Pútín segir BNA raska valdajafnvæginu fyrir sig eina

putin_jinping.jpg
Auglýsing

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, gagn­rýndi Banda­ríkin í hátíð­ar­ræðu sinni á Rauða torg­inu í dag fyrir að vera að „reyna að skapa ein­hliða heim“. Sigri í seinni heim­styrj­öld­inni er fagnað í dag í skugga átaka í Úkra­ínu og erf­iðra aðstæðna á alþjóða­póli­tískum vett­vangi.

Í dag eru liðin 70 ár frá því að seinni heim­styrj­öld­inni lauk með falli Þýska­lands nas­ism­ans í hendur Sov­ét­manna og að venju er Rauða torgið í Moskvu lagt undir hátíð­ar­höld á þessum Sig­ur­degi. Frá þessu er meðal ann­ars grein­t á The Guar­dian.

Þrátt fyrir boð um vera við­stödd hátíð­ar­höldin í Moskvu létu leið­togar ann­ara sig­ur­þjóða í seinni heim­styrj­öld­inni ekki sjá sig. Það eru leið­togar Banda­ríkj­anna, Bret­lands, Frakk­lands og Þýska­lands. Leið­togar Kína, Kúbu og Venus­ú­ela þekkt­ust hins vegar boð Pútíns. Ang­ela Merkel mun þó leggja leið sína til Moskvu á morgun til að leggja blómsveig að leiði óþekkta her­manns­ins og hitta Pútín.

Auglýsing

Í ræðu sinni í dag not­aði Pútín þekktan frasa Rússa­leið­toga um að Banda­ríkin séu að grafa undan sam­vinnu í alþjóða­málum og sagði heim­inn hafa séð „síð­ustu ára­tugi til­raunir til að skapa ein­hliða heim.“ Fra­s­ann hafa leið­togar Rússa notað þegar þeim finn­ast Banda­ríkin reyna að ein­oka heims­mál­in. Þetta segir Pútín vegna þess að við­skipta­þving­anir vest­ur­veld­anna hafa hoggið skarð í rúss­neskan efna­hag und­an­far­ið.

Pútin hefur þess vegna lagt meiri stund við að rækta sam­band Rúss­lands við Kína í austri, þar sem Xi Jin­p­ing ræður ríkj­um. Jin­p­ing stóð ásamt Pútín á Rauða torg­inu í dag og fylgd­ist með gríð­ar­stórri her­sýn­ingu eins og þær sem Sov­ét­menn héldu til að und­ir­strika hern­að­ar­mátt sinn.

Í her­sýn­ing­unni í ár stærði rúss­neski her­inn sig af nýj­ustu her­tækni sinni. 16.000 her­menn í fylgd Armata-skrið­dreka og ann­ara þungra her­gagna mar­ser­uðu yfir torg­ið, auk þess sem vopn úr seinna stríði voru dregin fram til sam­an­burð­ar. Þá sýndi rúss­neski her­inn RS-24 Yars ICBM-skot­flaug­arnar í fyrsta sinn. Það vopn segja ráða­menn í Moskvu vera svar Rússa við eld­flauga­vörnum NATO vestan landamær­anna.

Hersýning í RússlandiHersýning í RússlandiHersýning í RússlandiHersýning í Rússlandi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None