Pútín gaf bandarískum yfirvöldum klukkutíma fyrirvara

h_51864274-1.jpg
Auglýsing

Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands og trún­að­ar­menn hans, til­kynntu banda­rískum yfir­völdum um það með klukku­tíma fyr­ir­vara, að rúss­neski her­inn hygð­ist hefja loft­árásir á valin skot­mörk í Sýr­landi. Rússar hafa sagt að árás­irnar bein­ist að Íslamska rík­inu, en loft­árás­irnar í dag, á borg­ina Homs, virt­ust fyrst og fremst hitta fyrir skæru­liða sem hafa barist við stjórn­ar­her Sýr­lands, sam­kvæmt frá­sögn New York Times. Borgin er ekki á valdi Íslamska rík­is­ins, en víga­menn þess hafa þó barist innan borg­ar­marka.

Ákvörðun Rússa er á vef­síðu breska rík­is­út­varps­ins BBC sögð tefja fyrir því að póli­tísk ­sam­staða náist um það hvernig skuli stilla til friðar í Sýr­landi, en Banda­rík­in, Frakk­land og Bret­land hafa ekki viljað vinna með stjórn­völdum í Sýr­landi meðan Bashar al-Assad er for­seti og æðsti yfir­maður hers­ins.

Borg­ara­stríðið í Sýr­landi hefur nú þegar kostað að minnsta kosti 250 þús­und manns lífið og yfir 800 þús­und hafa slasast. Um tíu millj­ónir manna, af 22 millj­óna heild­ar­fjölda, hafa flúið heim­ili sín.

Auglýsing

Banda­rísk stjórn­völd sögðu í dag að ákvörðun Rússa væri von­brigði og að þeir gætu ekki einir stutt Assad og stjórn hans. Slíkt gæti grafið undan mögu­leik­anum á frið­sam­legri lausn.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None