Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr að því að Facebook síðu sinni í dag, hvort að sú staðreynd að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem nú er orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, og Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar, orðinn framkvæmdastjóri Samfylkinngar, þýði ekki að hlutirnir geti aðeins farið „nema á einn veg?“.
„Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók við í dag sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri-Grænna. Áður var búið að tikynna að sambýlismaður hennar, Kristján Guy Burgess, hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Getur þetta endað nema á einn veg...?“ segir Össur á Facebook síðu sinni. Rósa Björk og Kristján Guy búa saman og eiga saman tvö börn.
Nokkur umræða hefur verið um það undanfarna mánuði, og raunar alveg frá því fyrir kosningarnar 2013, að Samfylkingin og VG sameini krafta sína með sameinuðu framboði á vinstri væng stjórnmálanna. Ekkert hefur formlegt samtal hefur átt sér stað um þessi atriði á landsfundum flokkanna eða formenn flokkanna, Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason, sýnt vilja til þess að fara þessa leið. Þau hafa hins vegar bæði talað fyrir mikilvæg góðs samstarfs og að nauðsynlegt sé fyrir stjórnarandstöðuna að stilla saman strengina.
Fylgi flokkanna hefur mælst lágt að undanförnu, Samfylkingin mælist með 9,3 prósent og VG með 11,8 prósent, samkvæmt nýjustu könnun Gallup.