Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra

Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.

Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands, segir hug­renn­ingar Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að úti­loka smærri stjórn­mála­flokka frá opin­berum styrkjum séu algjör­lega á skjön við það sem ger­ist í okkar heims­hluta. Til­gang­ur­inn sé að ýkja völd Sjálf­stæð­is­flokks­ins umfram fylgi og draga úr áhrifum kjós­enda ann­arra flokka. 

Þar vísar hann í ummæli sem Bjarni lét ann­ars vegar falla í nýlegu við­tali við Dag­mál á mbl.is og hins vegar í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni um liðna helgi.

Í við­tal­inu við Dag­mál sagði Bjarni að hann teldi það fjöl­flokka­kerfi sem sé á Íslandi, þar sem átta flokkar eru á þingi og einn til við­bótar hafi ekki verið langt frá því að ná inn, sé að stóru leyti sjálf­sköpuð staða. Flokk­arnir hafi ákveðið að stór­auka fram­lög úr rík­is­sjóði og setja þannig reglur að þeir flokkar sem fá ákveðið hlut­falla atkvæða (2,5 pró­sent) fái líka mikið fjár­magn, jafn­vel þótt þeir nái ekki inn á þing. Eins og er þá er Sós­í­alista­flokkur Íslands eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem fær fjár­styrk úr rík­is­sjóði án þess að eiga full­trúa á þingi en nokkrir flokkar – Flokkur heim­il­anna, Flokkur fólks­ins, Íslands­hreyf­ingin og Dögun –hafa fengið slíkar greiðslur áður. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Á Sprengisandi sagði Bjarni að hann vildi draga úr opin­berum styrkjum til stjórn­mála­flokka og að það veki „at­hygli hve ríf­legur stuðn­ingur er við stjórn­mála­flokka sem engan full­trúa fá kjör­inn á Alþingi í kosn­ing­um.“ 

Bjarni hefur þó ekki lagt til grund­vall­ar­breyt­ingu á fyr­ir­komu­lag­inu að öðru leyti en að fram­lög til þeirra í heild verða lækkuð sem hluti af aðhalds- og þenslu­minnk­andi aðgerðum sem rík­is­stjórnin kynnti í sum­ar. 

Leið til að ýkja völd umfram fylgi

Í færslu á Face­book-­síðu Sós­í­alista­flokks­ins segir Gunnar Smári að Bjarni sé ekki að leita að betri virkni lýð­ræðis með afstöðu sinni heldur að leita leiða til að ýkja völd Sjálf­stæð­is­flokks­ins umfram fylgi flokks­ins og draga úr áhrifum kjós­enda ann­ara flokka.

Auglýsing
Auk þess telur Gunnar Smári að sögu­legar ástæður séu fyrir afstöðu Bjarna. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stóð fyrir stór­auknum styrkjum til stjórn­mála­flokka snemma á öld­inni, þegar flokk­ur­inn naut mik­ils fylgis og fékk lang mest af þessum styrkj­um. Eftir Hrun minnk­uðu styrkir til flokks­ins í takt við minna fylgi undir for­mennsku Bjarna. Þetta lék fjár­hag flokks­ins illa, segja má að hann hafi étið upp allt það eigið fé sem lá í Val­höll, höf­uð­stöðvum flokks­ins sem verk­taka­fyr­ir­tæki reistu til að launa greiða­semi hans við stór verk­taka­fyr­ir­tæki. Nú hefur flokk­ur­inn hins vegar fengið leyfi til að byggja íbúðir á lóð­inni við Val­höll og mun lík­lega fá 1,5 millj­arð króna að launum í það minnsta. Bjarni og flokk­ur­inn eru því ekki jafn háðir bóta­greiðslum frá rík­inu og áður. Hann treystir sér nú til að hefja umræðu um breytt kerf­i.“

Fram­lögin hækkuð gríð­ar­lega á síð­asta kjör­tíma­bili

Fram­lög til stjórn­­­­­mála­­­flokka úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð veru­­­lega í byrjun síð­­­asta kjör­­­tíma­bils. Til­­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­­sent var sam­­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­­ónir króna. Ein­ungis full­­trúar Flokks fólks­ins og Pírata skrif­uðu ekki undir til­­lög­una.

Hún var sett fram sem sam­eig­in­­legt erindi sem bar yfir­­­­­­­­­­­­­skrift­ina „Nauð­­­­­­­syn­­­­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­sam­taka“. Í því var farið fram á að fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka verði „leið­rétt“.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber í fyrra að þeir níu stjórn­­­­­­­mála­­­­flokkar sem fengu nægj­an­­­­legt fylgi í síð­­­­­­­ustu þing­­­­kosn­­­­ingum til að fá úthlutað fjár­­­­munum úr rík­­­­is­­­­sjóði áttu sam­tals að fá 728,2 millj­­­­ónir króna til að skipta á milli sín á þessu ári. 

Það er sama upp­­­­hæð og flokk­­­­arnir fengu sam­tals 2020 og sama upp­­­­hæð og þeir fengu í fyrra. Til við­­­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­­­manna þing­­­­flokka greiddur af Alþingi.

Tvær af þremur krónum komu úr opin­berum sjóðum

Þessi ákvörðun hefur kúvent fjár­málum stærstu stjórn­mála­flokk­anna. Eigið fé þeirra átta stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi jókst um sam­tals 747,6 millj­­­ónir króna frá árs­lokum 2017 og fram til árs­loka 2020. 

Sá flokkur sem hefur fengið mestu styrk­ina er stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem fékk 24,4 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. 

­Sam­kvæmt síð­­asta birta árs­­reikn­ingi flokks­ins var hann með 328,4 millj­­ónir króna í tekjur á árinu 2020, þar af komu 195,5 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði og 20 millj­­ónir króna frá sveit­­ar­­fé­lögum lands­ins. Því komu tvær af hverjum þremur krónum sem Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn hafði í tekjur í fyrra úr opin­berum sjóð­u­m. 

Til við­­­bótar sótti hann 53,1 milljón króna í fram­lög og félags­­­­­gjöld frá ein­stak­l­ingum og lög­­­að­ilum og hafði 59,6 millj­­­ónir króna í aðrar tekj­­­ur, sem að upp­­i­­­­stöðu eru leig­u­­­tekj­­­ur. Á meðal þeirra lög­­­að­ila sem greiddu Sjálf­­­stæð­is­­­flokknum hámarks­­­­­styrk upp á 550 þús­und krónur eru sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki mest áber­and­i. 

Eignir Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru metnar á 925 millj­ónir króna í lok árs 2020, þar af voru fast­eignir og lóðir metnar á 646 millj­ónir króna. Í októ­ber 2021 var sam­­­þykkt beiðni flokks­ins um að byggja blokk með 47 íbúð­um og at­vinn­u­hús­næði á lóð Val­hall­­­ar, höf­uð­stöðva Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fyrir liggur að sölu­and­virði þeirra íbúða er mun hærra en bók­fært virði lóð­ar­innar og sam­kvæmt frétt í Frétta­blað­inu frá því í maí er virði lóð­ar­inn­ar, með því bygg­inga­magni sem má reisa á henni, um hálfur millj­arður króna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent