Meirihluti stjórnar Eflingar hvetur Guðmund til að segja af sér

Dramatíkin í Eflingu heldur áfram. Ellefu stjórnarmenn í félaginu hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna Guðmund Baldursson, félaga þeirra í stjórninni, harðlega.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Allir eft­ir­stand­andi með­limir stjórnar Efl­ingar nema þrír, alls ell­efu manns, hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau hvetja Guð­mund Bald­urs­son stjórn­ar­mann til að segja af sér stjórn­ar­mennsku. Þau hvetja hann auk þess til að „láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Guð­mundur sendi sjálfur frá sér yfir­lýs­ingu fyrr í dag þar sem hann sagði að Sól­­veig Anna Jóns­dóttir frá­­far­andi for­­maður Efl­ingar hafi „haldið lyk­il­­upp­­lýs­ingum leyndum frá stjórn­­inni til að hylma yfir van­líðan starfs­­fólks á skrif­­stofu Efl­ing­­ar“ með því að neita að kynna fyrir stjórn­­inni starfs­loka­­samn­ing við fyrr­ver­andi skrif­­stofu­­stjóra Efl­ingar í upp­­hafi þessa árs.

Bæði Sól­veig Anna og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, hafa til­kynnt upp­sagnir sínar vegna máls­ins. Guð­mundur hefur einnig hvatt vara­for­mann Efl­ing­ar, Agnieszku Ewu Ziółkowska, til að segja af sér. 

Hröð atburða­rás síð­ustu daga

Það logar allt í ill­deilum innan Efl­ing­ar, sem er næst stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, sem stend­ur. For­­saga máls­ins er sú að í júní sam­­þykktu starfs­­menn Efl­ingar ályktun sem hefur ekki verið birt opin­ber­­lega. Í henni voru stjórn­­endur stétt­­ar­­fé­lags­ins gagn­rýndir með ýmsum hætti fyrir fram­komu sína gagn­vart starfs­­fólki. Trún­­að­­ar­­menn starfs­­manna und­ir­­rit­uðu álykt­un­ina og hún var sett fram fyrir hönd starfs­­manna. 

Auglýsing
Á fimmt­u­dag birti RÚV svo við­­tal við Guð­­mund Bald­­ur­s­­son þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að fá álykt­un­ina afhenta og að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­­fólki. Tal­aði hann meðal ann­­ars um að starfs­­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­­ar­­stjórn.“

Vegna þessa ávarp­aði Sól­­veig Anna starfs­­menn á föst­u­­dags­morgun og bað þá um að draga til baka álykt­un­ina. Ef þeir myndu ekki gera það myndi hún segja af sér. 

Þeir gerðu það ekki heldur sendu frá sér aðra ályktun þar sem kom fram að þeir töldu ósann­­gjarnt að stjórn­­endur veltu ábyrgð á inn­­an­hús­­málum yfir á sig.

Í kjöl­farið sagði Sól­veig Anna af sér.

Mót­mæla orðum Guð­mundar

Í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­mann­anna ell­efu sem send var út í kvöld segir að trún­að­ar­menn starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ingar hafi aldrei lagt fram við stjórn félags­ins ályktun sína frá því í júní á þessu ári. „Við teljum eðli­legt að fjalla um mál séu þau lögð fyrir stjórn, en ekki að ein­stakir stjórn­ar­menn krefj­ist umfjöll­unar um mál sem varða starfs­menn og fram­lagn­ingar gagna þeim tengd án þess að aðilar máls hafi óskað þess. Slík vinnu­brögð eru að okkar mati ekki eðli­leg heldur ofríki. Guð­mundur Bald­urs­son er frjáls að sínum skoð­unum á því hvað hann vill að stjórn félags­ins hlut­ist til um, en hann er þó bund­inn af lýð­ræð­is­legu meiri­hluta­sam­þykki varð­andi ákvarð­anir stjórnar rétt eins og aðrir stjórn­ar­menn. Að sama skapi er lítið við því að gera þótt kröfur Guð­mundar til ASÍ og SGS um íhlutun þess­ara sam­banda í störf stjórnar Efl­ingar hafi reynst til­hæfu­laus­ar. Það stoðar lítt fyrir hann að barma sér yfir því í fjöl­miðl­u­m.“

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn mót­mælir því sem þau kalla niðr­andi orðum Guð­mundar um kynn­ingu mannauðs­stjóra á stjórn­ar­fundi í sum­ar. „Sú kynn­ing var vönduð og til marks um gott starf í þeim málum á skrif­stof­unni. Við höfum á síð­ustu árum oft fengið kynn­ingar frá stjórn­endum vinnu­stað­ar­ins þar sem óskað hefur verið eftir stuðn­ingi og sam­þykki okkar fyrir ýmsum umbótum í starfs­manna­mál­um. Dæmi um slíkt eru stytt­ing vinnu­vik­unnar í tvígang, ráðn­ing mannauðs­stjóra, smíði starfs­manna­stefnu og starfs­manna­hand­bók­ar, mán­að­ar­legar starfs­á­nægjukann­an­ir, kosn­ing trún­að­ar­manna sem var óheimil í tíð fyrri for­manns, mán­að­ar­legir starfs­manna­fundir og reglu­leg starfs­manna­sam­töl. Við höfum ávallt stutt og sam­þykkt slíkar umbætur enda hefur okkur sýnst vel að þeim staðið og viljum allt hið besta fyrir starfs­fólk Efl­ing­ar.“

Ásaka Guð­mund um klofn­ings­til­burði

Þau segj­ast líka mót­mæla fram­göngu Guð­mundar á opin­berum vett­vangi þar sem hann vísi meðal ann­ars í umræður á stjórn­ar­fund­um, sem sé trún­að­ar­brestur við stjórn félags­ins.

„Guð­mundar hefur áður ófrægt okk­ur, félaga sína í stjórn félags­ins, á opin­berum vett­vangi með ásök­unum um við berum hag félags­manna ekki fyrir brjósti. Guð­mundur hefur gengið svo langt að kenna stjórn Efl­ingar um það að hóp­bif­reiða­stjórar hafi mætt illa á fund sem starfs­fólk félags­ins varði mik­illi orku í að halda að ósk hans. Guð­mundur mætti sjálfur ekki á þann fund, ekki frekar en aðra fundi með félags­mönnum Efl­ingar þar sem hann hefur iðu­lega verið fjar­ver­and­i.“

Að lokum segja þau að Guð­mundur hafi  lýst yfir þeirri skoðun sinni að hags­munum félags­manna Efl­ingar sé betur borgið með því að kljúfa sig út úr félag­inu. „Hann hefur lýst yfir ásetn­ingi um að beita sér fyrir stofnun klofn­ings­fé­lags í þessum til­gangi. Hann hefur haft þessi ummæli í frammi í opnum hópum á sam­fé­lags­miðlum þar sem full­trúar atvinnu­rek­enda fjölda Efl­ing­ar­fé­laga eru með­lim­ir. Að okkar mati þarf ekki að fjöl­yrða frekar um holl­ustu Guð­mundar við Efl­ingu og félags­menn Efl­ing­ar. Við hvetjum Guð­mund til að segja sig úr stjórn Efl­ingar og láta verða af hug­myndum sínum um stofnun nýs klofn­ings­-­stétt­ar­fé­lags.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­a: 

Agnieszka Ewa Ziółkowska

Ólöf Helga Adolfs­dóttir

Eva Ágústs­dóttir

Dan­íel Örn Arn­ars­son

Felix Kofi Adja­hoe

Inn­ocentia Fiati

Kol­brún Valv­es­dóttir

Mich­ael Bragi Whalley

Stefán E. Sig­urðs­son

Zsófía Sid­lovits

Jóna Sveins­dóttir

Þeir stjórn­ar­menn sem skrifa ekki undir hana, auk Guð­mund­ar, eru:

Úlfar Snæ­björn Magn­ús­son

Saviour De-Graft Amet­efio

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent