Ný dönsk stjórn vill herða landamæraeftirlit

lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Krist­ian Jen­sen, nýr utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, kynnt­i þýskum kollega sínum á fundi þeirra í Berlín í morgun að Dan­mörk vilji end­ur­vekja landamæra­eft­ir­lit á sam­eig­in­legum landa­mærum land­anna. Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Berl­inske.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þar er kveðið á um frelsi allra til að ferð­ast yfir­landa­mæri að­ild­ar­ríkja án þess að fram­vísa leyf­um. Slíkt þarf aðeins að gera á ytri landa­mærum álf­unn­ar.

Jen­sen segir ný stjórn­völd vilja útfæra landamæra­eft­ir­lit innan Schen­gen-regl­anna. „Við munum eiga sam­tal við Brus­sel og fram­kvæmd­stjórn ESB, en einnig nágranna­lönd okk­ar,“ sagði hann eftir fund sinn við Frank-Walter Stein­meier, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, í dag.

Auglýsing

Hert landamæra­eft­ir­lit mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Síð­ast þegar hægri­st­jórn var við völd í Dan­mörku árið 2011 voru sett upp toll­hlið á landa­mærum til Dan­merk­ur. Vinstri­st­jórn Helle Thorn­ing-Schmidt felldi lög um þau úr gildi þegar hún komst til valda síðla árs 2011.

Ný rík­is­stjórn bláu fylk­ing­ar­innar tók við í Dan­mörku á sunnu­dag eftir að rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna í rauðu fylk­ing­unni féll í þing­kosn­ingum á dög­un­um. Hægri­flokk­ur­inn Ven­stre er nú í minni­hluta­stjórn eftir að við­ræður við danska Þjóð­ar­flokk­inn runnu út í sand­inn. Lars Løkke Rasmus­sen, for­maður Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra, þarf þó á stuðn­ingi Þjóð­ar­flokks­ins að halda til að stjórn hans haldi í þing­inu.

Þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem nú er stærsti flokkur bláu blokk­ar­inn­ar, vill stöðva flæði inn­flytj­enda til Dan­merk­ur.

DENMARK ELECTIONS Minni­hluta­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen er sú minnsta í ára­tugi í Dan­mörku. Flokkur hans Ven­stre þarf að reiða sig á stuðn­ing danska Þjóð­ar­flokks­ins til að koma lögum í gegnum þing­ið. (Mynd: EPA)

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None