Framleiðendur House of Cards-þáttaraðarinnar hafa tilkynnt að gerð verði fjórða sería hennar og að hún verði sýnd snemma á næsta ári, 2016. Ljóst er að fregnirnar munu gleðja þá áskrifendur Netflix, og áhorfendur allra þeirra sjónvarpsstöðva sem sýna þættina (þar á með RÚV), enda hafa þeir notið feykilegra vinsælda frá því sagan af spennuþrungnu, lævísu og oft á tíðum siðlausu klifri Underwood-hjónanna upp valdastiga bandarískra stjórnmála.
Þriðja serían hefur verið aðgengileg á Netflix frá 27. febrúar síðastliðnum og enn er verið að sýna hana á RÚV, sem hóf sýningar á þeim 2. mars. Líkt og með allt efni sem Netflix framleiðir var hægt að horfa á eins marga þætti og viðkomandi vildi strax og búið var að gera þá aðgengilega og því margir sem eru löngu búnir að klára seríu þrjú, enda tugþúsundir Íslendinga með aðgang að Netflix. Síðasta fimmtudag tilkynntu framleiðendur House of Cards á Twitter að þeir geti hætt að lesa í hvort endir síðustu þáttaraðar sé endalok sögunnar. Fjórða serían verður sýnd á árinu 2016.
I will leave a legacy. #Underwood2016 pic.twitter.com/lEC49fd7X1
— House of Cards (@HouseofCards) April 2, 2015
Það er reyndar orðin nokkurs konar hefð hjá framleiðendunum að tilkynna um framvindu í framleiðslunni á Twitter. Þeir gerðu það líka þegar þeir tilkynntu um þriðju seríuna. Beau Willimon, einn handritshöfunda þáttanna, tísti í kjölfar yfirlýsingarinnar að hann og hinir höfundarnir hafi reyndar verið að vinna að fjórðu seríunni mánuðum saman.
Official - S4 of @HouseofCards announced. But the writers & I have been secretly writing for months hehe. @netflix pic.twitter.com/rmra1rWBlj
— Beau Willimon (@BeauWillimon) April 2, 2015