Tvö mál orðin að einu í Namibíu

Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.

Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Auglýsing

Dóm­ari við dóm­stól­inn í Wind­hoek, höf­uð­borg Namib­íu, ákvað fyrr í þessum mán­uði að saka­málin tvö, sem rekin hafa verið gegn ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum þar í landi vegna meintra mútu­greiðslna, svika, spill­ing­ar, pen­inga­þvættis og skattaund­an­skota í tengslum við kvóta­við­skipti Sam­herja í land­inu, verði rekin saman sem eitt mál fyrir dóm­stól­um.

Málin tvö sem nú hafa verið sam­einuð snúa að mestu að sömu ein­stak­ling­un­um, namibískum áhrifa­mönnum sem hafa flestir setið í gæslu­varð­haldi allt frá því málið kom upp á yfir­borðið í umfjöll­unum Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og fleiri miðla í nóv­em­ber 2019, sem unnar voru með aðkomu Wiki­Leaks, sem birti frum­gögn máls­ins.

Þau hafa verið kölluð Fischor-­málið og Fis­hrot-­mál­ið, í umfjöll­unum namibískra fjöl­miðla. Fis­hcor-­mál­ið snýr að þeim þætti máls­ins er varðar meinta mis­­­notkun namibískra stjórn­­­mála­­manna og ann­­arra ákærðra á aðstöðu sinni, til þess að hagn­­ast sjálfir á úthlutun afla­heim­ilda namibíska rík­is­ins.

Í Fis­hrot-­­mál­inu, sem einnig hefur verið kallað Nam­gom­ar-­málið, hefur hins vegar verið undir milli­­­ríkja­­samn­ingur sem gerður var á milli Namibíu og Angóla um hrossa­­makríl­kvóta. Rík­­is­sak­­sókn­­ari Namibíu hefur sagt samn­ing­inn svika­­myllu sem setta hafi verið upp með virkri þátt­­töku Sam­herja.

Engir Íslend­ingar né Sam­herj­a­fé­lög á meðal sak­born­inga

Í frétt á vef namibíska blaðs­ins Namibian sem birt­ist fyrir helgi segir að þeir tíu ein­stak­lingar auk alls 18 lög­að­ila sem bornir eru sökum í mál­inu, standi frammi fyrir 42 ákæru­lið­um.

Í ákæru­skjali sem Kjarn­inn hefur undir höndum má sjá að á meðal ákærðra ein­stak­linga og félaga í mál­inu eru ekki Íslend­ing­arnir þrír sem Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, hefur sagt að hún ætli sér að ákæra, né heldur namibísku félögin sem þeir stýrðu fyrir hönd Sam­herja.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ar­inn hefur nýlega full­yrt að ekki sé loku fyrir það skotið að þáttur íslensku rík­is­borgar­anna verði tek­inn upp í öðrum rétt­ar­höldum síð­ar, en ekki hefur tek­ist að birta þeim ákæru vegna máls­ins.

Fram kemur í frétt Namibian að dóm­ari í mál­inu hafi veitt sak­born­ingum frest til 20. jan­úar 2022 til þess að und­ir­búa svör við löngum spurn­inga­lista sem sak­sókn­ari hefur lagt fyrir sak­born­ing­ana og því virð­ist ljóst að málið mun lítið hreyfast það sem eftir lifir árs.

Þriðju ára­mótin í gæslu­varð­haldi

Í umfjöllun Namibian um málið segir einnig frá því að búist sé við því að sak­born­ing­arnir í mál­inu, sem flestir hafa verið í gæslu­varð­haldi í hátt í tvö ár og eru að óbreyttu að fara að sitja sín þriðju ára­mót í röð á bak við lás og slá án þess að hafa verið fundnir sekir um glæp­ina sem þeim er gefið að sök að hafa framið, muni margir hverjir reyna að fá lausn gegn trygg­ingu.

Það mun eiga við um alls sjö af þeim tíu sem sitja í varð­haldi. Umsóknir þeirra um lausn gegn trygg­ingu verða teknar fyrir í nóv­em­ber­mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent