„Mun skera land okkar í sundur“

Bændur á Egilsstaðabúinu og Egilsstöðum II gera ýmsar athugasemdir við þá leið sem Vegagerðin vill fara með veg að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Vegurinn myndi fara um jarðir þeirra og setja búrekstur í uppnám.

Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
Auglýsing

Aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar á veg­línu til og frá ganga­munnum áform­aðra Fjarð­ar­heið­ar­ganga í Hér­aði, svokölluð suð­ur­leið, myndi liggja í gegnum land fjög­urra bújarða, m.a. Egils­staða I og II. Fyrr­nefndi bær­inn er oft­ast kall­aður Egils­staða­búið og hefur verið í eigu sömu fjöl­skyld­unnar í 133 ár. Ábú­endur beggja bæj­anna eru meðal þeirra sem skil­uðu athuga­semdum við umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar á þeim kostum sem hún dregur upp varð­andi nýjar veg­línur að göng­un­um.

Auglýsing

Gera þeir m.a. athuga­semdir við hversu lítið sé fjallað um áhrif á land­bún­að­ar­land í skýrsl­unni. „Á tímum sem nú á mat­væla­fram­leiðsla heims­ins undir högg að sækja og ein stærsta áskorun mann­kyns er að tryggja fæðu­ör­yggi heims­ins,“ skrifar Her­dís Magna Gunn­ars­dóttir fyrir hönd ábú­enda Egils­staða­bús­ins. Erlendis þar sem þrengra er um land hafi yfir­völd lagt áherslu á að vernda land­bún­að­ar­land. Síð­ustu ár hafi íslensk stjórn­völd einnig lagt aukna áherslu á verndun land­bún­að­ar­lands og í tíð Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar í stóli land­bún­að­ar­ráð­herra var gef­inn út grunnur að land­bún­að­ar­stefnu sem ber heitið Ræktum Ísland. „Land­bún­að­ar­land, vel fallið til rækt­unar mat­væla og fóð­urs, er verð­mæt auð­lind og skal almennt ekki ráð­stafa þessu landi til ann­arra nota með óaft­ur­kræfum hætt­i,“ segir m.a. í stefn­unni. „Sam­keppni um land má ekki verða til þess að land­bún­að­ar­landi sé fórnað til annarra nota en rækt­un­ar.“

Valkostir sem Vegagerðin leggur fram í veglínu að Fjarðarheiðargöngum. Bláa línan er suðurleið, sú gula norðurleið og sú rauðleita (punktalína) miðleið. Mynd: Umhverfismatsskýrsla

Þá er í stefn­unni minnt á mark­mið jarða­laga um að stuðla að fjöl­breyttum og sam­keppn­is­hæfum land­bún­aði, nátt­úru­vernd og við­haldi og þróun byggð­ar. „Tryggja skal svo sem kostur er að land er vel fallið til búvöru­fram­leiðslu sé varð­veitt til slíkra nota og að fæðu­ör­yggi sé tryggt til fram­tíð­ar.“

Egils­staða­búið hefur verið í eigu og rekstri sömu fjöl­skyldu í 133 ár en land undir þétt­býlið var fyrir 75 árum tekið eign­ar­námi úr jörð­inni. „Saga bús­ins er því sam­ofin sögu Egils­staða­þétt­býl­is­ins,“ skrifar Her­dís Magna í umsögn ábú­end­anna. Búið þyki setja skemmti­legan svip á ásýnd þétt­býl­is­ins og hafi ábú­endur skynjað mik­inn áhuga og jákvæðni íbúa í garð búrekstr­ar­ins.

Hún bendir á að síð­ustu tíu ár hafi ný kyn­slóð Egils­staða­bænda verið að stíga inn í rekst­ur­inn og aukið við mjólk­ur­fram­leiðsl­una. Fram­kvæmdir við stækkun aðstöðu séu áætl­aðar í náinni fram­tíð enda stöðug hag­ræð­ing­ar­krafa sé gerð á mat­væla­fram­leið­end­ur.

„Gott land­bún­að­ar- og rækt­ar­land er grunn­ur­inn að vaxta­mögu­leikum og rekstr­ar­for­sendum Egils­staða­bús­ins,“ skrifar Her­dís. „Nú þegar hefur þrengt veru­lega að landi þess og frek­ari aðför að góðu rækt­ar­landi þess getur sett fram­tíð­arplön búrekstrar í upp­nám og dregið úr rekstr­ar­for­send­um.“

Hún minnir á að gríð­ar­leg vinna og fjár­fest­ing liggi að baki góðu rækt­ar­landi og að síð­ustu ára­tugi hafi bændur Egils­staða­bús­ins lagt ómælda vinnu og fjár­magn í að byggja upp og efla sitt rækt­ar­land, s.s. við jarð­vinnslu, upp­ræktun og kölk­un. „Það liggja því mikil verð­mæti í góðu land­bún­að­ar­landi og hvetjum við Skipu­lags­stofnun og aðra er málið varðar til að taka til­lit til þessa og forð­ast eins og hægt er að taka gott land­bún­að­ar­land undir við ákvörðun um fram­kvæmd­ir.“

Kort sem sýnir valkostinn suðurleið sem mun fara yfir land Egilsstaðabænda.

Ólafur Jóns­son, eig­andi Egils­staða II, fagnar því í umsögn sinni að haf­ist sé loks handa við þá brýnu sam­göngu­bót sem Fjarð­ar­heið­ar­göng komi til með að verða. Hann bendir hins vegar á að suð­ur­leið­in, aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar á veg­línu á Hér­aði að göng­un­um, sé sú leið af þremur sem oft­ast fékk ein­kunn­ina „veru­lega nei­kvæð áhrif“ í umhverf­is­mats­skýrsl­unni. Leiðin fari yfir stórt ósnortið vot­lend­is­svæði, birki­skóg og aðrar vist­gerðir sem skil­greindar eru með hátt vernd­ar­gildi. Hug­myndir um mót­væg­is­að­gerðir sem kynntar eru í skýrsl­unni eru að mati Ólafs óljósar og í huga eig­enda Egils­staða II óraun­hæft að þær geti orð­ið. Þær yrðu auk þess ekki í landi jarðar þeirra en eðli­legt sé að gera kröfu um að mót­væg­is­að­gerðir komi í land­inu sem verði skert.

Mun rýra eign­ina veru­lega

„Suð­ur­leiðin mun skera land okkar í sundur og rýra eign­ina veru­lega,“ skrifar Ólaf­ur. Hann bendir á að sveit­ar­fé­lagið Múla­þing hafi í skipu­lagi skil­greint land norðan við suð­ur­leið­ina sem bygg­ing­ar­land og hafi fyrir nokkrum árum tekið eign­ar­námi umtals­vert land úr landi Egils­staða II sem þegar hafi að stórum hluta verið nýtt undir lóðir og hús. „Við teljum veru­legar líkur á því í náinni fram­tíð að byggð muni áfram fær­ast suður enda gott og fal­legt bygg­ing­ar­land auk þess að vera eðli­legt skipu­lags­legt fram­hald af þétt­býl­inu sem fyrir er. Eig­endur munu því gera kröfu um bætur á landi sem taki mið af þessu.“

Suð­ur­leið myndi liggja frá Skrið­dals- og Breið­dals­vegi, um 1,5 kíló­metra suður af Egils­staða­vega­mót­um. Vega­mótin yrðu í jaðri svæðis þar sem gert sé ráð fyrir lágreistri byggð sam­kvæmt Aðal­skipu­lagi Fljóts­dals­hér­aðs 2008–2028. Þaðan myndi leiðin liggja um skil­greint land­bún­að­ar­svæði í jaðri þétt­býl­is.

Auglýsing

„Suð­ur­leið mun liggja nálægt fyr­ir­hug­uðu íbúð­ar­svæði og svæði þar sem áætluð er verslun og þjón­usta,“ segir í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar. Búast megi við því að suð­ur­leið komi til með að draga að sér versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði beggja vegna við hjá­leið­ina.

Á þessum hluta leið­ar­innar færi veg­ur­inn um Egils­staða­skóg og svæði sem er að að mestu kjarri- og skógi­vaxnir klapparásar í dag. „Eftir því sem farið er nær núver­andi Hring­vegi en einnig er farið um tún og fram­ræst land,“ bendir Vega­gerðin á í skýrslu sinni. Þar sem suð­ur­leið og mið­leið, annar val­kostur sem er met­inn, sam­ein­ast eru nauta­hús Egils­staða­býl­is­ins í um 180 metra fjar­lægð en þau eru í um 200 m fjar­lægð frá núver­andi vegi.

Veg­línan gæti endað nær nauta­hús­inu

Í gegnum mats­ferlið hafa verið lagðar til breyt­ingar á suð­ur­leið í sam­ráði við Múla­þing, segir enn­fremur í skýrsl­unni. Ann­ars vegar að bæta við mögu­leika á teng­ingu frá suð­ur­leið að athafna­svæði á Egils­stöð­um, og hins vegar að hnika veg­lín­unni til suð­urs við teng­ingu að Sel­brekku í þeim til­gangi að varð­veita betur mögu­lega bygg­ing­ar­landið suður af Sel­brekku. „Til­lagan um að hnika veg­lín­unni sunnar fer um svæði sem í aðal­skipu­lagi er skil­greint sem land­bún­að­ar­svæði. Með til­færsl­unni myndi veg­línan fara alveg upp að nauta­húsi Egils­staða­býl­is­ins og liggja á stærri kafla um tún og fram­ræst land.“

Fram­kvæmda­svæði suð­ur­leið­ar­innar myndi ná yfir fjórar jarðir í einka­eigu. Sú leið færi meira en aðrir kostir um svæði sem nýtur verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Áhrif yrðu að ein­hverju leyti í ósam­ræmi við stefnu­mörkun sveit­ar­fé­lags­ins sem sett er fram í aðal­skipu­lagi hvað varðar úti­vist­ar­svæði. „Svæðið kann að vera við­kvæmt fyrir breyt­ingum og eru áhrif í sumum til­fellum óaft­ur­kræf. Áhrif eru metin nokkuð til tals­vert nei­kvæð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent