Ný dönsk stjórn vill herða landamæraeftirlit

lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Krist­ian Jen­sen, nýr utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, kynnt­i þýskum kollega sínum á fundi þeirra í Berlín í morgun að Dan­mörk vilji end­ur­vekja landamæra­eft­ir­lit á sam­eig­in­legum landa­mærum land­anna. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Berl­inske.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þar er kveðið á um frelsi allra til að ferð­ast yfir­landa­mæri að­ild­ar­ríkja án þess að fram­vísa leyf­um. Slíkt þarf aðeins að gera á ytri landa­mærum álf­unn­ar.

Jen­sen segir ný stjórn­völd vilja útfæra landamæra­eft­ir­lit innan Schen­gen-regl­anna. „Við munum eiga sam­tal við Brus­sel og fram­kvæmd­stjórn ESB, en einnig nágranna­lönd okk­ar,“ sagði hann eftir fund sinn við Frank-Walter Stein­meier, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, í dag.

Auglýsing

Hert landamæra­eft­ir­lit mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Síð­ast þegar hægri­st­jórn var við völd í Dan­mörku árið 2011 voru sett upp toll­hlið á landa­mærum til Dan­merk­ur. Vinstri­st­jórn Helle Thorn­ing-Schmidt felldi lög um þau úr gildi þegar hún komst til valda síðla árs 2011.

Ný rík­is­stjórn bláu fylk­ing­ar­innar tók við í Dan­mörku á sunnu­dag eftir að rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna í rauðu fylk­ing­unni féll í þing­kosn­ingum á dög­un­um. Hægri­flokk­ur­inn Ven­stre er nú í minni­hluta­stjórn eftir að við­ræður við danska Þjóð­ar­flokk­inn runnu út í sand­inn. Lars Løkke Rasmus­sen, for­maður Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra, þarf þó á stuðn­ingi Þjóð­ar­flokks­ins að halda til að stjórn hans haldi í þing­inu.

Þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem nú er stærsti flokkur bláu blokk­ar­inn­ar, vill stöðva flæði inn­flytj­enda til Dan­merk­ur.

DENMARK ELECTIONS Minni­hluta­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen er sú minnsta í ára­tugi í Dan­mörku. Flokkur hans Ven­stre þarf að reiða sig á stuðn­ing danska Þjóð­ar­flokks­ins til að koma lögum í gegnum þing­ið. (Mynd: EPA)

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None