Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur boðað til blaðamannafundar á mánudaginn klukkan 11:30 að staðartíma. Á fundinum munu koma fram upplýsingar um vísindalegar uppgvötanir úr leiðangri geimfarsins Curiosity sem farið hefur um á Mars frá því það lenti í 5. ágúst 2012. Yfirskrift fundarins vísar til þess að upplýsingar muni koma fram sem leysi „ráðgátu“ um Mars.
Á fundinum munu fimm sérfræðingar tjá sig, þar af eru þrír helstu sérfræðingar NASA sem stýra verkefnum sem tengjast leiðangri Curiosity, Jim Green, Michael Meyer og Mary Beth Wilhelm. Síðan eru tveir sérfræðingar til viðbótar, Lujendra Ojha frá Tækniháskólanum í Georgíu (Goergia Institute of Technology) og Alfred McEwan, sem er sérfræðingur á sviði myndgreiningar og starfar við háskólann í Arizona.
Engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um hvað það er sem tilkynnt verður um, en nokkurrar spennu gætir um hvað það sé nákvæmlega sem muni koma fram.
Leiðangur Curiosity þykir hafa verið einstaklega vel heppnaður, enda hefur aldrei áður tekist að rannsaka plánetuna Mars í jafnmikilli nálægð og jafnframt hafa náðst afar nákvæmlega myndir af vettvangi sem hafa opnar nýjar dyr í geimvísindum.
https://www.youtube.com/watch?v=LAL4F6IWC-Y