„Mun hæstvirtur forsætisráðherra fara fram á að innviðaráðherra segi af sér?“

Þingmaður Pírata sagði ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um framkvæmdastjóra BÍ vera rasísk, niðrandi, særandi og áreitni. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún myndi fara fram á afsögn. Forsætisráðherra sagði innviðaráðherra hafa beðist afsökunar.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að því í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag hvort hún myndi fara fram á að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, segði af sér ráð­herra­emb­ætt­i. 

Til­efnið voru fréttir sem sagðar voru um helg­ina um ummæli Sig­urðar um Vig­­dísi Häsler, fram­­kvæmda­­stjóri Bænda­­sam­­taka Íslands, en þar var hann sagður hafa vísað til Vig­dísar sem „hinnar svörtu“ í sam­kvæmi á fimmtu­dags­kvöld. 

„Um­mælin sem um ræðir voru rasísk, þau voru niðr­andi og þau voru sær­and­i,“ sagði Hall­dóra og sagði þau telj­ast áreitni í skiln­ingi laga um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa. Því féllu þau undir bann við mis­munun sam­kvæmt lög­um. Hún vildi í því ljósi spyrja Katrínu hvernig hún teldi að rík­is­stjórnin ætti að axla ábyrgð á ummælum inn­við­a­ráð­herra. „Mun hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra. og ráð­herra jafn­rétt­is­mála, fara fram á að inn­við­a­ráð­herra segi af sér?“

Sig­urður Ingi birti stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag þar sem hann baðst afsök­unar á ummæl­un­um. Katrín vitn­aði til þess í svari sínu og sagði afsök­un­ar­beiðn­ina end­ur­spegla þá afstöðu Sig­urðar Inga að ummælin hefðu verið röng og að þau hefðu ekki átt að falla, enda óásætt­an­leg með öllu. „Við gerum þá kröfu í íslensku sam­fé­lagi að öllum sé sýnd virð­ing í hví­vetna og að á ráð­herrum í rík­is­stjórn hvíli rík­ari krafa og að undir henni eigum við ráð­herrar að standa. Þegar mönnum verður á og þeir gera mis­tök skiptir hins vegar máli að þeir stigi fram og biðj­ist afsök­unar með skýrum hætti sem inn­við­a­ráð­herra hefur gert og það skiptir máli.“

„Það er hennar að draga lín­una í sand­inn“

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði Katrínu auð­vitað ekki bera ábyrgð á orðum eða gjörðum ann­arra ráð­herra innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „En sem leið­togi rík­is­stjórn­ar­innar ber hún ábyrgð á því að vera leið­andi í þeim sam­fé­lags­breyt­ingum sem hún sjálf boð­ar. Það er hennar að draga lín­una í sand­inn. Ef hún ætlar að verða kyndil­beri jafn­réttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregð­ast við á ein­hvern hátt þegar ráð­herra í hennar eigin rík­is­stjórn verður upp­vís að fram­komu sem brýtur í bága við allt sem hún seg­ist standa fyr­ir. Að minnsta kosti þegar það hentar henn­i.“

Auglýsing
Halldóra spurði því Katrínu um hversu alvara henni væri með að upp­ræta mis­mun­um? „Þegar í harð­bakk­ann slær, hvar stendur hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra? Er nóg að biðj­ast bara afsök­unar á lög­broti? Eru það skila­boðin inn í fram­tíð­ina? Að ef að ráð­herra brýtur lög, eða sýnir hegðun sem er á skjön við skila­boð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er á skjön við þá hegðun sem rík­is­stjórnin fer fram á að borg­arar lands­ins sýni, er þá nóg að segja bara; afsak­ið, þetta voru mis­tök.“

Katrín sagð­ist standa nákvæm­lega þar sem hún hefði staðið hingað til og stæði þar áfram. „Það liggur algjör­lega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásætt­an­leg og ég rengi ekki orð fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna í þeim mefn­um. En við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsök­un­ar, eins og hæst­virtur inn­við­a­ráð­herra hefur gert með mjög skýrum hætt­i.“

Baðst afsök­unar á óvið­ur­kvæmi­legum orðum

Í stöð­u­­upp­­­færsl­unni sem Sig­­urður Ingi birti í dag sagði að hann væri alinn upp við það og það væri hans lífs­­skoðun að allir væru jafn­­­ir. „Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðr­­um. Það þykir mér mið­­ur. Í kvöld­verð­­ar­­boði  Fram­­sóknar fyrir full­­trúa á Bún­­að­­ar­­þingi síð­­ast­liðið fimmt­u­­dags­­kvöld, lét ég óvið­­ur­­kvæmi­­leg orð falla í garð fram­­kvæmda­­stjóra Bænda­­sam­tak­anna. Á þeim orðum biðst ég inn­i­­legrar afsök­un­­ar. Í líf­inu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lær­­dómur bitni á til­­f­inn­ingum ann­­arra.“

Áður hafði Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, aðstoð­­­ar­­­maður Sig­­­urðar Inga, vís­að því á bug í sam­tali við DV að ráð­herra hefði notað það orða­lag sem hann hefur nú beðist afsök­unar á. Hann hefði þess í stað sagt að hann vildi ekki halda halda á Sjálf­­­stæð­is­­­manni eftir að sú hug­­­mynd kom upp að hann og fleiri héldu á Vig­­­dísi í eins­­­konar „planka“ fyrir mynda­­­töku.

Vig­­dís birti stöð­u­­upp­­­færslu fyrr í dag þar sem hún sagði að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­­fólk Bænda­­­sam­tak­anna. Hún sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­ast niður og skrifa yfir­­lýs­ingu af þessu tagi. „Að­stoð­ar­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­ari mynda­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­dómar eru gríð­ar­legt sam­fé­lags­mein og grass­era á öllum stigum sam­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­linga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent