Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi

Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.

Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Auglýsing

Í ljós hefur komið að ein helsta hindr­unin í vegi fyrir því að ná útbreiddu hjarð­ó­næmi í Banda­ríkj­unum er sú að sann­færa ungt fólk um að fara í bólu­setn­ingu. Mjög hefur hægt á bólu­setn­ingum í land­inu og dag­lega fara fjöl­margir skammtar af drop­unum dýr­mætu til spill­is.

Yfir­völd hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu síð­ustu daga og fram hefur komið í fréttum að tregðan til að þiggja bólu­setn­ingu sé einna mest hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Þetta er sagt helsta ástæða þess að mark­mið Joes Biden for­seta, um að 70 pró­sent full­orð­inna verði komnir með að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni fyrir 4. júlí, náist ekki.

Í grein New York Times um málið segir að ein­fald­ara hafi verið að höfða til eldra fólks þegar bólu­setn­ingar hófust enda veik­ist það alvar­legar af COVID-19 en þeir sem yngri eru.

Auglýsing

Yfir­völd víðs vegar um Banda­ríkin hafa reynt að lokka ungt fólk til bólu­setn­inga með ýmsum ráð­um. En þar sem engin ein ástæða er fyrir því að það kemur ekki til að fá bólu­setn­ingu vand­ast mál­ið. Til eru þeir sem vilja alls ekki láta bólu­setja sig. Aðrir eru áhuga­laus­ir. Sumir eru hræddir eða hafa mikið að gera og gefa sér ein­fald­lega ekki tíma í að fara í bólu­setn­ingu.

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum segja að bólu­setn­ingar yngra fólks séu nauð­syn­legur hlekkur í því að koma í veg fyrir nýja far­aldra og stórar hóp­sýk­ing­ar, sér­stak­lega nú þegar hið bráðsmit­andi Delta-af­brigði veirunnar er komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Í apríl mættu yfir þrjár millj­ónir Banda­ríkja­manna í bólu­setn­ingu á degi hverj­um. Núna er fjöld­inn undir einni millj­ón.

Bólusetningum barna mótmælt í New York. Mynd: EPA

Aðeins þriðj­ungur fólks á aldr­inum 18-29 ára hefur fengið bólu­setn­ingu. Svartir eru ólík­legri til þess en hvít­ir, þeir tekju­lægri ólík­legri en hinir efna­meiri og sömu­leiðis virð­ist menntun hafa sömu áhrif; því minni menntun – þeim mun ólík­legra er að fólk hafi fengið bólu­setn­ingu.

Í grein Was­hington Post um stöð­una segir að rangar upp­lýs­ingar um bólu­efni eða skortur á upp­lýs­ingum hjá ákveðnum hópum skýri tregðu til bólu­setn­inga. Almennt van­traust í garð yfir­valda er auk þess útbreitt vanda­mál í Banda­ríkj­unum – ekki síst meðal svartra ung­menna. Það skýrir að ein­hverju leyti stöð­una sem upp er kom­in.

Ein mýtan er svo sú að bólu­efni geti haft nei­kvæð áhrif á frjó­semi kvenna. „Það er brjál­æð­is­legt hvað þessi mýta er útbreidd,“ segir kven­sjúk­dóma­lækn­ir­inn Eve Fein­berg við Was­hington Post. Hún segir hins vegar erfitt að útrýma henni því þrátt fyrir að engin vís­inda­leg gögn bendi til þess að bólu­efni valdi ófrjó­semi virð­ast margir frekar treysta því að tím­inn einn muni leiða það í ljós. Hinar röngu upp­lýs­ingar um áhrif bólu­efna á frjó­semi kvenna eru svo útbreiddar að tæp­lega helm­ingur ungra Banda­ríkja­manna, fólks á aldr­inum 18-29 ára, hefur heyrt þær.

Fæð­ing­ar­lækn­ir­inn D‘Ang­ela Pitts segir við Was­hington Post að sann­leik­ur­inn sé sá að það sé COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur, sem geti verið hættu­legur konum – ekki bólu­efnið gegn hon­um. Þeim boð­skap þurfi að koma betur áleið­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent