Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Stundum er bréfritari að pæla í öðrum hlutum en stjórnmálum og efnahagsmálum. Þessa dagana er það ekki síst veðrið. Það er mánuður til jóla, og hitastigið er eins og það sé vor í lofti, um næstum allt land, hvergi frost nema til fjalla. Það verður að teljast með ólíkindum. Vonandi er fólk að nýta veðrið til góðra útiverka, en tíminn til þess gæti farið að verða naumur. Það er snjókoma í kortunum í lok vikunnar, einkum á Norðurlandi. Skíðaferðir til Akureyrar eru því kannski ekki svo langt undan, hver veit...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.