Óttast mengun frá efnavopnum heimsstyrjaldar í Eystrasalti

Unnið er nú að því af kappi að kanna hvort að sprengingarnar í Nord Stream-gasleiðslunni í Eystrasalti hafi rótað upp mengun fortíðar: Leifum úr efnavopnum sem dembt var í hafið eftir síðari heimsstyrjöld.

Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Auglýsing

Er spreng­ingar urðu í Nord Str­eam-gasleiðsl­unni skammt undan dönsku eyj­unni Borg­und­ar­hólmi á dög­unum fóru vís­inda­menn þegar í stað að velta fyrir sér umhverf­is­á­hrifum atviks­ins. Atviks sem margir vilja meina að hafi verið skemmd­ar­verk. Gríð­ar­legt magn af metangasi fór út í and­rúms­loftið í kjöl­far þess að um hálfur kíló­metri af gasleiðsl­unum miklu hrein­lega splundrað­ist. Þetta er eitt og sér að sjálf­sögðu áfall fyrir heims­byggð­ina sem vinnur nú að því sam­eig­in­lega mark­miði að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

En sumir vís­inda­menn höfðu aðrar og alvar­legri áhyggj­ur. Að spreng­ing­arn­ar, sem urðu 26. sept­em­ber gætu raskað og rótað í haugum af leifum efna­vopna sem var hrúgað á einmitt þessar slóðir í Eystra­salt­inu árið 1947. Það var gert er afvopnun Þýska­lands, eftir ósigur Hitlers og nas­ism­ans, var fram­kvæmd.

Auglýsing

Í frétt á vef vís­inda­tíma­rits­ins Nat­ure segir að um 32 þús­und tonnum af efna­vopn­um, sem inni­héldu um 11 þús­und tonn af virkum efn­um, hafi verið komið fyrir á hafs­botni ekki langt frá Borg­und­ar­hólmi. Nat­ure hefur eftir Hans Sand­er­son, umhverf­is­fræð­ingi við Háskól­ann í Árósum, að með tím­anum hafi járn­hylkin sem eit­ur­efnin voru geymd í að öllum lík­indum tærst og efnin lekið smám saman út í botn­lög­in.

Sand­er­son hefur áhyggjur af því að hinar kröft­ugu spreng­ingar sem urðu í gasleiðsl­unni gætu hafa orðið til þess að efnin losn­uðu úr botn­lög­unum og út í sjó­inn. Hafi það gerst gætu þau skaðað líf­rík­ið.

Hann segir að meðal efna sem legið hafi á botni Eystra­salts­ins sé hið geisla­virka sesín (caes­i­um-137), fjöl­b­róm­aður dífený­let­er, sem er eitrað loga­varn­ar­efni, auk þung­málma á borð við kvika­silf­ur, blý og kadmí­um.

„Eystra­saltið er í raun eitt meng­að­asta haf jarð­ar,“ segir Sand­er­son. „Botn­lögin þar eru full af drasli.“

Eins nálægt haug­unum og hugs­ast gat

Áður en Nord Str­eam-gasleiðsl­urnar voru lagðar um Eystra­saltið milli Rúss­lands og Þýska­lands var Sand­er­son meðal þeirra sem tók þátt í að gera umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­inn­ar. Hann segir spreng­ing­arnar í sept­em­ber hafa orðið „eins nálægt efna­vopnarusla­haugnum og mögu­legt var“.

Er Sand­er­son sá myndir af vett­vangi, sá metangas­bólurnar risa­vöxnu yfir göt­unum sem höfðu mynd­ast í kjöl­far spreng­ing­anna, seg­ist hann hafa gert sér grein fyrir að rót hefði kom­ist á botn­lög­in. Að sand­ur­inn sem eit­ur­efnin hafi lekið út í um ára­tuga­skeið hefði þyrl­ast upp.

Nord Stream-gasleiðslan liggur á hafsbotni Eystrasaltsins milli Rússlands og Þýskalands.

Teymi hans er nú að safna gögnum úr vöktun á svæð­inu og búa til líkan um hvað gæti mögu­lega hafa gerst. Einnig er verið að safna sýnum úr sjón­um. Í kjöl­farið munu vís­inda­menn­irnir svo tvinna þau gögn saman við upp­lýs­ingar um líf­ríkið á þessum slóð­um. Þannig á að reyna að meta hvaða áhrif losun eit­ur­efn­anna úr botn­lög­unum gæti haft á ólíkar teg­und­ir.

Þegar rót kemst á botnset sest það ekki strax. Ekki nærri því strax, segir Sand­er­son við Nat­ure. Í Eystra­salt­inu eru haf­straum­arnir ekki sér­stak­lega sterk­ir. Þetta er kyrrt haf í þeim skiln­ingi. Þetta hefur m.a. þau áhrif að sjór­inn er mjög lag­skipt­ur. Hlýrri sjór og kaldur bland­ast ekki stöðugt líkt og ef straum­arnir væru sterk­ir.

Auglýsing

Fleiri við­mæl­endur Nat­ure sem hafa rann­sakað ýmsa þætti Eystra­salts­ins, m.a. tog­veiðar um það síð­ustu ára­tugi, taka undir áhyggjur Sand­er­sons. Einn þeirra bendir á að spreng­ing­arnar hafi orðið á hrygn­ing­ar­svæði þorsks en tíma­setn­ingin gæti hjálpað til því þorsk­ur­inn hrygnir að vori. Engu að síður mun spreng­ingin ein og sér, alveg óháð því hvort að eitrið úr efna­vopn­unum hafi losnað úr álögum botns­ets­ins. Sem dæmi þá blómg­ast ákveðnir þör­ungar að hausti, líf­verur sem eru mik­il­vægar fyrir heil­brigði vist­kerf­is­ins. Hafi þær orðið fyrir áhrifum gæti það haft hlið­ar­verkun upp allan fæðu­p­íramíd­ann.

Vís­inda­menn frá Þýska­landi, Dan­mörku og Sví­þjóð munu taka höndum saman við þessa rann­sókn. Öll ríkin stunda rann­sóknir að ákveðnu marki í Eystra­salti.

Sand­er­son von­ast til þess að nið­ur­stöður ber­ist sem fyrst. Hann bíður þeirra í ofvæni. „Ég er áhyggju­fullur vegna þeirrar stað­reyndar að þetta er mjög mengað botns­et,“ segir hann við Nat­ure. Hafi efnin úr vopn­unum losnað úr læð­ingi við spreng­ing­arnar gæti það valdið skaða. Ekki er hægt að slá því föstu fyrr en nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent