Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald

Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Auglýsing

Sex stjórn­mála­flokkar vilja hækka kolefn­is­gjald, sem til að mynda er lagt á inn­flutt bensín og olíu, til þess að stemma stigu við losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en tveir flokkar vilja ekki hækka gjald­ið. Þetta kom fram í nýjasta þætti Hvað getum við gert? á RÚV en í þætt­inum voru fram­bjóð­endur stjórn­mála­flokka spurðir um afstöðu flokks­ins til kolefn­is­gjalds.

Að mati þátta­stjórn­enda var svar eins flokks ekki nógu skýrt og því óvíst hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji hækka kolefn­is­gjald eða ekki.

Þau sem vilja hækka kolefn­is­gjaldið

Fram­bjóð­endur sem komu fram fyrir hönd Við­reisn­ar, Pírata, Vinstri Grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­innar og Sós­í­alista­flokks­ins sögð­ust vilja hækka kolefn­is­gjald.

Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son frá Við­reisn sagði mik­il­vægt að kolefn­is­gjaldið lendi ekki harð­ast á þeim sem lægstar hafa tekj­urnar og að gjaldið mis­muni ekki fólki eftir búsetu. Eva Dögg Dav­íðs­dóttir frá Vinstri grænum tók í sama streng og benti á að kolefn­is­gjald hefði verið hækkað þrisvar á kjör­tíma­bil­inu en það hefði verið skýr áhersla flokks­ins í stjórn­ar­sam­starf­inu. Þá sagði Andrés Ingi Jóns­son frá Pírötum að kolefn­is­gjaldið ætti að leggj­ast á fleiri teg­undir meng­un­ar, til dæmis á stór­iðju, til að end­ur­spegla raun­veru­legan kostnað meng­un­ar­inn­ar.

Ásmundur Einar Daða­son, full­trúi Fram­sókn­ar, sagði flokk­inn fylgj­andi hækkun kolefn­is­gjalds og að hann vildi setja á lagg­irnar sér­stakt lofts­lags­ráðu­neyti. Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir frá Sam­fylk­ing­unni sagði blöndu grænna íviln­ana og kolefn­is­gjalda, sem flokk­ur­inn vill hækka, vera góða og nauð­syn­lega. Katrín Bald­urs­dótt­ir, full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, sagði að hækka þyrfti kolefn­is­gjald sem og að taka völdin af stór­fyr­ir­tækjum sem ekki væri hægt að stoppa í kap­ít­al­ísku efna­hags­kerfi.

Þau sem ekki vilja hækka gjaldið

Líkt og áður segir vilja tveir flokkar ekki hækka kolefn­is­gjald­ið, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn. Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir frá Flokki fólks­ins sagði að ekki væri hægt að rétt­læta það að velta ábyrgð og kostn­aði af losun yfir á almenn­ing vegna þess að útblástur frá bíla­um­ferð væri svo lít­ill hluti los­un­ar. Hún sagði það ekki á færi allra að kaupa raf­magns­bíla og því myndi hækkað kolefn­is­gjald fyrst og fremst falla á þá sem minna hafa á milli hand­anna.

Karl Gauti Hjalta­son frá Mið­flokki tók í sama streng og sagði að frekar ætti að lækka kolefn­is­gjald heldur en að hækka það.

Þau sem ekki eru skýr

Líkt og áður segir mátu þátta­stjórn­endur svör Sjálf­stæð­is­flokks­ins ekki nógu skýr. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir sem mætti í þátt­inn fyrir hönd flokks­ins sagði að vandi við skatta væri sá að þeir fjár­munir sem eru inn­heimtir með skatt­heimtu yrðu ekki nýttir tvisvar. Atvinnu­lífið þyrfti að vera með í veg­ferð­inni og vilji til þess væri þar til stað­ar. Aftur á móti þyrfti atvinnu­lífið að hafa svig­rúm til að fjár­festa í nýrri tækni. Hún sagði að fólki og fyr­ir­tækjum hefðu verið gert gert kleift að skipta yfir í orku­vænni kosti en að þá þyrftu þeir kostir að vera til staðar sem og næg raf­orka til þess að hægt sé að fjár­festa í þeim kost­um.

Í áherslum flokks­ins í orku- og lofts­lags­málum er það ekki sér­stak­lega nefnt hvort hækka eigi kolefn­is­gjald eða lækka en þar segir meðal ann­ars að grænir skattar eigi ekki að hafa það mark­mið að auka tekjur hins opin­bera. Grænir skattar eigi að vera tíma­bundið úrræði sem hættir að skapa tekjur þegar kolefn­is­hlut­leysi hefur verið náð. Það er nokkurn veg­inn í takt við til­gang kolefn­is­gjalds­ins í dag.

Einn flokkur sem er í fram­boði var ekki með í þætt­inum en það var Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Í mál­efna­skrá flokks­ins sem finna má á heima­síðu hans er kolefn­is­gjald hvergi nefnt sér­stak­lega. Þar eru segir aftur að Íslend­ingar þurfi að bretta upp ermar í því verk­efni að skipta út bensín og dísil bílum fyrir raf­mangs­bíla.

Kolefn­is­gjald geti dregið úr notkun jarð­efna­elds­neytis

Kolefn­is­gjald er ein þeirra aðgerða sem finna má í aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, undir kafl­anum „Hvatar til umskipta“ en kolefn­is­gjaldi er ætlað að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Í umfjöllun um kolefn­is­gjald á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að það sé lagt á gas- og dísilol­íu, bens­ín, brennslu­olíu og jarð­ol­íu­gas og annað loft­kennt vetniskolefni og að það taki heild­stætt á losun kolefnis frá jarð­efna­elds­neyti, bæði frá sam­göngum og öðrum upp­sprett­um.

Þar segir einnig að grein­ing Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands bendi til þess að hægt sé að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis með því að leggja gjald á kolefni. „Gjaldið verður til þess að heim­ilin nota 1-2% minna af bens­íni og olíu en ella. Hjá fyr­ir­tækjum minnkar olíu­notkun að jafn­aði um 0,3% þegar olíu­verð hækkar um 1%,“ segir á vef stjórn­ar­ráðs­ins um nið­ur­stöður grein­ing­ar­inn­ar.

Losun frá vega­sam­göngum tvö­fald­ast frá 1990

Í lögum um umhverfis og auð­linda­skatta er fjár­hæð kolefn­is­gjalds­ins til­greind. Á hvern lítra af gas- og dísilolíu er kolefn­is­gjaldið 11,75 krón­ur, það er 10,25 krónur á hvern lítra af bens­íni, 14,45 krónur á hvert kíló­gramm af brennslu­olíu og 12,85 krónur á hvert kíló­gramm af jarð­ol­íugasi og öðru loft­kenndu kol­vatns­efni.

Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum sem birtar eru á vef stjórn­ar­ráðs­ins voru tekjur rík­is­sjóðs af kolefn­is­gjaldi tæpir 5,4 millj­arðar árið 2019. Ári fyrr voru tekj­urnar rúmir 5,3 millj­arðar og hækk­uðu mikið á frá árinu þar á undan en í upp­hafi árs 2018 var kolefn­is­gjaldið hækkað um 50 pró­sent. Líkt og áður segir er kolefn­is­gjaldið hugsað til þess að draga úr notkun fremur en að vera tól til tekju­öfl­un­ar. Þar af leið­andi er eðli­legt að tekjur rík­is­sjóðs af kolefn­is­gjaldi hækki ekki línu­lega í takt við upp­hæð gjalds­ins.

Helsta upp­spretta los­unar sem er á beinni ábyrgð Íslands er frá vega­sam­göng­um. Sam­kvæmt tölum Umhverf­is­stofn­unar frá því fyrr á þessu ári var hlut­fall hennar þriðj­ungur af heild­ar­losun sem fellur á beina ábyrgð Íslands árið 2019. Losun frá vega­sam­göngum dróst saman um 19 kílótonn frá fyrra ári sem gerir um tvö pró­sent sam­drátt. Árin þar á undan hafði losun frá vega­sam­göngum auk­ist ár frá ári en á milli áranna 1990 og 2019 tvö­fald­að­ist losun frá vega­sam­göngum hér á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent