Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi

Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.

Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Auglýsing

Í ljós hefur komið að ein helsta hindr­unin í vegi fyrir því að ná útbreiddu hjarð­ó­næmi í Banda­ríkj­unum er sú að sann­færa ungt fólk um að fara í bólu­setn­ingu. Mjög hefur hægt á bólu­setn­ingum í land­inu og dag­lega fara fjöl­margir skammtar af drop­unum dýr­mætu til spill­is.

Yfir­völd hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu síð­ustu daga og fram hefur komið í fréttum að tregðan til að þiggja bólu­setn­ingu sé einna mest hjá fólki á þrí­tugs­aldri. Þetta er sagt helsta ástæða þess að mark­mið Joes Biden for­seta, um að 70 pró­sent full­orð­inna verði komnir með að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni fyrir 4. júlí, náist ekki.

Í grein New York Times um málið segir að ein­fald­ara hafi verið að höfða til eldra fólks þegar bólu­setn­ingar hófust enda veik­ist það alvar­legar af COVID-19 en þeir sem yngri eru.

Auglýsing

Yfir­völd víðs vegar um Banda­ríkin hafa reynt að lokka ungt fólk til bólu­setn­inga með ýmsum ráð­um. En þar sem engin ein ástæða er fyrir því að það kemur ekki til að fá bólu­setn­ingu vand­ast mál­ið. Til eru þeir sem vilja alls ekki láta bólu­setja sig. Aðrir eru áhuga­laus­ir. Sumir eru hræddir eða hafa mikið að gera og gefa sér ein­fald­lega ekki tíma í að fara í bólu­setn­ingu.

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum segja að bólu­setn­ingar yngra fólks séu nauð­syn­legur hlekkur í því að koma í veg fyrir nýja far­aldra og stórar hóp­sýk­ing­ar, sér­stak­lega nú þegar hið bráðsmit­andi Delta-af­brigði veirunnar er komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Í apríl mættu yfir þrjár millj­ónir Banda­ríkja­manna í bólu­setn­ingu á degi hverj­um. Núna er fjöld­inn undir einni millj­ón.

Bólusetningum barna mótmælt í New York. Mynd: EPA

Aðeins þriðj­ungur fólks á aldr­inum 18-29 ára hefur fengið bólu­setn­ingu. Svartir eru ólík­legri til þess en hvít­ir, þeir tekju­lægri ólík­legri en hinir efna­meiri og sömu­leiðis virð­ist menntun hafa sömu áhrif; því minni menntun – þeim mun ólík­legra er að fólk hafi fengið bólu­setn­ingu.

Í grein Was­hington Post um stöð­una segir að rangar upp­lýs­ingar um bólu­efni eða skortur á upp­lýs­ingum hjá ákveðnum hópum skýri tregðu til bólu­setn­inga. Almennt van­traust í garð yfir­valda er auk þess útbreitt vanda­mál í Banda­ríkj­unum – ekki síst meðal svartra ung­menna. Það skýrir að ein­hverju leyti stöð­una sem upp er kom­in.

Ein mýtan er svo sú að bólu­efni geti haft nei­kvæð áhrif á frjó­semi kvenna. „Það er brjál­æð­is­legt hvað þessi mýta er útbreidd,“ segir kven­sjúk­dóma­lækn­ir­inn Eve Fein­berg við Was­hington Post. Hún segir hins vegar erfitt að útrýma henni því þrátt fyrir að engin vís­inda­leg gögn bendi til þess að bólu­efni valdi ófrjó­semi virð­ast margir frekar treysta því að tím­inn einn muni leiða það í ljós. Hinar röngu upp­lýs­ingar um áhrif bólu­efna á frjó­semi kvenna eru svo útbreiddar að tæp­lega helm­ingur ungra Banda­ríkja­manna, fólks á aldr­inum 18-29 ára, hefur heyrt þær.

Fæð­ing­ar­lækn­ir­inn D‘Ang­ela Pitts segir við Was­hington Post að sann­leik­ur­inn sé sá að það sé COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur, sem geti verið hættu­legur konum – ekki bólu­efnið gegn hon­um. Þeim boð­skap þurfi að koma betur áleið­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent