Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefur framleitt sex stutt fræðslumyndbönd um vinnumarkaðinn þar sem meðal annars er fjallað um jafnaðarkaup, orlof og ráðningasamninga. Myndböndin eru einkum ætluð ungu fólki, segir á vefsíðu sambandsins.
„Sumir atvinnurekendur gera kröfu um að unnin sé ólaunaður prufutími áður en gengið er frá ráðningu. Taktu eftir. Það er ekkert til sem að heitir ólaunaður prufutími eða ólaunuð reynsluráðning. Ókeypis vinna er ekki til. Þrælahald var bannað fyrir nokkur hundruð árum síðan,“ segir í myndbandinu um ráðningasamninga.
Auglýsing
Hér að neðan má sjá myndböndin sex auk þess sem þau eru aðgengileg hér.