Mjótt á munum í Grikklandi - Ráðherra sker frekar af sér hendina en að kjósa „já“

h_52031600-1.jpg
Auglýsing

Skoð­ana­kann­anir í Grikk­landi benda til að afar mjótt sé á munum milli Já- og Nei-­stuðn­ings­hreyf­inga í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni sem hald­inn verður næst­kom­andi sunnu­dag. Jafn­vel þótt bæði staðan og samn­ingar við kröfu­hafa hafi breyst frá því Alexis Tsipras for­sæt­is­ráð­herra boð­aði til atkvæða­greiðsl­unn­ar, þá munu Grikkir kjósa um hvort þeir vilji ganga að sam­komu­lagi við kröfu­hafa gríska rík­is­ins eftir þrjá daga. Í nýrri skoð­ana­könnun mælist stuðn­ingur við sam­komu­lagið 47 pró­sent. Um 43 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa „nei“ og er stærstur hluti Nei-liða stuðn­ings­fólk Syr­iza, stjórn­mála­flokks Tsipras. Vik­mörk könn­un­ar­innar eru 3,1 pró­sent og því erfitt að túlka með vissu hvor hreyf­ing­in nýtur meiri stuðn­ings, þremur dögum fyrir atkvæða­greiðsl­una. Báðar hafa boðað til mik­illa mót­mæla í dag.

Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra í grísku rík­is­stjórn­inni, var harð­orður í við­tali við frétta­stofu Bloomberg í morgun og sagði hann myndi frekar skera af sér hend­ina heldur en að skrifa undir sam­komu­lag við kröfu­hafa sem gerir gríska rík­inu ókleift að end­ur­skipu­leggja skulda­stöð­una. Hann sagð­ist myndu segja af sér ef gríska þjóðin kýs „Já“ í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni.

Auglýsing


Mikið er undir á sunnu­dag­inn fyrir rík­is­stjórn Tsipras sem gæti fallið verði sam­þykkt samn­inga við kröfu­hafa nið­ur­stað­an. Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins hafa sagt með skýrum hætti að í raun kjósi Grikkir um áfram­hald­andi veru í evru­sam­starf­inu. Vonir Varoufa­kis eru þó þær að Grikkir kjósi „nei“ og að Grikk­land haldi evr­unni áfram, að því er hann sagði í við­tal­inu við Bloomberg.Bankar í Grikk­landi hafa verið lok­aðir alla vik­una og geta Grikkir ekki tekið hærri fjár­hæð en 60 evr­ur, ríf­lega átta þús­und krón­ur, úr hrað­bönkum á dag. Óvissa um fram­haldið hefur leitt til óvenju­legra aðstæðna í land­inu, svo ekki sé meira sagt, þar sem langar biðraðir mynd­ast við hrað­banka og bæði laun­þegar og atvinnu­rek­endur vita ekk­ert um fram­hald mála.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None