Meirihluti stjórnar Eflingar hvetur Guðmund til að segja af sér

Dramatíkin í Eflingu heldur áfram. Ellefu stjórnarmenn í félaginu hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna Guðmund Baldursson, félaga þeirra í stjórninni, harðlega.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Allir eft­ir­stand­andi með­limir stjórnar Efl­ingar nema þrír, alls ell­efu manns, hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau hvetja Guð­mund Bald­urs­son stjórn­ar­mann til að segja af sér stjórn­ar­mennsku. Þau hvetja hann auk þess til að „láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Guð­mundur sendi sjálfur frá sér yfir­lýs­ingu fyrr í dag þar sem hann sagði að Sól­­veig Anna Jóns­dóttir frá­­far­andi for­­maður Efl­ingar hafi „haldið lyk­il­­upp­­lýs­ingum leyndum frá stjórn­­inni til að hylma yfir van­líðan starfs­­fólks á skrif­­stofu Efl­ing­­ar“ með því að neita að kynna fyrir stjórn­­inni starfs­loka­­samn­ing við fyrr­ver­andi skrif­­stofu­­stjóra Efl­ingar í upp­­hafi þessa árs.

Bæði Sól­veig Anna og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, hafa til­kynnt upp­sagnir sínar vegna máls­ins. Guð­mundur hefur einnig hvatt vara­for­mann Efl­ing­ar, Agnieszku Ewu Ziółkowska, til að segja af sér. 

Hröð atburða­rás síð­ustu daga

Það logar allt í ill­deilum innan Efl­ing­ar, sem er næst stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, sem stend­ur. For­­saga máls­ins er sú að í júní sam­­þykktu starfs­­menn Efl­ingar ályktun sem hefur ekki verið birt opin­ber­­lega. Í henni voru stjórn­­endur stétt­­ar­­fé­lags­ins gagn­rýndir með ýmsum hætti fyrir fram­komu sína gagn­vart starfs­­fólki. Trún­­að­­ar­­menn starfs­­manna und­ir­­rit­uðu álykt­un­ina og hún var sett fram fyrir hönd starfs­­manna. 

Auglýsing
Á fimmt­u­dag birti RÚV svo við­­tal við Guð­­mund Bald­­ur­s­­son þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að fá álykt­un­ina afhenta og að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­­fólki. Tal­aði hann meðal ann­­ars um að starfs­­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­­ar­­stjórn.“

Vegna þessa ávarp­aði Sól­­veig Anna starfs­­menn á föst­u­­dags­morgun og bað þá um að draga til baka álykt­un­ina. Ef þeir myndu ekki gera það myndi hún segja af sér. 

Þeir gerðu það ekki heldur sendu frá sér aðra ályktun þar sem kom fram að þeir töldu ósann­­gjarnt að stjórn­­endur veltu ábyrgð á inn­­an­hús­­málum yfir á sig.

Í kjöl­farið sagði Sól­veig Anna af sér.

Mót­mæla orðum Guð­mundar

Í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­mann­anna ell­efu sem send var út í kvöld segir að trún­að­ar­menn starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ingar hafi aldrei lagt fram við stjórn félags­ins ályktun sína frá því í júní á þessu ári. „Við teljum eðli­legt að fjalla um mál séu þau lögð fyrir stjórn, en ekki að ein­stakir stjórn­ar­menn krefj­ist umfjöll­unar um mál sem varða starfs­menn og fram­lagn­ingar gagna þeim tengd án þess að aðilar máls hafi óskað þess. Slík vinnu­brögð eru að okkar mati ekki eðli­leg heldur ofríki. Guð­mundur Bald­urs­son er frjáls að sínum skoð­unum á því hvað hann vill að stjórn félags­ins hlut­ist til um, en hann er þó bund­inn af lýð­ræð­is­legu meiri­hluta­sam­þykki varð­andi ákvarð­anir stjórnar rétt eins og aðrir stjórn­ar­menn. Að sama skapi er lítið við því að gera þótt kröfur Guð­mundar til ASÍ og SGS um íhlutun þess­ara sam­banda í störf stjórnar Efl­ingar hafi reynst til­hæfu­laus­ar. Það stoðar lítt fyrir hann að barma sér yfir því í fjöl­miðl­u­m.“

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn mót­mælir því sem þau kalla niðr­andi orðum Guð­mundar um kynn­ingu mannauðs­stjóra á stjórn­ar­fundi í sum­ar. „Sú kynn­ing var vönduð og til marks um gott starf í þeim málum á skrif­stof­unni. Við höfum á síð­ustu árum oft fengið kynn­ingar frá stjórn­endum vinnu­stað­ar­ins þar sem óskað hefur verið eftir stuðn­ingi og sam­þykki okkar fyrir ýmsum umbótum í starfs­manna­mál­um. Dæmi um slíkt eru stytt­ing vinnu­vik­unnar í tvígang, ráðn­ing mannauðs­stjóra, smíði starfs­manna­stefnu og starfs­manna­hand­bók­ar, mán­að­ar­legar starfs­á­nægjukann­an­ir, kosn­ing trún­að­ar­manna sem var óheimil í tíð fyrri for­manns, mán­að­ar­legir starfs­manna­fundir og reglu­leg starfs­manna­sam­töl. Við höfum ávallt stutt og sam­þykkt slíkar umbætur enda hefur okkur sýnst vel að þeim staðið og viljum allt hið besta fyrir starfs­fólk Efl­ing­ar.“

Ásaka Guð­mund um klofn­ings­til­burði

Þau segj­ast líka mót­mæla fram­göngu Guð­mundar á opin­berum vett­vangi þar sem hann vísi meðal ann­ars í umræður á stjórn­ar­fund­um, sem sé trún­að­ar­brestur við stjórn félags­ins.

„Guð­mundar hefur áður ófrægt okk­ur, félaga sína í stjórn félags­ins, á opin­berum vett­vangi með ásök­unum um við berum hag félags­manna ekki fyrir brjósti. Guð­mundur hefur gengið svo langt að kenna stjórn Efl­ingar um það að hóp­bif­reiða­stjórar hafi mætt illa á fund sem starfs­fólk félags­ins varði mik­illi orku í að halda að ósk hans. Guð­mundur mætti sjálfur ekki á þann fund, ekki frekar en aðra fundi með félags­mönnum Efl­ingar þar sem hann hefur iðu­lega verið fjar­ver­and­i.“

Að lokum segja þau að Guð­mundur hafi  lýst yfir þeirri skoðun sinni að hags­munum félags­manna Efl­ingar sé betur borgið með því að kljúfa sig út úr félag­inu. „Hann hefur lýst yfir ásetn­ingi um að beita sér fyrir stofnun klofn­ings­fé­lags í þessum til­gangi. Hann hefur haft þessi ummæli í frammi í opnum hópum á sam­fé­lags­miðlum þar sem full­trúar atvinnu­rek­enda fjölda Efl­ing­ar­fé­laga eru með­lim­ir. Að okkar mati þarf ekki að fjöl­yrða frekar um holl­ustu Guð­mundar við Efl­ingu og félags­menn Efl­ing­ar. Við hvetjum Guð­mund til að segja sig úr stjórn Efl­ingar og láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­a: 

Agnieszka Ewa Ziółkowska

Ólöf Helga Adolfs­dóttir

Eva Ágústs­dóttir

Dan­íel Örn Arn­ars­son

Felix Kofi Adja­hoe

Inn­ocentia Fiati

Kol­brún Valv­es­dóttir

Mich­ael Bragi Whalley

Stefán E. Sig­urðs­son

Zsófía Sid­lovits

Jóna Sveins­dóttir

Þeir stjórn­ar­menn sem skrifa ekki undir hana, auk Guð­mund­ar, eru:

Úlfar Snæ­björn Magn­ús­son

Saviour De-Graft Amet­efio

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent