N1 Rafmagn ætlar að endurgreiða allt sem var ofrukkað – „Við gerðum mistök“

N1 Rafmagn harmar að hafa hækkað þrautavarataxta án þess að leita fyrst annarra leiða til að veita öllum viðskiptavinum sama verð og auglýst er. Allir fá nú lægsta taxta og þeir sem borguðu of mikið fá endurgreitt.

Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Auglýsing

N1 Raf­magn hefur ákveðið að end­ur­greiða þeim við­skipta­vinum sem komu til félags­ins í gegnum þrauta­vara­leið stjórn­valda þann mis­mun sem var á aug­lýstum taxta og þrauta­vara­taxta frá upp­hafi. Áður hafði raf­orku­sal­inn, sem er í eigu skráða fyr­ir­tæk­is­ins Festi, ákveðið að end­ur­greiða við­skipta­vinum fyrir tíma­bilið 1. nóv­em­ber 2021 til 31. des­em­ber 2021 án þess að útskýra með skýrum hætti af hverju það yrði ein­ungis miðað við það tíma­bil.

N1 raf­magn ákvað Í mars 2021 að hækka þrauta­vara­taxta í sam­ræmi við verð á skamm­tíma­mark­aði. Sú ákvörðun um að breyta verð­lagn­ingu á raf­magni til þeirra fjöl­mörgu við­skipta­vina sem koma óaf­vit­andi i við­skipti hjá félag­inu á grund­velli þrauta­vara­kerf­is­ins, hefur verið harð­lega gagn­rýnd af sam­keppn­is­að­ilum félags­ins og jafn­vel kölluð okur. Gagn­rýnendur hafa sagt verðið sem neyt­endur voru látnir greiða hafi verið allt að 75 pró­sent yfir aug­lýstu verð­i. 

í til­kynn­ingu sem send var út í morgun segir að N1 Raf­magn harmi „að hafa hækkað þrauta­vara­taxt­ann án þess að leita fyrst ann­arra leiða til að veita öllum við­skipta­vinum sama verð og aug­lýst er.“ Þar er eft­ir­far­andi haft eftir Hin­riki Erni Bjarna­syni, fram­kvæmda­stjóra N1: „Við gerðum mis­tök, öxlum ábyrgð á þeim og munum læra af þessu máli.“

Ætl­uðu fyrst aðeins að end­ur­greiða tvo mán­uði

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem N1 til­kynnir um end­ur­greiðslur og biður neyt­endur afsök­un­ar. Þann 20. jan­úar sendi félagið frá sér til­kynn­ingu og sagð­ist þá taka mark á þeim athuga­­semdum sem gerðar hafa verið við tvö­­falda verð­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á raf­­orku í opin­berri umræðu og baðst „vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr.“ 

Auglýsing
N1 raf­magn sagð­ist ætla að selja alla raf­­orku til heim­ila sam­­kvæmt upp­­­gefnum taxta til allra sinna við­­skipta­vina, sama hvort þeir hafi skráð sig í við­­skipti eða komið í við­­skipti óaf­vit­andi í gegnum þrauta­vara­­leið­ina svoköll­uðu. Það sagð­ist jafn­­framt ætla að end­­ur­greiða mis­­mun á upp­­­gefnum taxta og þrauta­vara­­taxta aftur til 1. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­ins­.

Þegar Kjarn­inn óskaði eftir útskýr­ingum á því af hverju N1 Raf­magn, ætl­aði ein­ungis að end­ur­greiða mis­mun und­an­far­inna tveggja mán­aða, voru svörin loðin. Nú hefur verið ákveðið að end­ur­greiða lengra aft­ur.

Allir fá nú lægsta taxta

Í til­kynn­ing­unni sem N1 raf­magn sendi í morgun segir að félagið hafi fyrst tekið við sem sölu­fyr­ir­tæki til þrauta­vara 1. maí 2020 en eng­inn munur var á aug­lýstum taxta til heim­ila og þrauta­vara­taxta til heim­ila fram til mars 2021. „End­ur­greiðslan á því við um tíma­bilið 1. mars 2021 til 31. októ­ber 2021 og getur heild­ar­upp­hæð numið allt að 40 millj­ónum króna. Þegar hefur verið end­ur­greitt til við­skipta­vina fyrir tíma­bilið 1. nóv­em­ber 2021 til 31. des­em­ber 2021.“

þar segir enn fremur að það hafi verið ósk N1 Raf­magns að finna sann­gjarna nið­ur­stöðu í máli félags­ins sem sölu­að­ili til þrauta­vara, hratt og örugg­lega. „Leitað var til Orku­stofn­un­ar, sem hefur umsjón og eft­ir­lit með þrauta­vara­leið­inni, um leið­sögn hvað það varð­ar. Þar sem Orku­stofnun hefur ekki enn birt félag­inu nið­ur­stöður sínar eða gefið svör við þeim spurn­ingum sem lúta að stöðu N1 Raf­magns sem orku­sali til þrauta­vara, þykir nauð­syn­legt að koma til móts við þrauta­vara­við­skipta­vini félags­ins eins fljótt og kostur er með end­ur­greiðslu á upp­gefnu tíma­bili. Um leið er beðist vel­virð­ingar á ofan­greindu mis­ræmi í verð­lagn­ingu og munu allir við­skipta­vinir sem koma í gegnum þrauta­vara­leið fær­ast á lægsta taxta félags­ins hér eft­ir.“

Þrauta-vara-hvað?

Orku­­­sala til þrauta­vara er kannski ekki eitt­hvað sem hinn almenni neyt­andi veltir fyrir sér í amstri hvers­­­dags­ins, en það raf­­­orku­­­fyr­ir­tæki sem er með lægst með­­­al­verð á til­­­­­teknu tíma­bili er útnefnt sem raf­orku­sali til þrauta­vara af Orku­­­stofn­un.

­Fyr­ir­tæki eru valin til að gegna þessu hlut­verki til sex mán­aða í senn og hefur N1 Raf­­­­­magn, sem áður hét Íslensk orku­mið­l­un, verið valið þrisvar sinnum í hlut­verkið frá því að valið fór fyrst fram með þessum hætti árið 2020.

Á þessa svoköll­uðu þrauta­vara­­­leið fær­­­ast síðan þeir raf­­­orku­not­endur sem ekki hafa af ein­hverjum ástæðum valið sér til­­­­­tek­inn raf­­­orku­­­sala til að vera í við­­­skiptum við. Þetta getur gerst þegar fólk flytur í nýtt hús­næði eða tekur við sem nýir við­­­skipta­vinir á neyslu­veitu, til dæmis við frá­­­­­fall maka sem áður var skráður fyrir raf­­­­­magns­­­reikn­ingn­­­um. Eða ein­fald­­­lega, þegar fólk hefur ekki hug­­­mynd um að það eigi og þurfi að velja sér sér­­­stak­­­lega fyr­ir­tæki til að vera í við­­­skiptum við um raf­­­orku.

Núgild­andi reglu­­­gerð um þetta fyr­ir­komu­lag var sett árið 2019, af Þór­­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dóttur fyrr­ver­andi ráð­herra orku­­­mála. Ekki er skýrt af lestri þeirrar reglu­­­gerðar hvort orku­sali til þrauta­vara skuli að veita þeim sem koma í við­­­skipti sjálf­krafa sama verð og öðrum not­end­­­um. Þó er orku­sal­inn settur í það hlut­verk á grund­velli þess að vera með lægsta orku­verðið á land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent