Öfugt við Íslendinga mælist lítill ESB-hugur í Norðmönnum

Í fyrsta sinn síðan árið 2009 mælist nú meiri stuðningur við aðild að Evrópusambandinu en andstaða, samkvæmt nýlegri könnun. Í Noregi er hið sama alls ekki uppi á teningnum.

Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Auglýsing

Í síð­ustu viku kom fram í nið­ur­stöðum könn­unar frá Gallup að fleiri en færri Íslend­ingar væru nú hlynntir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem fleiri mæl­ast hlynntir aðild að ESB en and­vígir í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd er á meðal íslensks almenn­ings.

Þetta hefur vakið nokkra athygli, sem eðli­legt er, enda mik­ill við­snún­ingur frá fyrri könn­unum Gallup sem og nýlegum við­horfskönn­unum MMR sem birst hafa reglu­lega um hug Íslend­inga til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Síð­asta mæl­ing MMR, frá því í des­em­ber, sýndi 30,7 pró­sent stuðn­ing við inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið og 44,1 pró­sents and­stöðu. Hin nýja könnun Gallup, fram­kvæmd dag­ana 3.-7. mars, sýndi um 47 pró­sent stuðn­ing við aðild en um 33 pró­sent and­stöðu.

Mynd: Úr þjóðarpúlsi Gallup.

Kenn­ingar hafa verið settar fram um hvernig á þessum við­snún­ingi í við­horfum lands­manna til aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu geti staðið og virð­ast margir á því að þessar svipt­ingar megi rekja til hern­að­ar­brölts Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta í Úkra­ínu og sam­evr­ópskrar sam­stöðu með Úkra­ínu, sem hefur sótt um aðild að ESB frá því að Rússar réð­ust inn.

Hvað sem slíkum kenn­ingum líður um stöðu mála hér á landi virð­ist þó ljóst að þær eiga ekki við um frændur okkar Norð­menn, sem hafa rétt eins og Íslend­ingar að meiri­hluta verið gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið um lengri tíma.

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem rann­sókna­fyr­ir­tækið Kantar fram­kvæmdi fyrir norsku sjón­varps­stöð­ina TV2 á síð­asta degi fyrsta degi febr­ú­ar­mán­aðar hefur inn­rás Rússa í Úkra­ínu ekki leitt til auk­ins stuðn­ings við aðild Nor­egs að ESB.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem sagt var frá í frétt TV2 1. mars voru 73,9 pró­sent Norð­manna, sem á annað borð tóku afstöðu, á því að Nor­egur ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Á móti sögðu 26,1 pró­sent þeirra sem afstöðu tóku að Nor­egur ætti að sækja um aðild. Könnun TV2 náði til 527 ein­stak­linga og voru svör þeirra sem tóku ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina ekki tekin inn í útreikn­ing­ana, en ekki er tekið fram í frétt mið­ils­ins hve mörg þau voru.

Meiri and­staða við NATO-að­ild hér­lendis en í Nor­egi (en samt lít­il)

Í könnun Kantar fyrir TV2 var einnig spurt út í aðild Norð­manna að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum mælist hann nú í hæstu hæð­um, en af þeim sem tóku afstöðu í aðra hvora átt­ina vilja tæp 96 pró­sent vera áfram í NATÓ en rúm 4 pró­sent Norð­manna segja sig úr banda­lag­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt áður­nefndum Þjóð­ar­púlsi Gallup eru 75 pró­sent Íslend­inga hlynnt aðild að NATO, en and­staðan við veru Íslands í banda­lag­inu mælist um 9 pró­sent. Færri eru and­vígir veru Íslands í NATO sam­kvæmt þessum þjóð­ar­púlsi Gallup en sam­bæri­legum könn­unum sem fyr­ir­tæki gerði árin 2001 og 2003, en þá voru um 13-14 pró­sent gegn veru Íslands í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu.

Meiri­hluti væntra kjós­enda Vinstri grænna hlynntur NATO-að­ild

Þetta er þó ekki eina könn­unin sem hefur birst á afstöð­unni til Atl­ants­hafs­banda­lags­ins hér­lend­is. Ný könnun Pró­sents, sem fjallað var um í Frétta­blað­inu á föstu­dag, sýndi sam­kvæmt frétt blaðs­ins að um helm­ingur Íslend­inga væru hlynnt aðild að NATO.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins var sér­stak­lega dregið fram að afstaða þeirra sem segj­ast ætla að kjósa Vinstri græn – þann flokk í íslenskum stjórn­málum sem sögu­lega hefur kennt sig við NATÓ-and­stöðu – í garð NATO-að­ildar Íslands væri nú fremur jákvæð. Sam­kvæmt þeim tölum sem blaðið birti voru 49 pró­sent væntra kjós­enda VG hlynnt veru Íslands í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu.

Hvort það hafi eitt­hvað með atburði und­an­far­inna vikna að gera er alls óvíst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar