Tvö mál orðin að einu í Namibíu

Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.

Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Auglýsing

Dóm­ari við dóm­stól­inn í Wind­hoek, höf­uð­borg Namib­íu, ákvað fyrr í þessum mán­uði að saka­málin tvö, sem rekin hafa verið gegn ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum þar í landi vegna meintra mútu­greiðslna, svika, spill­ing­ar, pen­inga­þvættis og skattaund­an­skota í tengslum við kvóta­við­skipti Sam­herja í land­inu, verði rekin saman sem eitt mál fyrir dóm­stól­um.

Málin tvö sem nú hafa verið sam­einuð snúa að mestu að sömu ein­stak­ling­un­um, namibískum áhrifa­mönnum sem hafa flestir setið í gæslu­varð­haldi allt frá því málið kom upp á yfir­borðið í umfjöll­unum Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og fleiri miðla í nóv­em­ber 2019, sem unnar voru með aðkomu Wiki­Leaks, sem birti frum­gögn máls­ins.

Þau hafa verið kölluð Fischor-­málið og Fis­hrot-­mál­ið, í umfjöll­unum namibískra fjöl­miðla. Fis­hcor-­mál­ið snýr að þeim þætti máls­ins er varðar meinta mis­­­notkun namibískra stjórn­­­mála­­manna og ann­­arra ákærðra á aðstöðu sinni, til þess að hagn­­ast sjálfir á úthlutun afla­heim­ilda namibíska rík­is­ins.

Í Fis­hrot-­­mál­inu, sem einnig hefur verið kallað Nam­gom­ar-­málið, hefur hins vegar verið undir milli­­­ríkja­­samn­ingur sem gerður var á milli Namibíu og Angóla um hrossa­­makríl­kvóta. Rík­­is­sak­­sókn­­ari Namibíu hefur sagt samn­ing­inn svika­­myllu sem setta hafi verið upp með virkri þátt­­töku Sam­herja.

Engir Íslend­ingar né Sam­herj­a­fé­lög á meðal sak­born­inga

Í frétt á vef namibíska blaðs­ins Namibian sem birt­ist fyrir helgi segir að þeir tíu ein­stak­lingar auk alls 18 lög­að­ila sem bornir eru sökum í mál­inu, standi frammi fyrir 42 ákæru­lið­um.

Í ákæru­skjali sem Kjarn­inn hefur undir höndum má sjá að á meðal ákærðra ein­stak­linga og félaga í mál­inu eru ekki Íslend­ing­arnir þrír sem Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hefur sagt að hún ætli sér að ákæra, né heldur namibísku félögin sem þeir stýrðu fyrir hönd Sam­herja.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ar­inn hefur nýlega full­yrt að ekki sé loku fyrir það skotið að þáttur íslensku rík­is­borgar­anna verði tek­inn upp í öðrum rétt­ar­höldum síð­ar, en ekki hefur tek­ist að birta þeim ákæru vegna máls­ins.

Fram kemur í frétt Namibian að dóm­ari í mál­inu hafi veitt sak­born­ingum frest til 20. jan­úar 2022 til þess að und­ir­búa svör við löngum spurn­inga­lista sem sak­sókn­ari hefur lagt fyrir sak­born­ing­ana og því virð­ist ljóst að málið mun lítið hreyfast það sem eftir lifir árs.

Þriðju ára­mótin í gæslu­varð­haldi

Í umfjöllun Namibian um málið segir einnig frá því að búist sé við því að sak­born­ing­arnir í mál­inu, sem flestir hafa verið í gæslu­varð­haldi í hátt í tvö ár og eru að óbreyttu að fara að sitja sín þriðju ára­mót í röð á bak við lás og slá án þess að hafa verið fundnir sekir um glæp­ina sem þeim er gefið að sök að hafa framið, muni margir hverjir reyna að fá lausn gegn trygg­ingu.

Það mun eiga við um alls sjö af þeim tíu sem sitja í varð­haldi. Umsóknir þeirra um lausn gegn trygg­ingu verða teknar fyrir í nóv­em­ber­mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent