„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands

Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.

Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
Auglýsing

Mikilvægt er að vandaðar vísindarannsóknir fari fram á áhrifum gasmengunar á heilsu manna svo að hægt sé að skera úr um áhrif þeirra á heilsu, bæði til lengri og skemmri tíma. Nauðsynlegt er að slíkar rannsóknir hefjist sem fyrst.

Þetta kemur fram í grein Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis við lungnadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands, „Eldgos og eitraðar lofttegundir“ í nýjasta riti Læknablaðsins.

Fram kemur í máli hans að kominn sé fram nýr ógnvaldur við heilsu manna á suðvesturhluta Íslands, eitraðar lofttegundir sem berast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Vitað sé að þær geta valdið aukningu á öndunarfæraeinkennum og notkun innöndunarlyfja. Minna sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu.

Auglýsing

Eins og alþjóð veit hófst eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn og hafa margar gossprungur opnast á þessu tímabili. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu en engin hætta stafar að byggð vegna þess.

Áhrif lofttegunda á heilsufar manna mismunandi

Gunnar rekur lauslega sögu eldgosa á Íslandi en hann segir að frá því að Ísland byggðist hafi orðið fjöldamörg eldgos á Íslandi. Þau hafi leitt til eyðileggingar á híbýlum manna, búferlaflutninga, matarskorts, og búfjárfellis vegna eyðileggingar á beitarlandi og eitrana. Þau hafi einnig valdið sjúkdómum og slysum sem leitt hafa til dauðsfalla. Eldgos hafa áhrif á umhverfi sitt með rennsli hrauna, gjóskufalli og útstreymi kvikugasa.

„Kvika er bergbráð með uppleystum lofttegundum. Gasið losnar úr kvikunni í gosopi og þegar kvika storknar á yfirborði og í gasmekki. Helstu gastegundirnar eru vatnsgufa (H2O), koldíoxíð (CO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2) og yfirleitt er langmest af þeirri fyrstnefndu. Einnig losnar vetni (H2), brennisteinsvetni (H2S), kolmónoxíð (CO), og í litlu magni brennisteinn (S2), metangas (CH4), vetnisklóríð eða saltsýra (HCl) og vetnisflúoríð eða flúorsýra (HF),“ skrifar hann.

Bendir hann á að áhrif þessara lofttegunda á heilsufar manna séu mismunandi. Íslenskar reglugerðir skilgreini heilsuverndarmörk og vinnuverndarmörk mengandi lofttegunda í andrúmslofti fyrir íbúa Íslands. Hann segir að heilsuverndarmörk séu hugsuð fyrir almenning, bæði börn og fullorðna, sjúka sem heilbrigða. Þeim sé ætlað að vera viðmiðun fyrir hvað telst skaðlegt fyrir einstaklinginn til lengri tíma. Vinnuverndarmörk séu hæsta leyfilega meðaltalsmengun í andrúmslofti starfsmanna, gefið upp fyrir 8 klukkustundir og einnig fyrir 15 mínútna viðveru. „Í náttúruhamförum eins og eldgosum getur loftmengun farið langt yfir bæði þessi mörk,“ segir hann.

Aukning á komum á heilsugæslu vegna öndunarfæraeinkenna

Gunnar útskýrir að áhrifum lofttegunda megi skipta í tvennt. „Í fyrsta lagi eru lofttegundir sem erta slímhúðir og húð. Í lágum styrkleika valda þær ertingu í augum og efri hluta öndunarfæra. Í hærri styrk valda þær ertingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa þær áhrif á neðri hluta öndunarfæra og geta valdið lungnabjúg vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um slíkar lofttegundir eru brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýra. Í öðru lagi eru lofttegundir sem valda köfnun vegna áhrifa á flutning súrefnis og frumuöndun. Dæmi um þær eru koldíoxíð og kolmónoxíð,“ skrifar hann.

„Mesta bráðahættan skapast af lofttegundum sem eru þyngri en andrúmsloftið og geta því borist með jörðu og fyllt svæði sem eru lægri, eins dældir og dali í náttúrunni eða kjallara húsa. Brennisteinsdíoxíð og koldíoxíð eru dæmi um slíkar lofttegundir. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2015 kom upp mikið magn brennisteinsdíoxíðs,“ skrifar hann og bætir því við að nýlega hafi verið birtar greinar um áhrif þess á heilsu manna.

Þar komi fram að aukning hafi orðið á komum á heilsugæslu vegna öndunarfæraeinkenna og meira verið leyst út af innöndunarlyfjum. „Þar kom fram að loftmengun getur varað lengur en áður var talið, meðal annars vegna þess að kvikugösin geta verið til staðar lengur en talið var.“

Gos í Holuhrauni 13. sept. 2014. Stærsti gígurinn kallaðist Baugur og reis um 560 m yfir umhverfið. Smærri gígarnir kölluðust Baugsbörn. Mynd: Wiki Commons/Ahjartar

Gunnar bendir á að embætti landlæknis, Almannavarnir, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun og fleiri aðilar standi að nákvæmri vöktun eldstöðvanna í Geldingadölum. Þannig hafi mælakerfi Umhverfisstofnunar sem mælir loftmengun verið stóraukið og upplýsingaflæði frá þeim verið bætt stórlega. Veðurstofa Íslands uppfærir daglega spá varðandi gasmengun vegna eldgossins við Fagradalsfjall og birti spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma.

Enn fremur fylgist embætti landlæknis náið með heilsufari þeirra sem búa næst gosstöðvunum og lyfjanotkun þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent