Ólöf Helga Adolfsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar

Varaformaður Eflingar hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns stéttarfélagsins. Hún segist þekkja af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin sé launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda.

Ólöf Helga Adolfsdóttir
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Auglýsing

Ólöf Helga Adolfs­dóttir vara­for­maður Efl­ingar hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­manns stétt­ar­fé­lags­ins til næstu tveggja ára, og gefur hún kost á sér til setu í stjórn Efl­ingar á þeim lista sem upp­still­ing­ar­nefnd mun setja sam­an.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Ólöfu Helga sendi á fjöl­miðla í dag en stjórn­­­ar­­kosn­­ing í Efl­ingu, þar með talin kosn­­ing nýs for­­manns, mun fara fram fyrir 15. febr­­úar næst­kom­andi.

„Ég hef verið virk í verka­lýðs­bar­átt­unni und­an­farin ár og setið í stjórn Efl­ingar frá árinu 2019. Frá því í byrjun nóv­em­ber sl. hef ég gegnt emb­ætti vara­for­manns og starfað ásamt Agni­ezsku Ewu Ziólkowsku að því að halda starf­semi Efl­ingar gang­andi í gegnum róst­ur­sama tíma eftir að þáver­andi for­maður félags­ins sagði af sér emb­ætti og fram­kvæmda­stjóri sagði upp störf­um,“ segir hún og vísar í þær vend­ingar sem áttu sér stað innan Efl­ingar á síð­asta ári þar sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, þáver­andi for­maður félags­ins, og fram­kvæmda­stjór­inn, Viðar Þor­steins­son, hættu störfum eftir deilur innan félags­ins.

Auglýsing

Fram kemur hjá Ólöfu Helgu að hún hafi verið virk í verka­lýðs­málum í starfi hennar sem hlaðmaður á Reykja­vík­ur­flug­velli en þar vann hún í fimm ár og gegndi emb­ætti trún­að­ar­manns þar til henni var sagt upp störf­um.

„Það er erfitt að missa vinn­una og fram­færsl­una, ekki síst fyrir okkur sem höfum ein­göngu starfað í lág­launa­störfum og eigum því ekki borð fyrir báru þegar í harð­bakk­ann slær. En það er líka sárt að vera vísað á dyr af óljósum ástæð­um, sem virð­ast ekki vera aðrar en þær að ég sinnti hlut­verki trún­að­ar­manns af alúð á tímum þar sem vegið var að kjörum og rétt­indum starfs­fólks. Við þessar aðstæður átti ég skjól hjá mínu stétt­ar­fé­lagi sem reis upp mér til varn­ar. Ég þekki því af eigin raun hversu mik­il­væg öflug og skipu­lögð verka­lýðs­hreyf­ingin er launa­fólki and­spænis ægi­valdi fyr­ir­tækja og sam­taka atvinnu­rek­enda,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Seg­ist hún bjóða sig fram til for­manns Efl­ingar því hún hafi áhuga á að beina öllum kröftum sínum að verka­lýðs­bar­áttu.

„Ásamt stjórn, samn­inga­nefnd og trún­að­ar­ráði vil ég leiða Efl­ingu – næst­stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins og stærsta félag verka- og lág­launa­fólks – í gegnum kjara­samn­inga sem eru lausir síðar á þessu ári.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trún­að­ar­manna og efla þá í starfi. Ég vil halda áfram því öfl­uga starfi sem Efl­ing hefur unnið að síð­ustu ár og lýtur m.a. að þjón­ustu við erlenda félags­menn og þátt­töku þeirra í starfi hreyf­ing­ar­inn­ar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnu­mark­aði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síð­ast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrif­stofu að efla þjón­ustu við félags­menn enn frekar, byggja upp fræðslu­starf, auka lýð­ræði innan félags­ins og tryggja aðgengi félaga að upp­lýs­ingum um starf­semi Efl­ing­ar,“ segir hún enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent