„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands

Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.

Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að vand­aðar vís­inda­rann­sóknir fari fram á áhrifum gasmeng­unar á heilsu manna svo að hægt sé að skera úr um áhrif þeirra á heilsu, bæði til lengri og skemmri tíma. Nauð­syn­legt er að slíkar rann­sóknir hefj­ist sem fyrst.

Þetta kemur fram í grein Gunn­ars Guð­munds­sonar, lungna­læknis við lungna­deild Land­spít­ala og lækna­deild Háskóla Íslands, „Eld­gos og eitr­aðar loft­teg­und­ir“ í nýjasta riti Lækna­blaðs­ins.

Fram kemur í máli hans að kom­inn sé fram nýr ógn­valdur við heilsu manna á suð­vest­ur­hluta Íslands, eitr­aðar loft­teg­undir sem ber­ast frá eld­stöð­inni í Fagra­dals­fjalli á Reykja­nesskaga. Vitað sé að þær geta valdið aukn­ingu á önd­un­ar­færa­ein­kennum og notkun inn­önd­un­ar­lyfja. Minna sé vitað um lang­tíma­á­hrif vegna gasmeng­unar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á lang­tíma­heilsu.

Auglýsing

Eins og alþjóð veit hófst eld­gos í Geld­inga­dölum í Fagra­dals­fjalli þann 19. mars síð­ast­lið­inn og hafa margar gossprungur opn­ast á þessu tíma­bili. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gos­inu en engin hætta stafar að byggð vegna þess.

Áhrif loft­teg­unda á heilsu­far manna mis­mun­andi

Gunnar rekur laus­lega sögu eld­gosa á Íslandi en hann segir að frá því að Ísland byggð­ist hafi orðið fjölda­mörg eld­gos á Íslandi. Þau hafi leitt til eyði­legg­ingar á híbýlum manna, búferla­flutn­inga, mat­ar­skorts, og búfjár­fellis vegna eyði­legg­ingar á beit­ar­landi og eitrana. Þau hafi einnig valdið sjúk­dómum og slysum sem leitt hafa til dauðs­falla. Eld­gos hafa áhrif á umhverfi sitt með rennsli hrauna, gjósku­falli og útstreymi kvikugasa.

„Kvika er berg­bráð með upp­leystum loft­teg­und­um. Gasið losnar úr kvik­unni í gosopi og þegar kvika storknar á yfir­borði og í gasmekki. Helstu gas­teg­und­irnar eru vatns­gufa (H2O), koldí­oxíð (CO2) og brenni­steins­dí­oxíð (SO2) og yfir­leitt er lang­mest af þeirri fyrst­nefndu. Einnig losnar vetni (H2), brenni­steins­vetni (H2S), kolmónoxíð (CO), og í litlu magni brenni­steinn (S2), metan­gas (CH4), vetnisklóríð eða salt­sýra (HCl) og vetn­is­flú­oríð eða flú­or­sýra (HF),“ skrifar hann.

Bendir hann á að áhrif þess­ara loft­teg­unda á heilsu­far manna séu mis­mun­andi. Íslenskar reglu­gerðir skil­greini heilsu­vernd­ar­mörk og vinnu­vernd­ar­mörk meng­andi loft­teg­unda í and­rúms­lofti fyrir íbúa Íslands. Hann segir að heilsu­vernd­ar­mörk séu hugsuð fyrir almenn­ing, bæði börn og full­orðna, sjúka sem heil­brigða. Þeim sé ætlað að vera við­miðun fyrir hvað telst skað­legt fyrir ein­stak­ling­inn til lengri tíma. Vinnu­vernd­ar­mörk séu hæsta leyfi­lega með­al­tals­mengun í and­rúms­lofti starfs­manna, gefið upp fyrir 8 klukku­stundir og einnig fyrir 15 mín­útna við­veru. „Í nátt­úru­ham­förum eins og eld­gosum getur loft­mengun farið langt yfir bæði þessi mörk,“ segir hann.

Aukn­ing á komum á heilsu­gæslu vegna önd­un­ar­færa­ein­kenna

Gunnar útskýrir að áhrifum loft­teg­unda megi skipta í tvennt. „Í fyrsta lagi eru loft­teg­undir sem erta slím­húðir og húð. Í lágum styrk­leika valda þær ert­ingu í augum og efri hluta önd­un­ar­færa. Í hærri styrk valda þær ert­ingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa þær áhrif á neðri hluta önd­un­ar­færa og geta valdið lungna­bjúg vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um slíkar loft­teg­undir eru brenni­steins­dí­oxíð og brenni­steins­sýra. Í öðru lagi eru loft­teg­undir sem valda köfnun vegna áhrifa á flutn­ing súr­efnis og frumu­önd­un. Dæmi um þær eru koldí­oxíð og kolmónoxíð,“ skrifar hann.

„Mesta bráða­hættan skap­ast af loft­teg­undum sem eru þyngri en and­rúms­loftið og geta því borist með jörðu og fyllt svæði sem eru lægri, eins dældir og dali í nátt­úr­unni eða kjall­ara húsa. Brenni­steins­dí­oxíð og koldí­oxíð eru dæmi um slíkar loft­teg­und­ir. Í eld­gos­inu í Holu­hrauni árið 2015 kom upp mikið magn brenni­steins­dí­oxíðs,“ skrifar hann og bætir því við að nýlega hafi verið birtar greinar um áhrif þess á heilsu manna.

Þar komi fram að aukn­ing hafi orðið á komum á heilsu­gæslu vegna önd­un­ar­færa­ein­kenna og meira verið leyst út af inn­önd­un­ar­lyfj­um. „Þar kom fram að loft­mengun getur varað lengur en áður var talið, meðal ann­ars vegna þess að kviku­gösin geta verið til staðar lengur en talið var.“

Gos í Holuhrauni 13. sept. 2014. Stærsti gígurinn kallaðist Baugur og reis um 560 m yfir umhverfið. Smærri gígarnir kölluðust Baugsbörn. Mynd: Wiki Commons/Ahjartar

Gunnar bendir á að emb­ætti land­lækn­is, Almanna­varn­ir, Veð­ur­stofa Íslands, Umhverf­is­stofnun og fleiri aðilar standi að nákvæmri vöktun eld­stöðv­anna í Geld­inga­döl­um. Þannig hafi mæla­kerfi Umhverf­is­stofn­unar sem mælir loft­mengun verið stór­aukið og upp­lýs­inga­flæði frá þeim verið bætt stór­lega. Veð­ur­stofa Íslands upp­færir dag­lega spá varð­andi gasmengun vegna eld­goss­ins við Fagra­dals­fjall og birti spálíkan sem sýnir brenni­steins­mengun í byggð fyrir næstu 72 tíma.

Enn fremur fylgist emb­ætti land­læknis náið með heilsu­fari þeirra sem búa næst gos­s­töðv­unum og lyfja­notkun þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent