stakir ráð­herrar ábyrgð á málum sem undir þá heyra, þar með talið manna­ráðn­ing­um,“ svar­aði Katrín. Hún sagð­ist vera mjög stolt af árangri sinnar rík­is­stjórnar í jafn­rétt­is­mál­um.

Eitt­hvað var um frammíköll þar sem óskað var eftir skýr­ari svörum frá for­sæt­is­ráð­herra sem varð til þess að hún batt enda á upp­taln­ingu þeirra jafn­rétt­is­mála sem hennar rík­is­stjórn hefur sett á odd­inn. „Ég er að fara hér yfir árangur minnar rík­is­stjórnar í jafn­rétt­is­mál­um. Hátt­virtur þing­maður spyr hér um skoðun mína á málum sem heyrir undir annan ráð­herra sem ber ábyrgð á því máli, sem þekkir mála­vöxtu og tekur um það ákvarð­anir sam­kvæmt stjórn­skip­un. Það ætti að hátt­virtur þing­maður að vita,“ sagði Katrín að lok­um.

Spyr hvort Lands­réttur eigi að hraða máls­með­ferð

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins, spurði Katrínu einnig út í mála­rekstur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. „Mig langar að spyrja hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra og jafn­rétt­is­ráð­herra: telur hún að þetta, þessi mála­rekst­ur, sem er for­dæma­laus, eftir því sem ég best veit, verði til þess að hvetja þá sem órétti beittir til að leita réttar síns gagn­vart rík­in­u?“ spurði Þor­steinn í fyr­ir­spurn sinni.

Þorsteinn Sæmundsson spurði hvort niiðurstaða í áfrýjunarmálinu til Landsréttar fengist fyrir kosningar. Mynd: Bára Huld Beck

Því næst sagði hann mála­rekst­ur­inn bein­ast gegn konu, „sem hefur ekk­ert til saka unnið annað en að sækja um starf og vera metin hæfust til að gegna því.“ Í stað þess að vera boðnar bæt­ur, líkt og áður hafi verið gert, sé hún „hund­elt“ fyrir dóm­stólum og verði það ef til vill um nokk­urt skeið að sögn Þor­steins. Hann spurði því einnig hvort for­sæt­is­ráð­herra muni beita sér fyrir því að málið fái flýti­með­ferð fyrir Lands­rétti og að nið­ur­staða liggi fyrir fyrir kosn­ingar í haust.

Aldrei beitt sér fyrir flýt­ingu mála

Katrín sagð­ist ekki hafa velt því fyrir sér hvort mál­inu skyldi flýtt. Hún teldi það vera dóm­stóla að meta hverju sinni. Í síð­ari svari sínu við fyr­ir­spurn Þor­steins tók hún af allan vafa og sagði að hún teldi það ekki við hæfi að for­sæt­is­ráð­herra færi að beita sér fyrir því að mál­inu yrði hrað­að.

Hún svar­aði einnig spurn­ingu Þor­steins um það hvort málið hefði verið borið undir rík­is­stjórn. „Það var ekki borið undir rík­is­stjórn enda á for­ræði hæst­virts mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Ráð­herra gerði rík­is­stjórn munn­lega grein fyrir þessu máli eftir að úrskurður kæru­nefndar féll í maí síð­ast­liðn­um. Þá gerði hæst­virtur mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra rík­is­stjórn munn­lega grein fyrir þessu máli en það er ekki rík­is­stjórnar að sam­þykkja það,“ sagði Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent