Norður-Kórea þróar langdrægari flugskeyti

kjarnorka_nordur-korea.jpg
Auglýsing

Geim­ferða­stof­unun Norð­ur­-Kóreu er að byggja nýja gervi­hnetti og und­ir­búa geimskot, að sögn rík­is­fjöl­miðla þar í landi. Þetta er mögu­lega vís­bend­ing um að Norð­ur­-Kóreu­menn hafi náð fram­förum í smíði eld­flauga og að þær séu nú lang­drægn­ari og geti borið þyngri farm en áður. Reuters er meðal þeirra sem greina frá þessu.

Gert er ráð fyrir að Norð­ur­-Kórea sendi af stað lang­dregna flaug 10. októ­ber á stofndegi komm­ún­ista­flokks­ins sem öllu ræður þar í landi. Slíkt skot mun að öllum lík­indum brjóta gegn alþjóða­sam­þykkt­um. Haft var eftir yfir­manni geim­ferða­stofn­un­ar­innar að nú væri síð­asta skrefið hafið í þróun gervi­hnattar sem getur kannað yfir­borð jarð­ar.

Bæði Suð­ur­-Kórea og Banda­ríkin hafa brugð­ist við yfir­lýs­ingum norð­an­manna og sagt allar til­raunir þeirra með lang­dregnar flaugar brjóta gegn sam­þykktum Örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. Eft­ir­lit þess­ara þjóða með grun­sam­legum stöðum í Norð­ur­-Kóreu hefur ekki leitt í ljós neitt óvenju­legt og því óvíst hvort full­yrð­ing­arnar séu sann­ar.

Auglýsing

Shin In-kyun, yfir­maður óháðu stofn­un­inni Örygg­is­net Kóreu (e. Korea Defence Network), segir að til­raunir Norð­ur­-Kóreu með eld­flaugar miði annað hvort að því að gera þær lang­dregn­ari eða bera meiri þyngd, hvort sem það er með vopn eða geim­bún­að. „Það yrði ekki góðs viti ef flaugar þeirra geta borið kjarn­orku­vopn, um það bil 1,3 tonn, því það setur vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna í skotsvið­ið,“ sagði Shin.

Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu þver­taka fyrir það að vera að útbúa lang­drægar skot­flaugar til nota í hern­aði. Heldur sé verið að und­ir­búa lög­mæta geim­ferða­á­ætlun sem miðar að því að því að koma gervi­tunglum á braut um jörðu. Banda­ríksk og suð­ur­-kóresk yfir­völd telja hins vegar að þetta teng­ist kjarn­orku­til­raunum norðan landamær­anna á Kóreu­skaga.

NORTH KOREA CARTER Jimmy Carter, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, heim­sótti Pjongj­ang árið 1994 og ræddi við Kim il-Sung. Í kjöl­farið hætti Norð­ur­-Kórea kjarn­orku­til­raunum í átta ár.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None