Meirihluti íbúða í samþykktu deiliskipulagi er á nýjum uppbyggingarsvæðum

Flestar þær íbúðir sem heimilt var samkvæmt samþykktu deiliskipulagi að byggja í Reykjavíkurborg þann 1. október, án þess að búið væri að gefa út byggingarleyfi, eru fyrirhugaðar á nýjum uppbyggingarsvæðum í Vogahverfi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði.

Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Auglýsing

Þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn var búið að sam­þykkja deiliskipu­lag fyrir alls 3.104 íbúðir á ýmsum bygg­ing­ar­reitum í Reykja­vík­ur­borg, án þess að þar væri búið að úthluta bygg­ing­ar­leyf­um.

Þar af voru 1.228 íbúðir sem hugs­aðar eru fyrir almennan markað á lóðum sem eru í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, 1.190 íbúðir skipu­lagðar á lóðum í eigu einka­að­ila sem ætla sér að byggja fyrir almennan mark­að. Til við­bótar voru 347 íbúðir skipu­lagðar á lóðum sem eru í eigu hús­næð­is­fé­laga og 339 íbúðir fyrir hús­næð­is­fé­lög skipu­lagðar á lóðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þegar deiliskipu­lag hefur verið sam­þykkt geta eig­endur lóða sótt um bygg­ing­ar­leyfi og komið fram­kvæmdum af stað og lætur borgin þess get­ið, í upp­lýs­inga­bæk­lingi um hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem sendur var inn á heim­ili borg­ar­búa á þriðju­dag, að hraði upp­bygg­ingar sé að nokkru leyti í höndum einka­að­ila, sem hafi meiri­hluta bygg­ing­ar­heim­ilda á sínum hönd­um.

Auglýsing

Hluti þess­ara upp­bygg­ing­ar­verk­efna er sagður í start­hol­un­um, en að sama skapi eru nokkur dæmi um að deiliskipu­lag á lóðum þar sem fram­kvæmdir voru ekki hafnar hafi verið sam­þykkt, jafn­vel árum sam­an, án þess að lóð­ar­hafar hafi ráð­ist í upp­bygg­ing­una sem fyr­ir­huguð er.

Rúmur helm­ingur á þremur nýjum upp­bygg­ing­ar­svæðum

Þær fyr­ir­hug­uðu íbúðir sem sam­þykktar höfðu verið í deiliskipu­lagi þann 1. októ­ber, eru flestar á þremur nýjum upp­bygg­ing­ar­svæðum í borg­inni; Voga­byggð, Skerja­firði og í nýjum áfanga Bryggju­hverf­is. Þetta eru sam­tals yfir 1.800 af þeim 3.109 íbúðum sem taldar eru upp fram í sam­taln­ingu borg­ar­inn­ar.

Sú nýja byggð sem teiknuð hefur verið upp í Skerjafirðinum. Mynd: Úr kynningarblaði Reykjavíkurborgar.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt borg­ar­innar eru flestar íbúð­irn­ar, alls 727, skipu­lagðar á því svæði sem kallað er Bryggju­hverfi III, eða sam­tals 210 íbúðir á tveimur reitum við Gjúka­bryggju og 517 íbúðir á öðrum reitum á því svæði.

Í Skerja­firði var svo í sumar sam­þykkt deiliskipu­lag fyrir alls 685 íbúð­ir, um helm­ingur undir íbúðir sem koma til með að fara á almennan markað en hinn helm­ing­ur­inn er á vegum hús­næð­is­fé­laga. Félags­stofnun stúd­enta, Bjarg íbúða­fé­lag og HOOS, sem ætla að byggja hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur, hafa þegar fengið vil­yrði fyrir lóðum í fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar­innar þar.

Í Voga­byggð, á reitum sem auð­kenndir eru með núm­er­unum I og II, eru svo sam­tals tæp­lega 400 íbúðir á deiliskipu­lagi sem ekki er enn búið að sækja um bygg­inga­leyfi fyr­ir, 254 í fjórum fyr­ir­hug­uðum fjöl­býl­is­húsum í Voga­byggð I og 142 í Voga­byggð II, en á því svæði eru nú þegar 620 íbúðir í bygg­ingu, sem er dágóður skerfur af þeim alls tæp­lega 2.698 sem borgin telur að hafi verið í bygg­ingu þann 1. októ­ber.

Stakir reitir innan um eldri byggð

Víða ann­ars­staðar í borg­inni er sam­þykkt deiliskipu­lag fyrir íbúða­upp­bygg­ingu í grónum hverf­um. Við Háa­leiti­braut/­Bol­holt er til dæmis heim­ild fyrir bygg­ingu 47 íbúða á sömu lóð og höf­uð­stöðvar Sjálf­stæð­is­flokks­ins standa á. Flokk­ur­inn er sjálfur lóð­ar­hafi og fékk þann 19. októ­ber úthlut­uðu bygg­ing­ar­leyfi fyrir stein­steypt fjöl­býl­is­hús sem á að vera á 4-6 hæðum með bíla­kjall­ara, alls um 7.300 fer­metr­ar.

Þá er heim­ild til þess að byggja 110 íbúðir í Sig­túni, á svoköll­uðum Blóma­vals­reit sem stendur fyrir aftan Grand Hót­el. Upp­bygg­ing­ar­á­formin þar eru á vegum Íslands­hót­ela. Deiliskipu­lagið fyrir lóð­ina var aug­lýst árið 2015 en síðan þá hefur verk­efnið lítið hreyfst.

Eins og Kjarn­inn sagði nýlega frá von­ast for­svars­menn Íslands­hót­ela eftir því að upp­bygg­ing á reitnum hefj­ist snemma á næsta ári, en það er háð því hvernig fjár­mögn­un­ar­ferl­inu vindur fram. Stefnan er að byrja á að byggja íbúðir á því svæði sem stendur fjærst Grand Hótel á reitn­um, en verkið er umfangs­mikið og verður unnið í áföng­um.

Á reit við Sjó­manna­skól­ann ætlar félagið Vaxt­ar­hús að reisa um 60 íbúð­ir, sem byggðar verða sem hag­kvæmt hús­næði fyrir fyrstu kaup­end­ur. Við Snorra­braut 54 stendur síðan til að byggja 40 nýjar íbúð­ir, en sú upp­bygg­ing er á vegum Reir Verk ehf., sem er lóð­ar­hafi. Þá liggur fyrir sam­þykkt deiliskipu­lag vegna bygg­ingar tveggja nýrra húsa með sam­tals 43 íbúðum á horni Lauga­vegar og Vatns­stígs.

Hús­næð­is­upp­bygg­ing í Reykja­vík­ur­borg hefur verið tölu­vert í umræð­unni upp á síðkastið og lík­legt er að svo verði áfram, þar sem borg­ar­yf­ir­völd hyggj­ast fara yfir stöð­una á árlegum kynn­ing­ar­fundi í Ráð­hús­inu á föstu­dag­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent