„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands

Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.

Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að vand­aðar vís­inda­rann­sóknir fari fram á áhrifum gasmeng­unar á heilsu manna svo að hægt sé að skera úr um áhrif þeirra á heilsu, bæði til lengri og skemmri tíma. Nauð­syn­legt er að slíkar rann­sóknir hefj­ist sem fyrst.

Þetta kemur fram í grein Gunn­ars Guð­munds­sonar, lungna­læknis við lungna­deild Land­spít­ala og lækna­deild Háskóla Íslands, „Eld­gos og eitr­aðar loft­teg­und­ir“ í nýjasta riti Lækna­blaðs­ins.

Fram kemur í máli hans að kom­inn sé fram nýr ógn­valdur við heilsu manna á suð­vest­ur­hluta Íslands, eitr­aðar loft­teg­undir sem ber­ast frá eld­stöð­inni í Fagra­dals­fjalli á Reykja­nesskaga. Vitað sé að þær geta valdið aukn­ingu á önd­un­ar­færa­ein­kennum og notkun inn­önd­un­ar­lyfja. Minna sé vitað um lang­tíma­á­hrif vegna gasmeng­unar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á lang­tíma­heilsu.

Auglýsing

Eins og alþjóð veit hófst eld­gos í Geld­inga­dölum í Fagra­dals­fjalli þann 19. mars síð­ast­lið­inn og hafa margar gossprungur opn­ast á þessu tíma­bili. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gos­inu en engin hætta stafar að byggð vegna þess.

Áhrif loft­teg­unda á heilsu­far manna mis­mun­andi

Gunnar rekur laus­lega sögu eld­gosa á Íslandi en hann segir að frá því að Ísland byggð­ist hafi orðið fjölda­mörg eld­gos á Íslandi. Þau hafi leitt til eyði­legg­ingar á híbýlum manna, búferla­flutn­inga, mat­ar­skorts, og búfjár­fellis vegna eyði­legg­ingar á beit­ar­landi og eitrana. Þau hafi einnig valdið sjúk­dómum og slysum sem leitt hafa til dauðs­falla. Eld­gos hafa áhrif á umhverfi sitt með rennsli hrauna, gjósku­falli og útstreymi kvikugasa.

„Kvika er berg­bráð með upp­leystum loft­teg­und­um. Gasið losnar úr kvik­unni í gosopi og þegar kvika storknar á yfir­borði og í gasmekki. Helstu gas­teg­und­irnar eru vatns­gufa (H2O), koldí­oxíð (CO2) og brenni­steins­dí­oxíð (SO2) og yfir­leitt er lang­mest af þeirri fyrst­nefndu. Einnig losnar vetni (H2), brenni­steins­vetni (H2S), kolmónoxíð (CO), og í litlu magni brenni­steinn (S2), metan­gas (CH4), vetnisklóríð eða salt­sýra (HCl) og vetn­is­flú­oríð eða flú­or­sýra (HF),“ skrifar hann.

Bendir hann á að áhrif þess­ara loft­teg­unda á heilsu­far manna séu mis­mun­andi. Íslenskar reglu­gerðir skil­greini heilsu­vernd­ar­mörk og vinnu­vernd­ar­mörk meng­andi loft­teg­unda í and­rúms­lofti fyrir íbúa Íslands. Hann segir að heilsu­vernd­ar­mörk séu hugsuð fyrir almenn­ing, bæði börn og full­orðna, sjúka sem heil­brigða. Þeim sé ætlað að vera við­miðun fyrir hvað telst skað­legt fyrir ein­stak­ling­inn til lengri tíma. Vinnu­vernd­ar­mörk séu hæsta leyfi­lega með­al­tals­mengun í and­rúms­lofti starfs­manna, gefið upp fyrir 8 klukku­stundir og einnig fyrir 15 mín­útna við­veru. „Í nátt­úru­ham­förum eins og eld­gosum getur loft­mengun farið langt yfir bæði þessi mörk,“ segir hann.

Aukn­ing á komum á heilsu­gæslu vegna önd­un­ar­færa­ein­kenna

Gunnar útskýrir að áhrifum loft­teg­unda megi skipta í tvennt. „Í fyrsta lagi eru loft­teg­undir sem erta slím­húðir og húð. Í lágum styrk­leika valda þær ert­ingu í augum og efri hluta önd­un­ar­færa. Í hærri styrk valda þær ert­ingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa þær áhrif á neðri hluta önd­un­ar­færa og geta valdið lungna­bjúg vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um slíkar loft­teg­undir eru brenni­steins­dí­oxíð og brenni­steins­sýra. Í öðru lagi eru loft­teg­undir sem valda köfnun vegna áhrifa á flutn­ing súr­efnis og frumu­önd­un. Dæmi um þær eru koldí­oxíð og kolmónoxíð,“ skrifar hann.

„Mesta bráða­hættan skap­ast af loft­teg­undum sem eru þyngri en and­rúms­loftið og geta því borist með jörðu og fyllt svæði sem eru lægri, eins dældir og dali í nátt­úr­unni eða kjall­ara húsa. Brenni­steins­dí­oxíð og koldí­oxíð eru dæmi um slíkar loft­teg­und­ir. Í eld­gos­inu í Holu­hrauni árið 2015 kom upp mikið magn brenni­steins­dí­oxíðs,“ skrifar hann og bætir því við að nýlega hafi verið birtar greinar um áhrif þess á heilsu manna.

Þar komi fram að aukn­ing hafi orðið á komum á heilsu­gæslu vegna önd­un­ar­færa­ein­kenna og meira verið leyst út af inn­önd­un­ar­lyfj­um. „Þar kom fram að loft­mengun getur varað lengur en áður var talið, meðal ann­ars vegna þess að kviku­gösin geta verið til staðar lengur en talið var.“

Gos í Holuhrauni 13. sept. 2014. Stærsti gígurinn kallaðist Baugur og reis um 560 m yfir umhverfið. Smærri gígarnir kölluðust Baugsbörn. Mynd: Wiki Commons/Ahjartar

Gunnar bendir á að emb­ætti land­lækn­is, Almanna­varn­ir, Veð­ur­stofa Íslands, Umhverf­is­stofnun og fleiri aðilar standi að nákvæmri vöktun eld­stöðv­anna í Geld­inga­döl­um. Þannig hafi mæla­kerfi Umhverf­is­stofn­unar sem mælir loft­mengun verið stór­aukið og upp­lýs­inga­flæði frá þeim verið bætt stór­lega. Veð­ur­stofa Íslands upp­færir dag­lega spá varð­andi gasmengun vegna eld­goss­ins við Fagra­dals­fjall og birti spálíkan sem sýnir brenni­steins­mengun í byggð fyrir næstu 72 tíma.

Enn fremur fylgist emb­ætti land­læknis náið með heilsu­fari þeirra sem búa næst gos­s­töðv­unum og lyfja­notkun þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent