Óttast mengun „matarkörfunnar“ í nafni grænu byltingarinnar

Rafbílar, sólarrafhlöður og vindmyllur. Til alls þessa er nú horft sem lausnar á loftslagsvandanum. En hráefnin falla ekki af himnum ofan. Til framleiðslunnar þarf meðal annars hinn fágæta málm liþíum. Og eftir honum vill Rio Tinto grafa í Serbíu.

Nokkrar ár renna um Jadar-dalinn í Serbíu.
Nokkrar ár renna um Jadar-dalinn í Serbíu.
Auglýsing

Serbar kalla Jad­ar-dal­inn í vest­ur­hluta lands­ins „brauð­körf­una“. Það er skilj­an­legt því um fimmt­ungur allrar land­bún­að­ar­vara sem fram­leiddar eru í land­inu kemur það­an. Dal­ur­inn lúrir milli Cer og Gučevo-fjall­anna. En undir hinum grös­uga og frjósama jarð­vegi finnst að því er talið er eitt mesta magn hins fágæta, mjúka og silf­ur­hvíta málms liþ­í­um. Hann er óstöð­ugur og eld­fimur og er því ekki að finna stakan í jarð­skorp­unni heldur er hann bund­inn í ýmsum stein­dum í bergi. Hann er sann­ar­lega fágæt­ur, aðeins um 0,002 pró­sent af allri skorp­unni sem umvefur plánet­una Jörð.

Auglýsing

Lengi vel var talið að liþ­íum væri að finna í hvað mestu magni í Chile og Bólivíu þrátt fyrir að gröftur eftir honum sé mestur í Ástr­al­íu. Nýlegar jarð­fræði­rann­sóknir í Tékk­landi hafa svo sýnt að þar er hann að finna í vinn­an­legu magni, eins og sagt er þegar það þykir borga sig að grafa eftir hon­um, vinna svo úr berg­inu og því næst selja. Sautján ár eru svo síðan að jarð­fræð­ingur kom niður á liþ­íum í bor­holu í Jad­ar-daln­um. Hann var ekki að leita að því efni heldur öðrum fágætum jarð­efn­um. Það var því eig­in­lega til­viljun að nátt­úru­auð­lindin upp­götv­að­ist á þessum slóð­um.

Lykil­efnið eft­ir­sótta

Kaup­end­urnir eru marg­ir. Og þeim fer hratt fjölg­andi. Liþ­íum er lykil­efni í raf­hlöðum til að knýja hina nýju kyn­slóð bíla, raf­magns­bíla, sem stjórn­völd víða um heim binda vonir við að verði stórt púsl í þeirri við­leitni að bjarga jarð­ar­búum út úr lofts­lags­vand­anum sem þeir hafa komið sér í.

Liþíum fljótandi í olíu. Mynd: Wikipedia

Liþ­íum er líka nauð­syn­legt til fram­leiðslu sól­ar­raf­hlaða og vind­mylla. Það er því eitt hinna fágætu jarð­efna sem eru að verða enn eft­ir­sótt­ari en áður. En til að nálg­ast þau, hvar svo sem þau er að finna í ver­öld­inni, þarf að grafa eftir þeim. Og þeim námu­greftri fylgja oft mikil nátt­úru­spjöll sem og meng­un­ar­hætta, m.a. vegna geisla­virkni sumra efn­anna.

„Græn tækni, raf­bíl­ar, hreint loft – allt þetta þarf á einum mesta liþ­íum-­forða ver­ald­ar­inn­ar, sem finnst einmitt hér í Jadar í Serbíu, að halda.“

Á þessum orðum hefst sjón­varps­aug­lýs­ing sem sýnd hefur verið í serbneska rík­is­sjón­varp­inu und­an­far­ið. Hún hefur það að mark­miði að róa almenn­ing og þær þús­undir sem mót­mælt hafa fyr­ir­hug­uðum námu­greftri í Jad­ar-daln­um. „Við skiljum áhyggjur ykkar vegna umhverf­is­ins full­kom­lega,“ heldur þulur aug­lýs­ing­ar­innar áfram. Námu­fyr­ir­tækið sé að gera nákvæma grein­ingu „til að full­vissa okkur öll um að við þróum Jad­ar-verk­efnið í sam­ræmi við hæstu umhverf­is-, örygg­is- og heil­brigðis­kröf­ur.“ Næst sjást yfir­veg­aðir vís­inda­menn á skjánum og loks ungt par sem gengur inn í sól­ar­lag­ið. „Rio Tin­to: Saman höfum við tæki­færi til að bjarga plánet­unn­i“.

Juukan Gorge, helgir hellar í Ástralíu fyrir og eftir að starfsmenn Rio Tinto eyðilögðu þá.

Rio Tinto. Hið ástr­alska-enska námu­fyr­ir­tæki, það annað stærsta í heim­in­um, hefur ástæðu til að ótt­ast að vera ekki talið trú­verð­ugt þegar kemur að því að grafa eftir liþ­íum í Jad­ar-dalnum með það að mark­miði að verða meðal stærstu fram­leið­enda málms­ins á heims­vísu. Það hefur líka ástæðu til að ásæl­ast þessa auð­lind. Allt liþ­íum sem notað er til fram­leiðslu „grænna lausna“ í Evr­ópu, m.a. raf­bíla, er unnið úr jörðu utan álf­unn­ar. En Evr­ópa vill verða sjálf­bær og því sá Rio Tinto sér leik á borði.

Hin 150 ára saga fyr­ir­tæk­is­ins er stráð ásök­unum og mál­sóknum vegna spill­ing­ar, mann­rétt­inda­brota og umhverf­is­sóða­skap­ar, líkt og rakið er í ítar­legri frétta­skýr­ingu The Guar­dian og Kjarn­inn hefur einnig áður fjallað um. Nýjasta málið höfð­aði banda­ríska við­skipta­ráðið sem sakar fyr­ir­tækið um að hafa beitt blekk­ingum í tengslum við kola­vinnslu sína í einu fátæk­asta ríki heims: Mósam­bík. For­stjór­inn sagði upp í fyrra eftir að upp komst að fyr­ir­tækið hefði vís­vit­andi sprengt upp helga hella í Ástr­alíu – hella sem fyrstu menn­irnir bjuggu í fyrir um 46 þús­und árum. Simon Trott, sem tók við for­stjóra­starf­inu, sagði fyrr á þessu ári að fyr­ir­tækið væri „ekki stolt af sögu sinni“ í tengslum við Mar­andoo-­námuna í Vest­ur­-Ástr­al­íu. Orðin lét hann falla vegna upp­ljóstrana um að hund­ruðum forn­gripa hefði verið hent á haug­ana við námu­vinnsl­una.

Auglýsing

Um svipað leyti féllst stjórn fyr­ir­tæk­is­ins loks á að láta gera mat á áhrifum starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á umhverfi og mann­rétt­indi í Papúa Nýju-Gíneu. Rio Tinto rak kop­ar- og gull­námu á einni eyj­anna í ára­tugi og er sakað um að hafa dælt millj­ónum tonna af úrgangi frá vinnsl­unni í ár og menga vatns­ból með marg­vís­legum afleið­ingum á líf­rík­ið. Íbúar eru enn að bíta úr nál­inni með það. Um þetta til­tekna mál hefur Vera Ill­uga­dóttir m.a. fjallað í þætti af Í ljósi sög­unn­ar.

Dæmin eru miklu fleiri. Eitt það nýjasta er hörð gagn­rýni á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Mongólíu við rekstur enn einnar gull- og kop­ar­námunn­ar. Sú er úti í Gobi-eyði­mörk­inni og er vinnslan í sam­starfi við stjórn­völd í land­inu. Þau hafa hins vegar viðrað alvar­legar áhyggjur sínar af starf­sem­inni. Telja Rio Tin­to, eða öllu heldur dótt­ur­fyr­ir­tæki þess, ekki vera að segja satt og rétt frá um tafir og annað sem upp á hefur komið og orðið til þess að náman er ekki enn orðin sjálf­bær á sjötta starfs­ári.

Liþ­íum í milljón raf­bíla á ári

Nú hefur Rio Tinto sett stefn­una á Serbíu. Í júlí til­kynnti fyr­ir­tækið að það ætl­aði að fjár­festa fyrir millj­arða í áform­aðri vinnslu á liþ­íum í Jad­ar-daln­um. Þetta verður stærsta liþ­íum-­náma Evr­ópu, sagði fyr­ir­tæk­ið. Áformað væri að að starf­rækja námuna í og við Kor­enita-ána í fjöru­tíu ár. Hægt væri að fram­leiða 2,3 millj­ónir tonna af liþ­íum á ári sem og tug­þús­undir tonna af bór-­sýru sem einnig er nýtt til að fram­leiða hina grænu tækni. Efnið myndi duga til að fram­leiða eina milljón raf­bíla árlega. Náman yrði ein­stök á heims­vísu enda ekki vitað um annan stað þar sem bæði liþ­íum og bór er að finna í sömu stein­d­inni. Rio Tinto hefur bent á „li­þ­íum hol­una“ – hversu gríð­ar­leg eft­ir­spurnin sé og verði á næstu árum á sama tíma og að fram­leiðslan sé langa vegu frá því að svala henni.

Rafhlaða í rafbíl sett saman í verksmiðju. Mynd: Audi

Fólk sem mót­mælt hefur áformunum á götum serbneskra borga síð­ustu mán­uði hefur hins vegar bent á að græna bylt­ingin gæti orðið á kostnað nátt­úr­unnar og umhverf­is­ins, einmitt þess sem henni er ætlað að vernda.

Það var einmitt jarð­fræð­ingur á vegum Rio Tinto sem fann liþ­íum í Jad­ar-dalnum fyrir tæpum tveimur ára­tug­um. Koma hans og ann­arra jarð­fræð­inga er Mari­jönu Pet­kovit­sj, sem býr í nágrenni hinnar fyr­ir­hug­uðu námu, í fersku minni. Hún kynnt­ist vís­inda­mönn­unum vel. Bauð þeim í kaffi, segir hún m.a. í við­tali við Guar­dian. „Þá var verið að tala um litla námu, kannski um 20 hekt­ara, og að við myndum varla vita af henn­i.“

Gjafir til sam­fé­lags­ins

Á næstu árum hóf Rio Tinto að færa sam­fé­lög­unum í Jad­ar-dalnum ýmsar gjaf­ir. Einn grunn­skól­anna fékk t.d. eina slíka í formi end­ur­bóta. Fót­boltalið í einu þorp­inu fékk nýtt þak á íþrótta­húsið að gjöf og svo mætti áfram telja.

Námu­á­formin stækk­uðu sam­hliða auknum gjöf­um. Er fram liðu stundir voru þau komin upp í 80 hekt­ara. Í haust barst svo íbúum bréf um að land­bún­að­ar­land í dalnum yrði skil­greint sem iðn­að­ar­svæði. Starfs­maður á vegum Rio Tinto heim­sótti konur í þorp­unum og spurði hvers þær væntu af námu­starf­sem­inni. Pet­kovitsj seg­ist hafa verið ein­föld. Að hún hafi ekki áttað sig á því hvað væri í gangi.

Fjöldamótmæli gegn námunni í Jadar hafa verið haldin oftsinnis í Serbíu á síðustu mánuðum.

Serbnesk stjórn­völd til­kynntu í mars að áhrifa­svæði námunnar yrði um 850 hekt­ar­ar. Það jafn­ast á við um 1.000 fót­bolta­velli. Jarð­efnin yrðu unnin úr bergi undir far­vegi Kor­enita-ár­innar en þar er liþ­íum að finna á 100-650 metra dýpi.

Íbúar Jad­ar-dals­ins þekkja árnar sínar og vita að þær eiga það til að flæða yfir bakka sína. Það gerð­ist til dæmis árið 2014 með þeim afleið­ingum að flóða­vatn komst inn í aflagða kop­ar­námu og eitruð og meng­andi efni flæddu yfir tún og akra. Rio Tinto hefur svarað því til að ætl­unin sé að ganga svo um hnúta að búnar verði til þurrar „kök­ur“ úr fljót­andi úrgangi frá starf­sem­inni til að koma í veg fyrir slík meng­un­ar­slys. Á þeim fjórum ára­tugum sem áformað er að starf­rækja námuna myndu falla til tæp­lega 60 milljón tonn af úrgangi, aðal­lega berg­muln­ingi. Fram­leiðslan er vatns­frek og þyrfti um 6-18 lítra af vatni á sek­úndu.

Auglýsing

Svo stórt svæði þarf Rio Tinto til námu­vinnsl­unnar að fyr­ir­tækið hefur keypt jarðir af tæp­lega 300 land­eig­end­um, að hluta eða í heild. Þá þurfa átta­tíu heim­ili að víkja. Sumir fara af fúsum og frjálsum vilja. Aðrir ekki.

Mörg hús í þorpi Pet­kovitsj eru nú komin í eigu Rio Tinto. Hún lýsir því fyrir blaða­manni Guar­dian að fólk hafi tekið allt eigu­legt úr þeim, jafn­vel glugga, hurðir og þök, áður en það yfir­gaf þau. Eftir standa tómar augn­tóftir áður líf­legra íbúð­ar­húsa.

Bjar­sýnir á leyfi

And­stæð­ingar námunnar hafa m.a. áhyggjur af því að drykkj­ar­vatn hund­ruð þús­unda manna spillist. Drag­ana Đorđević, pró­fessor í umhverf­is­efna­fræði og verk­fræði við háskól­ann í Belgrad, bendir t.d. á að það sé rík ástæða fyrir því að námur sem þessar hafi hingað til verið reknar á afskekktum stöð­um. Hann telur hættu á vatns­mengun mikla.

Rio Tinto hefur ekki enn fengið öll til­skilin leyfi til að hefja fram­kvæmdir við námuna. Fyr­ir­tækið hefur að sögn gert margar rann­sókn­ir, m.a. á líf­ríki, vegna áfor­manna en hefur ekki viljað birta nið­ur­stöður þeirra opin­ber­lega. Til stendur að skila skýrslu um mat á umhverf­is­á­hrifum til serbneska umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins fyrir ára­mót.

Tals­menn Rio Tinto eru bjart­sýnir á jákvæð við­brögð stjórn­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar