Nýta sér viðkvæma stöðu fólks til að hagnast á stríðinu í Úkraínu

Svikarar og netglæpamenn hika ekki við að nýta sér tækifærið og hagnast á stríðinu í Úkraínu. Þeir svífast einskis og óska eftir fjárframlögum í formi rafmyntar í nafni annars fólks, allt frá læknum til fólks sem starfar í mannúðarstarfi.

Fjöldi fólks hefur stutt við íbúa Úkraínu vegna stríðsins. Svikarar og netglæpamenn hafa séð sér leik á borði og hafa fé að fólki, einkum í formi rafmyntar.
Fjöldi fólks hefur stutt við íbúa Úkraínu vegna stríðsins. Svikarar og netglæpamenn hafa séð sér leik á borði og hafa fé að fólki, einkum í formi rafmyntar.
Auglýsing

Tæpir tveir mán­uðir eru síðan inn­rás rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu hófst. Volodomír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, hét því að vera um kyrrt og berj­ast „Við munum verja okk­ur, og þegar þið gerið árás munuð þið sjá and­lit okk­ar. Ekki bök okk­ar, heldur and­lit,“ sagði Zel­en­skí í sjón­varps­ávarpi 24. febr­ú­ar, dag­inn sem inn­rásin hófst.

Rík­is­stjórn Zel­en­skí óskaði eftir fjár­fram­lögum frá heims­byggð­inni til að takast á við verk­efnið sem fram undan var. Almenn­ingur svar­aði kall­inu og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá úkra­ínskum yfir­völdum hafa yfir 70 millj­ónir safnast, aðeins í raf­mynt.

Aldrei fleiri svika­myllur skil­greindar af net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækjum

Svik­arar og net­glæpa­menn sáu sér fljótt leik á borði og nýta sé nú and­lit ann­ars fólks til að hagn­ast á stríð­inu. Net­ör­ygg­is­fyr­ir­tæki hafa fundið slóð tölvu­pósts­sam­skipta þar sem óskað er eftir fjár­fram­lögum til stuðn­ings þeirra sem þjást vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Alls hafa um 2,8 millj­ónir aðgangar þar sem óskað er eftir stuðn­ingi í formi raf­myntar verið skil­greindir af net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækjum sem svika­myllur og hafa aldrei verið fleiri.

Auglýsing

„Ein­hverjir eru að hagn­ast á þessu og ég hafði það á til­finn­ing­unni að fólk myndi falla fyrir þessu og fólk er að falla fyrir þessu,“ segir Ax Sharma, starfs­maður hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Sona­type. Hann hefur rann­sakað slóð tölvu­pósta. Hannah Gel­bart, rann­sókn­ar­blaða­maður sem sér­hæfir sig í upp­lýs­inga­óreiðu á heims­vísu, hefur fylgt staf­rænni slóð nokk­urra net­glæpa­manna sem hafa það að mark­miði að hagn­ast á stríð­inu í Úkra­ínu og naut aðstoðar Sharma.

„Það er allt rangt við þetta“

Í einum tölvu­póst­inum eru óskað eftir fjár­fram­lögum í nafni barna­lækna­þjón­ustu í Khar­kív, sem átti að hafa eyði­lagst í loft­árásum Rússa á borg­ina. Eftir nán­ari athugun kom í ljós að engin barna­lækna­þjón­usta sem pass­aði við lýs­ing­una í tölvu­póst­inum væri til. Eftir öfuga mynda­leit af lækni sem á að starfa hjá þjón­ust­unni kom upp mynd af mexíkóskum lækni.

„Þessi mann­eskja er að nota mynd­ina af mér og mína per­sónu til að biðja um pen­inga. Það er allt rangt við þetta,“ segir Miguel Ángel Minero Hibert, barna­læknir í Mexík­ó­borg. Hann segir það mikil von­brigði að ein­hverjir geti hugsað sér að fara þessa leið til að afla fjár.

Fólk getur ekki treyst hvert pen­ing­arnir fara

Átta þús­und kíló­metrum frá þunga­miðju átak­anna býr Lindsey Novak-D­uchaine. Hún á tvo vini í Úkra­ínu sem þurfa nú að gegna her­skyldu og vildi hún gera eitt­hvað til að leggja sitt af mörk­um. Hún útbjó ýmsan varn­ing og setti á sölu og kynnti fram­takið á Twitt­er.

„Ég komst að því að ein­hver var að nota prófíl­mynd­ina mína og byrj­aði að tísta eins og ég og ósk­uðu eftir fjár­fram­lögum frá nokkrum fylgj­enda minna,“ segir Linds­ey. Hún til­kynnti aðgang­inn til Twitter sem eyddi hon­um. Lindsey seg­ist skilja að fólk haldi aftur af sér þegar kemur að því að styðja við góð mál­efni. Fólk getur ekki treyst hvert pen­ingar þess fer.

„Hætt­ið, þið bara verðið að hætta“

Upp­lýs­ingar um fjár­upp­hæðir sem safn­ast hafa í formi raf­myntar til góða­gerða­mála eru opin­ber­ar. Það var því lítið mál fyrir rann­sókn­ar­blaða­mann­inn Gel­bart að kom­ast að því hversu miklu hafði verið safnað í nafni Linds­ey. Nið­ur­stað­an: Tæpir 600 doll­ar­ar.

Það er kannski ekki há upp­hæð en þegar litið er til þess að aðgangar líkt og þessir telja nærri þremur millj­ónum verður málið öllu alvar­legra. Merki þessi efnis að um svik séu að ræða eru auð­þekkj­an­leg. Mis­mun­andi net­föng eftir því hver send­and­inn er og net­fangið sem kemur þegar hafa á sam­band við góð­gerð­ar­fé­lagið eru til að mynda dæmi um að ekki sé allt með felldu.

Einnig eru dæmi um að svika­síður séu settar upp í nafni stórra alþjóð­legra mann­úð­ar­sam­taka líkt og UNICEF. Aðspurður hvaða skila­boð ætti að senda til svik­ar­anna og net­glæpa­mann­ann segir tals­maður UNICEF þau ein­föld: „Hætt­ið, þið bara verðið að hætta. Fólk þarf á þessum fjár­fram­lögum að halda, taf­ar­laust, til að halda lífi og kom­ast í öruggt skjól.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki