Neyðarlínan milli NATO og Moskvu tengd á ný

herskip.jpg
Auglýsing

Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur vísað fjöl­mörgum rúss­neskum starfs­mönnum á brott úr höf­uð­stöðvum sínum í Brus­sel vegna þess að þeir gætu verið njósn­arar fyrir stjórn­völd í Rúss­landi. Um leið hef­ur NATO lagt grunnin að því að neyð­ar­lína á milli Kremlar og helstu leik­enda innan NATO verði tengd á ný, eftir að hafa verið aflögð á síð­ustu árum Kalda stríðs­ins.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, var í við­tali við breska blaðið The Guar­dian um helg­ina. Hann sagði þessar ráð­staf­anir vera afleið­ing auk­innar hörku og óvissu í sam­skiptum vest­ur­veld­anna við Rússa. Meðal ann­ars hefur und­an­farið orðið vart við fleiri rúss­neskar orustuflug­vélar í loft­helgi banda­lags­þjóða NATO.

„Það er mik­il­vægt að hafa eðli­leg hern­að­ar­leg sam­skipti svo ef að eitt­hvað óeðli­legt ger­ist, þá er auð­velt að kom­ast að raun um mis­skiln­ing og afstýra stjórn­lausum afleið­ing­um,“ sagði Stol­ten­berg í við­tal­inu.

Auglýsing

Þær aðgerðir ráð­ist er til í Brus­sel miða að því að gera sam­skiptin form­legri á hern­að­ar­lega stig­inu, en fækka diplómat­ískum sam­skipta­leið­um. Þannig hefur rúss­neskum diplómötum og emb­ætt­is­mönnum verið gert að yfir­gefa skrif­stofur sínar í höf­uð­stöðvum NATO. Ákvörðun um þetta var tekin í síð­asta mán­uði en hún fækkar full­trúum sendi­nefnda ann­ara ríkja en banda­lags­þjóða í 30. Rússar voru eina þjóðin sem hafði fleiri en 30 full­trúa í sinni sendi­nefnd.

Sam­kvæmt heim­ildum The Guar­dian hafa starfs­menn NATO sagt í einka­sam­tölum að talið sé að um það bil helm­ingur rúss­nesku sendi­nefnd­ar­innar séu í raun á launa­skrá leyni­þjón­ust­unnar í Rúss­landi. Fjöldi rúss­neskra starfs­manna er auk þess nokkuð á reiki; Stjórn­völd í Moskvu segja 37 starfs­menn á þeirra vegum í Brus­sel, einn full­trúi banda­lags­þjóð­anna telur 61 Rússa og aðrir heim­ilda­menn innan NATO segja þá vera 90.

Stol­ten­berg neitar því þó að aðgerð­irnar séu mið­aðar að Rússum ein­um. „Hvað varðar Rússa þá höfum við ákveðið að hætta eig­in­legri ­sam­vinnu en halda póli­tískum og hern­að­ar­legum sam­skipt­u­m,“ sagði Stol­ten­berg. Hátt settir emb­ætt­is­menn innan NATO segja þó aðgerð­irnar skref í þá átt að útrýma rúss­nesku njósn­a­starfi innan höf­uð­stöðv­anna í Brus­sel.

NETHERLANDS NATO PARLIAMENTARY ASSEMBLY Jens Stol­ten­berg tók við emb­ætti fram­kvæmda­stjóra NATO í fyrra af And­ers Fogh Rasmus­sen. Mynd­ir: EPA

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None