Obama frestar brottför hersins frá Afganistan - stríðið orðið að kosningamáli

obamar.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hefur form­lega til­kynnt að banda­ríski her­inn verði áfram með við­veru í Afganistan árið 2017 þótt dregið verði úr fjöld­an­um. Þannig er end­an­lega úti um lof­orð hans um að binda endi á stríðið í Afganistan á meðan hann er for­seti. Hann seg­ist samt sem áður ekki styðja hug­mynd­ina um „enda­laust stríð“.

Áætl­anir höfðu verið uppi um að draga til baka allt her­lið nema mjög fámennt lið tengt sendi­ráði Banda­ríkj­anna í Afganistan fyrir lok næsta árs. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að 5.500 manna her­lið verði áfram í land­inu, en her­liðið telur tæp­lega tíu þús­und nú.

Búist hafði verið við þessu, og fjöl­miðlar raunar greint frá því að þetta stæði lík­lega til. Til­kynn­ingin kemur í kjöl­far sóknar tali­bana í land­inu, meðal ann­ars náðu þeir tíma­bundnum yfir­ráðum yfir Kunduz seint í sept­em­ber. Þegar Kunduz féll í hendur tali­bana var það skellur fyrir afgönsk stjórn­völd og banda­ríska her­inn sömu­leið­is. Á meðan á umsátri um Kunduz stóð sprengdu Banda­ríkja­menn spít­ala Lækna án landamæra, með þeim afleið­ingum að tíu sjúk­lingar á spít­al­anum og tólf starfs­menn Lækna án landamæra létu líf­ið. Banda­ríkja­menn hafa beðist afsök­unar á því en Læknar án landamæra vilja fá óháða rann­sókn á því hvernig þetta gerð­ist. Afganski stjórn­ar­her­inn náði Kunduz aftur á þriðju­dag­inn.

Auglýsing

Banda­rísk stjórn­völd hafa einnig lýst yfir áhyggjum af því að Íslamska ríkið færi sig upp á skaftið í Afganistan og fái til liðs við sig tali­bana.

Með þess­ari til­kynn­ingu Obama í dag virð­ist ljóst að við­vera Banda­ríkja­hers í Afganistan er orðin að kosn­inga­máli fyrir for­seta­kosn­ing­arnar á næsta ári. Eins og Guar­dian bendir á verður næsti for­seti sá þriðji til þess að hafa yfir­um­sjón með stríð­inu í Afganist­an. Þangað til nú hefur Afganistan ekki verið áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni, og var til dæmis ekk­ert rætt í fyrstu kapp­ræðum demókrata og mjög stutt­lega í tvennum kapp­ræðum repúblik­ana.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None