Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's telur að draga muni verulega úr umsvifum í olíu- og gasiðnaði á næstunni og verð á olíu muni haldast lágt fram á næsta ár. Verð á tunnu af hráolíu (crude oil) hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum en það er nú um 50 Bandaríkjadalir en var nærri 110 dölum fyrir um ári síðan. Töluverð hækkun varð samt á olíuverði á mörkuðum í dag, eftir að tölur bárust um minnkandi framleiðslu, nokkuð óvænt að sögn CNBC. Sé horft yfir árstímabil nemur lækkunin nærri 60 prósentum.
More @CBCNews: #Oil jumps by 4% as inventories drop. Up $2.50 US, trading above $47 a barrel. http://t.co/JnbXkfQdkh pic.twitter.com/y9my0CVk6D
— CBC News Alerts (@CBCAlerts) September 16, 2015
Norðmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mál, enda hagkerfi landsins háð olíuiðnaði að miklu leyti. Samtals er talið að 136 þúsund störf í Noregi séu með einhverjum hætti tengd olíu-klasanum, þar á meðal eru 22 þúsund störf sem tengjast borunum og frumvinnslu á olíu beint. Á vef viðskiptamiðilsins Dagens Næringsliv segir að fyrirtæki í Noregi þurfi að búa sig undir langt tímabil þar sem verð getur haldist í lægstu lægðum.