Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst

Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.

Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Stjórn og starfs­fólk Banka­sýslu rík­is­ins segir að orða­lag í yfir­lýs­ingu for­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í dag, um ann­marka við fram­kvæmd útboðs á hlut á Íslands­banka, hafi komið „á óvart“. Í yfir­lýs­ingu frá stjórn og starfs­fólki, sem send var á fjöl­miðla síð­deg­is, segir að fram­kvæmd útboðs­ins hafi verið „í nánu sam­starfi við stjórn­völd“, sem hafi verið „ít­ar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin vor­u“.

Þar segir einnig að stjórn og starfs­fólk hafi unnið að fram­kvæmd útboðs­ins „með fag­mennsku og heið­ar­leika í fyr­ir­rúmi“ og að stofn­unin hafi litið svo á að „fram­kvæmd útboðs­ins væri þannig að fullu í sam­ræmi við vilja stjórn­valda“ enda hefðu „engin fyr­ir­mæli eða við­brögð rík­i­s­tjórnar borið merki um ann­að, hvorki í aðdrag­anda þess né eftir að því var lok­ið.“

„Þannig taldi stjórn og starfs­fólk Banka­sýsl­unnar sig vinna í fullu umboði fjár­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni og er því bætt við að engin form­leg gagn­rýni hafi borist Banka­sýsl­unni frá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar á fram­kvæmd útboðs­ins, þó komið hafi fram að ráð­herrar hafi verið ósáttir við að Banka­sýsla rík­is­ins taldi ekki heim­ilt að birta lista yfir kaup­endur í útboð­inu.

„Það mat Banka­sýsl­unnar byggði á álitum fleiri en eins utan­að­kom­andi lög­fræði­ráð­gjafa stofn­un­ar­inn­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni sem stjórnin og starfs­menn stofn­un­ar­innar senda frá sér í dag.

Hana má lesa í heild sinni hér að neð­an, en í morgun birt­ist skyndi­lega til­kynn­ing á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands frá for­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja þess efnis að til stæði að leggja niður Banka­sýslu rík­is­ins.

Þar sagði að „þeir ann­mark­ar“ sem í ljós hefðu komið „við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um“ hefðu „leitt í ljós þörf­ina fyrir end­ur­skoðun á lagaum­gjörð og stofn­ana­fyr­ir­komu­lag­i.“

Yfir­lýs­ing frá stjórn og starfs­fólki Banka­sýslu rík­is­ins

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Íslands var Banka­sýslu rík­is­ins fengið það hlut­verk að selja allan eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka fyrir árs­lok 2023 væru mark­aðs­að­stæður hag­felld­ar.

Árið 2021 var 35% eign­ar­hlutur í Íslands­banka seldur í frumút­boði sem skil­aði rík­is­sjóði rúmum 55 millj­örðum króna. Í fram­haldi var tekin ákvörðun um að selja næsta hlut með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi.

Í sam­ræmi við lög var óskað eftir umsögn og athuga­semdum frá bæði fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. Þá var einnig óskað eftir form­legri umsögn Seðla­banka Íslands. Allt ferlið var opin­bert og nákvæm tíma­setn­ing þess er skráð á heima­síðu Banka­sýslu rík­is­ins og í frétta­til­kynn­ingum til kaup­hall­ar.

Þann 22. mars síð­ast­lið­inn var 22,5% hlutur rík­is­ins í Íslands­banka seldur með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og feng­ust rúmir 52,6 millj­arðar króna fyrir hlut­inn. Sala með þessu fyr­ir­komu­lagi felur í sér lokað útboð á hlutum í þegar skráðu félagi til hæfra fjár­festa og er algeng­asta sölu­að­ferð eftir frumút­boð á hluta­bréfum í evr­ópskum fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Í öllum gögnum frá Banka­sýsl­unni kom fram að helsti gall­inn við til­boðs­fyr­ir­komu­lag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátt­töku almennra fjár­festa í ferl­inu. Rík­is­sjóður á enn 42,5% hlut í Íslands­banka og er hlut­ur­inn met­inn á um 100 millj­arða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátt­töku almenn­ings í næstu skref­um.

Útboð á 22,5% hlut í fullu sam­ræmi við yfir­lýst áform

Fram­kvæmd við söl­una sem fram fór í mars var á grund­velli for­senda sem fram komu í frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2022 og í fullu sam­ræmi við ákvörðun fjár­mála­ráð­herra, kynn­ingar Banka­sýsl­unnar fyrir ráð­herra­nefnd rík­i­s­tjórn­ar­innar um efna­hags­mál, fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis og Seðla­banka Íslands, eig­anda­stefnu rík­is­ins fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki, ákvæði laga nr. 88/2009 og laga nr. 155/2012 og við­teknum venjum á hluta­bréfa­mörk­uð­um.

Fram­kvæmd útboðs­ins fór eins fram og því hafði verið lýst af hálfu stofn­unnnar frá upp­hafi til loka, í nánu sam­starfi við stjórn­völd sem voru ítar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin voru.

Stjórn og starfs­fólk Banka­sýslu rík­is­ins hafa unnið að fram­kvæmd útboðs­ins í sam­ræmi við ofan­greindar for­sendur með fag­mennsku og heið­ar­leika í fyr­ir­rúmi. Leit stofn­unin svo á að fram­kvæmd útboðs­ins væri þannig að fullu í sam­ræmi við vilja stjórn­valda enda hafa engin fyr­ir­mæli eða við­brögð rík­i­s­tjórnar borið merki um ann­að, hvorki í aðdrag­anda þess né eftir að því var lok­ið. Þannig taldi stjórn og starfs­fólk Banka­sýsl­unnar sig vinna í fullu umboði fjár­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar.

Engin form­leg gagn­rýni hefur borist Banka­sýsl­unni frá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar á fram­kvæmd útboðs­ins þó komið hafi fram að ráð­herrar hafi verið ósáttir við að Banka­sýsla rík­is­ins taldi ekki heim­ilt að birta lista yfir kaup­endur í útboð­inu. Það mat Banka­sýsl­unnar byggði á álitum fleiri en eins utan­að­kom­andi lög­fræði­ráð­gjafa stofn­un­ar­inn­ar.

Um yfir­lýs­ingu for­manna

Stjórn Banka­sýsl­unnar telur þá umræðu sem skap­ast hefur í kjöl­far útboðs­ins að miklu leyti varða þau póli­tísku álita­efni sem sann­ar­lega koma upp vegna söl­unnar á Íslands­banka. Ljóst er að það sam­ræm­ist ekki hlut­verki Banka­sýsl­unnar að taka þátt í slíkri umræðu eða taka afstöðu til henn­ar.

Stjórn Banka­sýsl­unnar fagnar yfir­stand­andi skoðun á fram­kvæmd útboðs­ins af hálfu þar til bærra eft­ir­lits­að­ila og ekki mun standa á Banka­sýsl­unni við aðstoð og veit­ingu upp­lýs­inga er það varð­ar.

Frá því að Banka­sýslan tók til starfa í árs­byrjun 2010 hefur hún farið með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sam­kvæmt lög­um. Verð­mæti þeirra eigna sem Banka­sýsl­unni var falið að hafa umsjón með hefur marg­fald­ast á starfs­tíma stofn­un­ar­innar svo nemur hund­ruðum millj­arða króna. Alls hefur stofn­unin inn­heimt 377 millj­arða króna í formi arð­greiðslna og sölu­and­virði eigna til rík­is­sjóðs og eft­ir­stæðar eignir í umsjón Banka­sýsl­unnar eru vænt­an­lega yfir 400 millj­arðar kr. Af þessum árangri er starfs­fólk og stjórn Banka­sýsl­unnar stolt.

Þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja niður Banka­sýslu ríks­ins kom orða­lag yfir­lýs­ingar for­manna stjórn­ar­flokk­anna, um ann­marka við fram­kvæmd útboðs­ins, stjórn og starfs­mönnum Banka­sýsl­unnar á óvart.

Í ljósi frétta­flutn­ings fjöl­miðla í dag telur stjórn og starfs­menn Banka­sýsl­unnar nauð­syn­legt að koma ofan­greindum sjón­ar­miðum og upp­lýs­ingum á fram­færi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent