Neyðarlínan milli NATO og Moskvu tengd á ný

herskip.jpg
Auglýsing

Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur vísað fjöl­mörgum rúss­neskum starfs­mönnum á brott úr höf­uð­stöðvum sínum í Brus­sel vegna þess að þeir gætu verið njósn­arar fyrir stjórn­völd í Rúss­landi. Um leið hef­ur NATO lagt grunnin að því að neyð­ar­lína á milli Kremlar og helstu leik­enda innan NATO verði tengd á ný, eftir að hafa verið aflögð á síð­ustu árum Kalda stríðs­ins.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, var í við­tali við breska blaðið The Guar­dian um helg­ina. Hann sagði þessar ráð­staf­anir vera afleið­ing auk­innar hörku og óvissu í sam­skiptum vest­ur­veld­anna við Rússa. Meðal ann­ars hefur und­an­farið orðið vart við fleiri rúss­neskar orustuflug­vélar í loft­helgi banda­lags­þjóða NATO.

„Það er mik­il­vægt að hafa eðli­leg hern­að­ar­leg sam­skipti svo ef að eitt­hvað óeðli­legt ger­ist, þá er auð­velt að kom­ast að raun um mis­skiln­ing og afstýra stjórn­lausum afleið­ing­um,“ sagði Stol­ten­berg í við­tal­inu.

Auglýsing

Þær aðgerðir ráð­ist er til í Brus­sel miða að því að gera sam­skiptin form­legri á hern­að­ar­lega stig­inu, en fækka diplómat­ískum sam­skipta­leið­um. Þannig hefur rúss­neskum diplómötum og emb­ætt­is­mönnum verið gert að yfir­gefa skrif­stofur sínar í höf­uð­stöðvum NATO. Ákvörðun um þetta var tekin í síð­asta mán­uði en hún fækkar full­trúum sendi­nefnda ann­ara ríkja en banda­lags­þjóða í 30. Rússar voru eina þjóðin sem hafði fleiri en 30 full­trúa í sinni sendi­nefnd.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian hafa starfs­menn NATO sagt í einka­sam­tölum að talið sé að um það bil helm­ingur rúss­nesku sendi­nefnd­ar­innar séu í raun á launa­skrá leyni­þjón­ust­unnar í Rúss­landi. Fjöldi rúss­neskra starfs­manna er auk þess nokkuð á reiki; Stjórn­völd í Moskvu segja 37 starfs­menn á þeirra vegum í Brus­sel, einn full­trúi banda­lags­þjóð­anna telur 61 Rússa og aðrir heim­ilda­menn innan NATO segja þá vera 90.

Stol­ten­berg neitar því þó að aðgerð­irnar séu mið­aðar að Rússum ein­um. „Hvað varðar Rússa þá höfum við ákveðið að hætta eig­in­legri ­sam­vinnu en halda póli­tískum og hern­að­ar­legum sam­skipt­u­m,“ sagði Stol­ten­berg. Hátt settir emb­ætt­is­menn innan NATO segja þó aðgerð­irnar skref í þá átt að útrýma rúss­nesku njósn­a­starfi innan höf­uð­stöðv­anna í Brus­sel.

NETHERLANDS NATO PARLIAMENTARY ASSEMBLY Jens Stol­ten­berg tók við emb­ætti fram­kvæmda­stjóra NATO í fyrra af And­ers Fogh Rasmus­sen. Mynd­ir: EPA

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None