Meirihluti íbúða í samþykktu deiliskipulagi er á nýjum uppbyggingarsvæðum

Flestar þær íbúðir sem heimilt var samkvæmt samþykktu deiliskipulagi að byggja í Reykjavíkurborg þann 1. október, án þess að búið væri að gefa út byggingarleyfi, eru fyrirhugaðar á nýjum uppbyggingarsvæðum í Vogahverfi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði.

Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Auglýsing

Þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn var búið að sam­þykkja deiliskipu­lag fyrir alls 3.104 íbúðir á ýmsum bygg­ing­ar­reitum í Reykja­vík­ur­borg, án þess að þar væri búið að úthluta bygg­ing­ar­leyf­um.

Þar af voru 1.228 íbúðir sem hugs­aðar eru fyrir almennan markað á lóðum sem eru í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, 1.190 íbúðir skipu­lagðar á lóðum í eigu einka­að­ila sem ætla sér að byggja fyrir almennan mark­að. Til við­bótar voru 347 íbúðir skipu­lagðar á lóðum sem eru í eigu hús­næð­is­fé­laga og 339 íbúðir fyrir hús­næð­is­fé­lög skipu­lagðar á lóðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þegar deiliskipu­lag hefur verið sam­þykkt geta eig­endur lóða sótt um bygg­ing­ar­leyfi og komið fram­kvæmdum af stað og lætur borgin þess get­ið, í upp­lýs­inga­bæk­lingi um hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem sendur var inn á heim­ili borg­ar­búa á þriðju­dag, að hraði upp­bygg­ingar sé að nokkru leyti í höndum einka­að­ila, sem hafi meiri­hluta bygg­ing­ar­heim­ilda á sínum hönd­um.

Auglýsing

Hluti þess­ara upp­bygg­ing­ar­verk­efna er sagður í start­hol­un­um, en að sama skapi eru nokkur dæmi um að deiliskipu­lag á lóðum þar sem fram­kvæmdir voru ekki hafnar hafi verið sam­þykkt, jafn­vel árum sam­an, án þess að lóð­ar­hafar hafi ráð­ist í upp­bygg­ing­una sem fyr­ir­huguð er.

Rúmur helm­ingur á þremur nýjum upp­bygg­ing­ar­svæðum

Þær fyr­ir­hug­uðu íbúðir sem sam­þykktar höfðu verið í deiliskipu­lagi þann 1. októ­ber, eru flestar á þremur nýjum upp­bygg­ing­ar­svæðum í borg­inni; Voga­byggð, Skerja­firði og í nýjum áfanga Bryggju­hverf­is. Þetta eru sam­tals yfir 1.800 af þeim 3.109 íbúðum sem taldar eru upp fram í sam­taln­ingu borg­ar­inn­ar.

Sú nýja byggð sem teiknuð hefur verið upp í Skerjafirðinum. Mynd: Úr kynningarblaði Reykjavíkurborgar.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt borg­ar­innar eru flestar íbúð­irn­ar, alls 727, skipu­lagðar á því svæði sem kallað er Bryggju­hverfi III, eða sam­tals 210 íbúðir á tveimur reitum við Gjúka­bryggju og 517 íbúðir á öðrum reitum á því svæði.

Í Skerja­firði var svo í sumar sam­þykkt deiliskipu­lag fyrir alls 685 íbúð­ir, um helm­ingur undir íbúðir sem koma til með að fara á almennan markað en hinn helm­ing­ur­inn er á vegum hús­næð­is­fé­laga. Félags­stofnun stúd­enta, Bjarg íbúða­fé­lag og HOOS, sem ætla að byggja hag­kvæmt hús­næði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur, hafa þegar fengið vil­yrði fyrir lóðum í fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar­innar þar.

Í Voga­byggð, á reitum sem auð­kenndir eru með núm­er­unum I og II, eru svo sam­tals tæp­lega 400 íbúðir á deiliskipu­lagi sem ekki er enn búið að sækja um bygg­inga­leyfi fyr­ir, 254 í fjórum fyr­ir­hug­uðum fjöl­býl­is­húsum í Voga­byggð I og 142 í Voga­byggð II, en á því svæði eru nú þegar 620 íbúðir í bygg­ingu, sem er dágóður skerfur af þeim alls tæp­lega 2.698 sem borgin telur að hafi verið í bygg­ingu þann 1. októ­ber.

Stakir reitir innan um eldri byggð

Víða ann­ars­staðar í borg­inni er sam­þykkt deiliskipu­lag fyrir íbúða­upp­bygg­ingu í grónum hverf­um. Við Háa­leiti­braut/­Bol­holt er til dæmis heim­ild fyrir bygg­ingu 47 íbúða á sömu lóð og höf­uð­stöðvar Sjálf­stæð­is­flokks­ins standa á. Flokk­ur­inn er sjálfur lóð­ar­hafi og fékk þann 19. októ­ber úthlut­uðu bygg­ing­ar­leyfi fyrir stein­steypt fjöl­býl­is­hús sem á að vera á 4-6 hæðum með bíla­kjall­ara, alls um 7.300 fer­metr­ar.

Þá er heim­ild til þess að byggja 110 íbúðir í Sig­túni, á svoköll­uðum Blóma­vals­reit sem stendur fyrir aftan Grand Hót­el. Upp­bygg­ing­ar­á­formin þar eru á vegum Íslands­hót­ela. Deiliskipu­lagið fyrir lóð­ina var aug­lýst árið 2015 en síðan þá hefur verk­efnið lítið hreyfst.

Eins og Kjarn­inn sagði nýlega frá von­ast for­svars­menn Íslands­hót­ela eftir því að upp­bygg­ing á reitnum hefj­ist snemma á næsta ári, en það er háð því hvernig fjár­mögn­un­ar­ferl­inu vindur fram. Stefnan er að byrja á að byggja íbúðir á því svæði sem stendur fjærst Grand Hótel á reitn­um, en verkið er umfangs­mikið og verður unnið í áföng­um.

Á reit við Sjó­manna­skól­ann ætlar félagið Vaxt­ar­hús að reisa um 60 íbúð­ir, sem byggðar verða sem hag­kvæmt hús­næði fyrir fyrstu kaup­end­ur. Við Snorra­braut 54 stendur síðan til að byggja 40 nýjar íbúð­ir, en sú upp­bygg­ing er á vegum Reir Verk ehf., sem er lóð­ar­hafi. Þá liggur fyrir sam­þykkt deiliskipu­lag vegna bygg­ingar tveggja nýrra húsa með sam­tals 43 íbúðum á horni Lauga­vegar og Vatns­stígs.

Hús­næð­is­upp­bygg­ing í Reykja­vík­ur­borg hefur verið tölu­vert í umræð­unni upp á síðkastið og lík­legt er að svo verði áfram, þar sem borg­ar­yf­ir­völd hyggj­ast fara yfir stöð­una á árlegum kynn­ing­ar­fundi í Ráð­hús­inu á föstu­dag­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent