Rannveig Rist, stjórnarmaður í HB Granda, ætlar ekki að þiggja launahækkun

rannveig.rist-.jpg
Auglýsing

Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðal­maður í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, ætlar ekki að þiggja 33,3 pró­sent launa­hækkun fyrir að sitja í stjórn HB Granda. Hún segir í til­kynn­ingu að eftir á að hyggja sé hækk­unin á milli ára ekki í takti við stöðu kjara­mála á Íslandi og því muni hún ekki þiggja hana.

Í til­kynn­ingu sinni segir Rann­veig að þar sem gagn­rýni á ákvörð­un hlut­hafa HB Granda um þóknun til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins hafi að hluta til beinst sér­stak­lega að sér vegna, stöðu hennar í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, vilji hún taka fram að  hlut­hafar hafi sam­þykkt til­ög­u ­stjórnar um þóknun stjórn­ar­manna með öllum greiddum atkvæð­um. Hún sé ekki hlut­hafi. "Á milli aðal­funda urðu þær breyt­ingar hjá HB Granda að fyr­ir­tækið var skráð á Aðal­markað NAS­DAQ OMX Iceland. Það felur í sér að meira reynir á stjórn­ar­hætti fyr­ir­tæk­is­ins en áður, sem ekki er óeðli­legt að end­ur­speglist að ein­hverju leyti í þóknun stjórn­ar. ­Þrátt fyrir hækk­un­ina er þóknun stjórn­ar­manna hjá HB Granda sú næst­lægsta meðal fyr­ir­tækja á Aðal­l­ist­an­um. Eftir á að hyggja er hækk­unin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjara­mála á Íslandi. Ég hef því ákveðið að þiggja hana ekki."

Harð­lega gagn­rýnt víðaÁkvörðun HB Granda um hækkun launa stjórn­ar­manna um svo hátt hlut­fall hefur verið harð­lega gagn­rýnd víða. Stjórn stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar sendi til að mynda frá sér ályktun í dag þar sem seg­ir: „Sú ákvörðun stjórnar HB Granda á síð­asta aðal­fundi að hækka stjórn­ar­laun fyr­ir­tæk­is­ins um 33% kemur eins og blaut tuska framan í starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og launa­fólk í þeim kjara­við­ræðum sem nú standa yfir þar sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðið launa­fólki tíunda hluta þessa fjár­hæðar í launa­hækk­un."

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörðun aðal­fundar HB Granda lýsi „bæði takt­leysi og sið­leysi gagn­vart fólk­inu á gólf­inu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og auk­inni fram­leiðslu ár eftir ár.“ Er ákvörð­unin sögð vera algjör­lega „óboð­leg“.

Auglýsing

Efl­ing for­dæmir einnig ákvörðun stjórnar HB Granda fyrir þær arð­greiðslur sem fyr­ir­tækið hefur ákveðið að færa eig­endum sínum á síð­asta aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins. „Í stað þess að fyr­ir­tækið deili ávinn­ingnum af upp­bygg­ingu og arð­semi af rekstri með starfs­mönnum sín­um, hafa eig­endur ákveðið að taka allan arð­inn sem deilt er út í eigin vasa,“ segir í til­kynn­ing­u Efl­ing­ar.

For­sæt­is­ráð­herra ­segir þetta kol­röng og óábyrg skila­boðSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi hækk­an­irnar líka í ræðu sinni á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í dag. Þar sagði hann að tug­pró­senta hækkun stjórn­ar­launa í fyr­ir­tækjum vera "kol­röng og óábyrg skila­boð inn í sam­fé­lagið á þessum tíma. Við þurfum sam­eig­in­lega að byggja upp þjóð­fé­lag festu og stöð­ug­leika og slíkar hækk­anir hjálpa ekki til við það.“

Krist­ján Lofts­son, stjórn­ar­for­maður HB Granda, hefur hins vegar varið ákvörð­un­ina. Hann sagði í sam­tali við RÚV í gær að ekki komi til greina að draga ákvörðun um aðgreiðslu og þriðj­ungs­hækkun á þóknun stjórn­ar­manna til baka. „Ég held að það sé ekk­ert óhóf í þessu að mínu mati, og ef þú færir yfir list­ann í þessu í Kaup­höll­inni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sæt­un­um,“ sagði Krist­ján.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None