Ný dönsk stjórn vill herða landamæraeftirlit

lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Krist­ian Jen­sen, nýr utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, kynnt­i þýskum kollega sínum á fundi þeirra í Berlín í morgun að Dan­mörk vilji end­ur­vekja landamæra­eft­ir­lit á sam­eig­in­legum landa­mærum land­anna. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Berl­inske.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þar er kveðið á um frelsi allra til að ferð­ast yfir­landa­mæri að­ild­ar­ríkja án þess að fram­vísa leyf­um. Slíkt þarf aðeins að gera á ytri landa­mærum álf­unn­ar.

Jen­sen segir ný stjórn­völd vilja útfæra landamæra­eft­ir­lit innan Schen­gen-regl­anna. „Við munum eiga sam­tal við Brus­sel og fram­kvæmd­stjórn ESB, en einnig nágranna­lönd okk­ar,“ sagði hann eftir fund sinn við Frank-Walter Stein­meier, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, í dag.

Auglýsing

Hert landamæra­eft­ir­lit mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Síð­ast þegar hægri­st­jórn var við völd í Dan­mörku árið 2011 voru sett upp toll­hlið á landa­mærum til Dan­merk­ur. Vinstri­st­jórn Helle Thorn­ing-Schmidt felldi lög um þau úr gildi þegar hún komst til valda síðla árs 2011.

Ný rík­is­stjórn bláu fylk­ing­ar­innar tók við í Dan­mörku á sunnu­dag eftir að rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna í rauðu fylk­ing­unni féll í þing­kosn­ingum á dög­un­um. Hægri­flokk­ur­inn Ven­stre er nú í minni­hluta­stjórn eftir að við­ræður við danska Þjóð­ar­flokk­inn runnu út í sand­inn. Lars Løkke Rasmus­sen, for­maður Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra, þarf þó á stuðn­ingi Þjóð­ar­flokks­ins að halda til að stjórn hans haldi í þing­inu.

Þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem nú er stærsti flokkur bláu blokk­ar­inn­ar, vill stöðva flæði inn­flytj­enda til Dan­merk­ur.

DENMARK ELECTIONS Minni­hluta­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen er sú minnsta í ára­tugi í Dan­mörku. Flokkur hans Ven­stre þarf að reiða sig á stuðn­ing danska Þjóð­ar­flokks­ins til að koma lögum í gegnum þing­ið. (Mynd: EPA)

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None