Norður-Kórea þróar langdrægari flugskeyti

kjarnorka_nordur-korea.jpg
Auglýsing

Geim­ferða­stof­unun Norð­ur­-Kóreu er að byggja nýja gervi­hnetti og und­ir­búa geimskot, að sögn rík­is­fjöl­miðla þar í landi. Þetta er mögu­lega vís­bend­ing um að Norð­ur­-Kóreu­menn hafi náð fram­förum í smíði eld­flauga og að þær séu nú lang­drægn­ari og geti borið þyngri farm en áður. Reuters er meðal þeirra sem greina frá þessu.

Gert er ráð fyrir að Norð­ur­-Kórea sendi af stað lang­dregna flaug 10. októ­ber á stofndegi komm­ún­ista­flokks­ins sem öllu ræður þar í landi. Slíkt skot mun að öllum lík­indum brjóta gegn alþjóða­sam­þykkt­um. Haft var eftir yfir­manni geim­ferða­stofn­un­ar­innar að nú væri síð­asta skrefið hafið í þróun gervi­hnattar sem getur kannað yfir­borð jarð­ar.

Bæði Suð­ur­-Kórea og Banda­ríkin hafa brugð­ist við yfir­lýs­ingum norð­an­manna og sagt allar til­raunir þeirra með lang­dregnar flaugar brjóta gegn sam­þykktum Örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. Eft­ir­lit þess­ara þjóða með grun­sam­legum stöðum í Norð­ur­-Kóreu hefur ekki leitt í ljós neitt óvenju­legt og því óvíst hvort full­yrð­ing­arnar séu sann­ar.

Auglýsing

Shin In-kyun, yfir­maður óháðu stofn­un­inni Örygg­is­net Kóreu (e. Korea Defence Network), segir að til­raunir Norð­ur­-Kóreu með eld­flaugar miði annað hvort að því að gera þær lang­dregn­ari eða bera meiri þyngd, hvort sem það er með vopn eða geim­bún­að. „Það yrði ekki góðs viti ef flaugar þeirra geta borið kjarn­orku­vopn, um það bil 1,3 tonn, því það setur vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna í skotsvið­ið,“ sagði Shin.

Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu þver­taka fyrir það að vera að útbúa lang­drægar skot­flaugar til nota í hern­aði. Heldur sé verið að und­ir­búa lög­mæta geim­ferða­á­ætlun sem miðar að því að því að koma gervi­tunglum á braut um jörðu. Banda­ríksk og suð­ur­-kóresk yfir­völd telja hins vegar að þetta teng­ist kjarn­orku­til­raunum norðan landamær­anna á Kóreu­skaga.

NORTH KOREA CARTER Jimmy Carter, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, heim­sótti Pjongj­ang árið 1994 og ræddi við Kim il-Sung. Í kjöl­farið hætti Norð­ur­-Kórea kjarn­orku­til­raunum í átta ár.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None