Neyðarlínan milli NATO og Moskvu tengd á ný

herskip.jpg
Auglýsing

Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur vísað fjöl­mörgum rúss­neskum starfs­mönnum á brott úr höf­uð­stöðvum sínum í Brus­sel vegna þess að þeir gætu verið njósn­arar fyrir stjórn­völd í Rúss­landi. Um leið hef­ur NATO lagt grunnin að því að neyð­ar­lína á milli Kremlar og helstu leik­enda innan NATO verði tengd á ný, eftir að hafa verið aflögð á síð­ustu árum Kalda stríðs­ins.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, var í við­tali við breska blaðið The Guar­dian um helg­ina. Hann sagði þessar ráð­staf­anir vera afleið­ing auk­innar hörku og óvissu í sam­skiptum vest­ur­veld­anna við Rússa. Meðal ann­ars hefur und­an­farið orðið vart við fleiri rúss­neskar orustuflug­vélar í loft­helgi banda­lags­þjóða NATO.

„Það er mik­il­vægt að hafa eðli­leg hern­að­ar­leg sam­skipti svo ef að eitt­hvað óeðli­legt ger­ist, þá er auð­velt að kom­ast að raun um mis­skiln­ing og afstýra stjórn­lausum afleið­ing­um,“ sagði Stol­ten­berg í við­tal­inu.

Auglýsing

Þær aðgerðir ráð­ist er til í Brus­sel miða að því að gera sam­skiptin form­legri á hern­að­ar­lega stig­inu, en fækka diplómat­ískum sam­skipta­leið­um. Þannig hefur rúss­neskum diplómötum og emb­ætt­is­mönnum verið gert að yfir­gefa skrif­stofur sínar í höf­uð­stöðvum NATO. Ákvörðun um þetta var tekin í síð­asta mán­uði en hún fækkar full­trúum sendi­nefnda ann­ara ríkja en banda­lags­þjóða í 30. Rússar voru eina þjóðin sem hafði fleiri en 30 full­trúa í sinni sendi­nefnd.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian hafa starfs­menn NATO sagt í einka­sam­tölum að talið sé að um það bil helm­ingur rúss­nesku sendi­nefnd­ar­innar séu í raun á launa­skrá leyni­þjón­ust­unnar í Rúss­landi. Fjöldi rúss­neskra starfs­manna er auk þess nokkuð á reiki; Stjórn­völd í Moskvu segja 37 starfs­menn á þeirra vegum í Brus­sel, einn full­trúi banda­lags­þjóð­anna telur 61 Rússa og aðrir heim­ilda­menn innan NATO segja þá vera 90.

Stol­ten­berg neitar því þó að aðgerð­irnar séu mið­aðar að Rússum ein­um. „Hvað varðar Rússa þá höfum við ákveðið að hætta eig­in­legri ­sam­vinnu en halda póli­tískum og hern­að­ar­legum sam­skipt­u­m,“ sagði Stol­ten­berg. Hátt settir emb­ætt­is­menn innan NATO segja þó aðgerð­irnar skref í þá átt að útrýma rúss­nesku njósn­a­starfi innan höf­uð­stöðv­anna í Brus­sel.

NETHERLANDS NATO PARLIAMENTARY ASSEMBLY Jens Stol­ten­berg tók við emb­ætti fram­kvæmda­stjóra NATO í fyrra af And­ers Fogh Rasmus­sen. Mynd­ir: EPA

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None