Pólverjum er vandi á höndum

Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Auglýsing

Á hverju ári nota Pól­verjar 10 millj­ónir tonna af kolum til að hita hús sín, um 87 pró­sent af allri kola­notkun Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim til­gangi. Um helm­ingur kol­anna er unn­inn innan landamæra Pól­lands en síð­ustu ár hafa um 40 pró­sent verið flutt inn frá Rúss­landi eða um 4 millj­ónir tonna á ári. En nú þegar stjórn­völd í Pól­landi hafa bannað inn­flutn­ing á rúss­neskum kolum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu er þeim vandi á hönd­um.

Það er dýrt að vinna kol í Pól­landi og því hafa rúss­nesku kol­in, sem eru mun ódýr­ari, hentað hingað til, segir tals­maður umhverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Smog Alert, í sam­tali við þýska fjöl­mið­il­inn Deutsche Welle, DW.

Auglýsing

Rúss­lensku kolin hafa hingað til verið notuð til að kynda verk­smiðjur í aust­ur­hluta Pól­lands. Og það er ekki ein­falt mál að skipta þeim út fyrir pólsk kol að sögn sér­fræð­inga. Þau rúss­nesku eru, þrátt fyrir að vera ódýr­ari, af betri gæðum og inni­halda minna brenni­stein­s­trí­oxíð en þau pólsku.

Annað vanda­mál felst í því að á síð­asta ári sam­þykktu stjórn­völd í Pól­landi loks að draga úr kola­notkun og fram­leiðslu sinni svo hægt verði að mæta los­un­ar­mark­miðum sem Evr­ópu­sam­bandið skuld­batt sig til á Lofts­lags­ráð­stefn­unni í Glas­gow. Sam­kvæmt þeim áformum sam­þykktu Pól­verjar til dæmis að að hætta við frek­ari inn­viða­upp­bygg­ingu í kola­iðn­aði.

Verð á pólskum kolum hefur hækkað mikið upp á síðkastið og talið er víst að margir, fyr­ir­tæki sem og heim­ili, muni verða í vand­ræðum með að greiða orku­reikn­inga sína. Sér­stak­lega eru þeir lægst laun­uðu taldir í miklum vanda í þessum efn­um. Og vet­ur­inn, sem oft getur verið kaldur á þessum slóð­um, er framund­an.

Stjórn­völd ætla sér að létta undir með þeim og eiga neyt­endur að fá ein­greiðslu sem hugsuð er til að greiða niður hús­hit­un­ar­kostn­að. Þá hafa þau skipað tveimur kola­fyr­ir­tækjum í rík­i­s­eigu að nið­ur­greiða kol til fátæk­ustu íbúa lands­ins.

En sér­fræð­ingar segja þessar aðgerðir ekki duga til.

Kola­birgðir Pól­lands hafa ekki verið minni síðan í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Þegar það hægði á hag­kerf­inu í heims­far­aldr­inum safn­að­ist mikið magn kola upp en veru­lega hefur gengið á þær birgðir síð­ustu vikur og mán­uði. Ljóst þykir að skortur á kolum verði í vet­ur.

Vegna hins yfir­vof­andi kola­skorts hafa pólsk orku­verið verið að draga úr raf­magns­fram­leiðslu sinni. Hluti raf­magns­ins hefur verið fluttur til nágranna­ríkja en nú hefur verið dregið úr þeim útflutn­ingi. Í júlí urðu þau tíma­mót í fyrsta skipti í langan tíma að Pól­verjar flutti meira raf­magn inn en út.

Dýrt að flytja kol þvert yfir hnött­inn

Pólsk stjórn­völd eru að leita samn­inga við önnur kola­ríki en Rúss­land og hafa m.a. horft til Kól­umbíu, Ástr­al­íu, Suð­ur­-Afr­íku og Indónesíu. Sá inn­flutn­ingur yrði alltaf mjög dýr, bæði vegna flutn­ings­kostn­aðar og fram­leiðslu­kostn­aðar í þessum lönd­um. Að flytja aðföng til Pól­lands um Eystra­saltið er svo ekki ein­falt mál þar sem miklir her­gagna­flutn­ingar eru þar nú í fyr­ir­rúmi vegna stríðs­átak­anna í Úkra­ínu.

Inn­flutn­ingur gæti þó reynst nauð­syn­legur þar sem ekki er hægt að auka kola­fram­leiðslu í Pól­landi á aðeins nokkrum mán­uð­um.

Þannig að vand­inn er mik­ill og enn óleyst­ur. Meðal þess sem til greina kemur að gera er að aflétta banni við sölu á kolum af mjög lélegum gæð­um, banni sem sett var á árið 2020 í við­leitni til að hægja á lofts­lags­breyt­ingum af manna­völd­um. Þá hafa stjórn­völd þegar heim­ilað fólki að afla sér eldi­viðar í skógum lands­ins.

Auglýsing

Allt hangið þetta svo saman við yfir­vof­andi orku­skort í öðrum löndum ESB. Mörg þeirra eru farin að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyta og Frakkar og Þjóð­verjar hafa sett sér háleit mark­mið um lokun kjarn­orku­vera. Þetta hef­ur, í alls­herjar skorti vegna stríðs­ins í Úkra­ínu, orðið til þess að eft­ir­spurn eftir gasi og kolum hefur stór­auk­ist. Rætt hefur verið um að kveikja aftur á kjarn­orku­verum í Frakk­landi af þessum sök­um.

Eng­inn hafði reiknað með að hætta þyrfti inn­flutn­ingi á rúss­neskum kol­um. Ekki var gert ráð fyrir slíku í neinum áætl­unum pól­skra stjórn­valda. Og þegar þau gripu til þeirra aðgerða í apríl var ekki spurt hvað myndi koma í stað­inn og alltof seint farið af stað í að finna leiðir til að koma í veg fyrir alvar­legt ástand.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent