Rafskútur geti skýrt aukinn fjölda alvarlegra slysa meðal barna í umferðinni

Algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna er sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi, samkvæmt nýrri skýrslu um börn og samgöngur. Hægt sé að stuðla að breyttum ferðavenjum allra með því að hlúa að ferðamynstri barna og ungmenna.

Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhljópahjóli yngri en 18 ára.
Auglýsing

Árið 2020 var það versta með til­liti til þess hversu mörg börn slös­uð­ust alvar­lega í umferð­inni en alvar­leg slys geta falið í sér bein­brot og álíka meiðsli og eru ekki endi­lega lífs­hættu­leg. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu sem ber heitið Börn og sam­göng­ur. Þar segir að aukn­ing­una megi „að lík­indum að megn­inu til skýra með til­komu raf­knú­inna hlaupa­hjóla (raf­skúta) og raf­magns­vespa.“

„Á ára­bil­inu 2011-2020 slös­uð­ust árlega á milli 80 og 130 börn undir 14 ára aldri. Þegar rýnt er í töl­urnar sést að fleiri börn á aldr­inum 7-14 ára slasast en þau sem yngri eru. Hlut­fallið hefur hald­ist nokkuð stöðugt und­an­farin ár,“ segir um fjölda slysa óháð alvar­leika. Þessi tala nær yfir þau slys sem rata inn í gagna­grunn Sam­göngu­stofu og því hægt að gera ráð fyrir að mörg minni óhöpp rati ekki þang­að.

Að með­al­tali 1,6 á bráða­mót­töku á hverjum degi vegna raf­skúta

Í kafla skýrsl­unnar sem snýr að slysa­töl­fræði barna og ung­menna er sér­stak­lega farið nið­ur­stöður sam­an­tektar bráða­mót­töku Land­spít­al­ans um töl­fræði yfir ein­stak­linga sem leit­uðu til þangað sum­arið 2020 vegna slysa á raf­hlaupa­hjóli.

Auglýsing

„Nið­ur­stöður voru þær að á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu leit­uðu 149 ein­stak­lingar aðstoðar vegna slíkra slysa, að með­al­tali 1,6 á dag. Ald­urs­bilið var frá 8 árum upp í 77 ár; 45% voru yngri en 18 ára og 58% voru karl­kyns. Í 60% til­vika reynd­ist orsök slyss vera að farið hafi verið of hratt, við­kom­andi misst jafn­vægi eða ójafna í götu. Reynd­ust 79% barna hafa notað hjálm en ein­ungis 17% full­orð­inna.“

Af þeim sem voru eldri en 18 ára og leit­uðu til bráða­mót­töku vegna slyss á raf­hlaupa­hjóli reynd­ust 40 pró­sent hafa verið undir áhrifum áfengis þegar slysið átti sér stað. Engin börn voru undir áfengis eða vímu­efna. Alls voru 38 pró­sent með bein­brot og sex pró­sent þurftu inn­lögn á sjúkra­húsið til eft­ir­lits eða með­ferð­ar. Eng­inn var alvar­lega slas­aður sam­kvæmt AIS flokk­un.

Algeng­asta orsök hjólaslysa meðal barna er engu að síður sú að bif­reið aki á hjól­reiða­mann. Um fjórð­ungur slysa meðal hjólandi barna er vegna falls af hjóli. „Þetta hlut­fall er svipað og verið hefur að jafn­aði síð­ast­liðin 10 ár.“

Horfa þurfi til þarfa barna við stefnu­mótun

„Ljóst má vera að staða barna og ung­menna í sam­göngum er sér­stök og full ástæða til þess að stefnu­mótun í mála­flokknum taki sér­stak­lega á henn­i,“ segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar. Ferða­venjur barna og ung­menna séu fjöl­breytt­ari en þeirra sem eldri eru, þrátt fyrir að þau ferð­ist „jafn­vel ívið fleiri ferðir á degi hverjum að jafn­að­i.“

Þá nota börn og ung­menni virka ferða­máta og almenn­ings­sam­göngur mun meira en aðrir en ferð­ast síður með inn­an­lands­flugi en hinir eldri. „Bestu sókn­ar­færi til þess að stuðla að breyttum ferða­venjum allra fel­ast í því að hlúa betur að þessu ferða­mynstri barna og ung­menna, enda eru þau ekki með sama fast­mót­aða ferða­venju­mynstur og þeir sem eldri eru.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent