Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi

Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.

Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Auglýsing

Í ljós hefur komið að ein helsta hindr­unin í vegi fyrir því að ná útbreiddu hjarð­ó­næmi í Banda­ríkj­unum er sú að sann­færa ungt fólk um að fara í bólu­setn­ingu. Mjög hefur hægt á bólu­setn­ingum í land­inu og dag­lega fara fjöl­margir skammtar af drop­unum dýr­mætu til spill­is.

Yfir­völd hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu síð­ustu daga og fram hefur komið í fréttum að tregðan til að þiggja bólu­setn­ingu sé einna mest hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Þetta er sagt helsta ástæða þess að mark­mið Joes Biden for­seta, um að 70 pró­sent full­orð­inna verði komnir með að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni fyrir 4. júlí, náist ekki.

Í grein New York Times um málið segir að ein­fald­ara hafi verið að höfða til eldra fólks þegar bólu­setn­ingar hófust enda veik­ist það alvar­legar af COVID-19 en þeir sem yngri eru.

Auglýsing

Yfir­völd víðs vegar um Banda­ríkin hafa reynt að lokka ungt fólk til bólu­setn­inga með ýmsum ráð­um. En þar sem engin ein ástæða er fyrir því að það kemur ekki til að fá bólu­setn­ingu vand­ast mál­ið. Til eru þeir sem vilja alls ekki láta bólu­setja sig. Aðrir eru áhuga­laus­ir. Sumir eru hræddir eða hafa mikið að gera og gefa sér ein­fald­lega ekki tíma í að fara í bólu­setn­ingu.

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum segja að bólu­setn­ingar yngra fólks séu nauð­syn­legur hlekkur í því að koma í veg fyrir nýja far­aldra og stórar hóp­sýk­ing­ar, sér­stak­lega nú þegar hið bráðsmit­andi Delta-af­brigði veirunnar er komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Í apríl mættu yfir þrjár millj­ónir Banda­ríkja­manna í bólu­setn­ingu á degi hverj­um. Núna er fjöld­inn undir einni millj­ón.

Bólusetningum barna mótmælt í New York. Mynd: EPA

Aðeins þriðj­ungur fólks á aldr­inum 18-29 ára hefur fengið bólu­setn­ingu. Svartir eru ólík­legri til þess en hvít­ir, þeir tekju­lægri ólík­legri en hinir efna­meiri og sömu­leiðis virð­ist menntun hafa sömu áhrif; því minni menntun – þeim mun ólík­legra er að fólk hafi fengið bólu­setn­ingu.

Í grein Was­hington Post um stöð­una segir að rangar upp­lýs­ingar um bólu­efni eða skortur á upp­lýs­ingum hjá ákveðnum hópum skýri tregðu til bólu­setn­inga. Almennt van­traust í garð yfir­valda er auk þess útbreitt vanda­mál í Banda­ríkj­unum – ekki síst meðal svartra ung­menna. Það skýrir að ein­hverju leyti stöð­una sem upp er kom­in.

Ein mýtan er svo sú að bólu­efni geti haft nei­kvæð áhrif á frjó­semi kvenna. „Það er brjál­æð­is­legt hvað þessi mýta er útbreidd,“ segir kven­sjúk­dóma­lækn­ir­inn Eve Fein­berg við Was­hington Post. Hún segir hins vegar erfitt að útrýma henni því þrátt fyrir að engin vís­inda­leg gögn bendi til þess að bólu­efni valdi ófrjó­semi virð­ast margir frekar treysta því að tím­inn einn muni leiða það í ljós. Hinar röngu upp­lýs­ingar um áhrif bólu­efna á frjó­semi kvenna eru svo útbreiddar að tæp­lega helm­ingur ungra Banda­ríkja­manna, fólks á aldr­inum 18-29 ára, hefur heyrt þær.

Fæð­ing­ar­lækn­ir­inn D‘Ang­ela Pitts segir við Was­hington Post að sann­leik­ur­inn sé sá að það sé COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur, sem geti verið hættu­legur konum – ekki bólu­efnið gegn hon­um. Þeim boð­skap þurfi að koma betur áleið­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent