Rafskútur geti skýrt aukinn fjölda alvarlegra slysa meðal barna í umferðinni

Algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna er sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi, samkvæmt nýrri skýrslu um börn og samgöngur. Hægt sé að stuðla að breyttum ferðavenjum allra með því að hlúa að ferðamynstri barna og ungmenna.

Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Auglýsing

Árið 2020 var það versta með til­liti til þess hversu mörg börn slös­uð­ust alvar­lega í umferð­inni en alvar­leg slys geta falið í sér bein­brot og álíka meiðsli og eru ekki endi­lega lífs­hættu­leg. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu sem ber heitið Börn og sam­göng­ur. Þar segir að aukn­ing­una megi „að lík­indum að megn­inu til skýra með til­komu raf­knú­inna hlaupa­hjóla (raf­skúta) og raf­magns­vespa.“

„Á ára­bil­inu 2011-2020 slös­uð­ust árlega á milli 80 og 130 börn undir 14 ára aldri. Þegar rýnt er í töl­urnar sést að fleiri börn á aldr­inum 7-14 ára slasast en þau sem yngri eru. Hlut­fallið hefur hald­ist nokkuð stöðugt und­an­farin ár,“ segir um fjölda slysa óháð alvar­leika. Þessi tala nær yfir þau slys sem rata inn í gagna­grunn Sam­göngu­stofu og því hægt að gera ráð fyrir að mörg minni óhöpp rati ekki þang­að.

Að með­al­tali 1,6 á bráða­mót­töku á hverjum degi vegna raf­skúta

Í kafla skýrsl­unnar sem snýr að slysa­töl­fræði barna og ung­menna er sér­stak­lega farið nið­ur­stöður sam­an­tektar bráða­mót­töku Land­spít­al­ans um töl­fræði yfir ein­stak­linga sem leit­uðu til þangað sum­arið 2020 vegna slysa á raf­hlaupa­hjóli.

Auglýsing

„Nið­ur­stöður voru þær að á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu leit­uðu 149 ein­stak­lingar aðstoðar vegna slíkra slysa, að með­al­tali 1,6 á dag. Ald­urs­bilið var frá 8 árum upp í 77 ár; 45% voru yngri en 18 ára og 58% voru karl­kyns. Í 60% til­vika reynd­ist orsök slyss vera að farið hafi verið of hratt, við­kom­andi misst jafn­vægi eða ójafna í götu. Reynd­ust 79% barna hafa notað hjálm en ein­ungis 17% full­orð­inna.“

Af þeim sem voru eldri en 18 ára og leit­uðu til bráða­mót­töku vegna slyss á raf­hlaupa­hjóli reynd­ust 40 pró­sent hafa verið undir áhrifum áfengis þegar slysið átti sér stað. Engin börn voru undir áfengis eða vímu­efna. Alls voru 38 pró­sent með bein­brot og sex pró­sent þurftu inn­lögn á sjúkra­húsið til eft­ir­lits eða með­ferð­ar. Eng­inn var alvar­lega slas­aður sam­kvæmt AIS flokk­un.

Algeng­asta orsök hjólaslysa meðal barna er engu að síður sú að bif­reið aki á hjól­reiða­mann. Um fjórð­ungur slysa meðal hjólandi barna er vegna falls af hjóli. „Þetta hlut­fall er svipað og verið hefur að jafn­aði síð­ast­liðin 10 ár.“

Horfa þurfi til þarfa barna við stefnu­mótun

„Ljóst má vera að staða barna og ung­menna í sam­göngum er sér­stök og full ástæða til þess að stefnu­mótun í mála­flokknum taki sér­stak­lega á henn­i,“ segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar. Ferða­venjur barna og ung­menna séu fjöl­breytt­ari en þeirra sem eldri eru, þrátt fyrir að þau ferð­ist „jafn­vel ívið fleiri ferðir á degi hverjum að jafn­að­i.“

Þá nota börn og ung­menni virka ferða­máta og almenn­ings­sam­göngur mun meira en aðrir en ferð­ast síður með inn­an­lands­flugi en hinir eldri. „Bestu sókn­ar­færi til þess að stuðla að breyttum ferða­venjum allra fel­ast í því að hlúa betur að þessu ferða­mynstri barna og ung­menna, enda eru þau ekki með sama fast­mót­aða ferða­venju­mynstur og þeir sem eldri eru.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent