Rannveig Rist, stjórnarmaður í HB Granda, ætlar ekki að þiggja launahækkun

rannveig.rist-.jpg
Auglýsing

Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðal­maður í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, ætlar ekki að þiggja 33,3 pró­sent launa­hækkun fyrir að sitja í stjórn HB Granda. Hún segir í til­kynn­ingu að eftir á að hyggja sé hækk­unin á milli ára ekki í takti við stöðu kjara­mála á Íslandi og því muni hún ekki þiggja hana.

Í til­kynn­ingu sinni segir Rann­veig að þar sem gagn­rýni á ákvörð­un hlut­hafa HB Granda um þóknun til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins hafi að hluta til beinst sér­stak­lega að sér vegna, stöðu hennar í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, vilji hún taka fram að  hlut­hafar hafi sam­þykkt til­ög­u ­stjórnar um þóknun stjórn­ar­manna með öllum greiddum atkvæð­um. Hún sé ekki hlut­hafi. "Á milli aðal­funda urðu þær breyt­ingar hjá HB Granda að fyr­ir­tækið var skráð á Aðal­markað NAS­DAQ OMX Iceland. Það felur í sér að meira reynir á stjórn­ar­hætti fyr­ir­tæk­is­ins en áður, sem ekki er óeðli­legt að end­ur­speglist að ein­hverju leyti í þóknun stjórn­ar. ­Þrátt fyrir hækk­un­ina er þóknun stjórn­ar­manna hjá HB Granda sú næst­lægsta meðal fyr­ir­tækja á Aðal­l­ist­an­um. Eftir á að hyggja er hækk­unin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjara­mála á Íslandi. Ég hef því ákveðið að þiggja hana ekki."

Harð­lega gagn­rýnt víðaÁkvörðun HB Granda um hækkun launa stjórn­ar­manna um svo hátt hlut­fall hefur verið harð­lega gagn­rýnd víða. Stjórn stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar sendi til að mynda frá sér ályktun í dag þar sem seg­ir: „Sú ákvörðun stjórnar HB Granda á síð­asta aðal­fundi að hækka stjórn­ar­laun fyr­ir­tæk­is­ins um 33% kemur eins og blaut tuska framan í starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og launa­fólk í þeim kjara­við­ræðum sem nú standa yfir þar sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðið launa­fólki tíunda hluta þessa fjár­hæðar í launa­hækk­un."

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörðun aðal­fundar HB Granda lýsi „bæði takt­leysi og sið­leysi gagn­vart fólk­inu á gólf­inu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og auk­inni fram­leiðslu ár eftir ár.“ Er ákvörð­unin sögð vera algjör­lega „óboð­leg“.

Auglýsing

Efl­ing for­dæmir einnig ákvörðun stjórnar HB Granda fyrir þær arð­greiðslur sem fyr­ir­tækið hefur ákveðið að færa eig­endum sínum á síð­asta aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins. „Í stað þess að fyr­ir­tækið deili ávinn­ingnum af upp­bygg­ingu og arð­semi af rekstri með starfs­mönnum sín­um, hafa eig­endur ákveðið að taka allan arð­inn sem deilt er út í eigin vasa,“ segir í til­kynn­ing­u Efl­ing­ar.

For­sæt­is­ráð­herra ­segir þetta kol­röng og óábyrg skila­boðSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi hækk­an­irnar líka í ræðu sinni á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í dag. Þar sagði hann að tug­pró­senta hækkun stjórn­ar­launa í fyr­ir­tækjum vera "kol­röng og óábyrg skila­boð inn í sam­fé­lagið á þessum tíma. Við þurfum sam­eig­in­lega að byggja upp þjóð­fé­lag festu og stöð­ug­leika og slíkar hækk­anir hjálpa ekki til við það.“

Krist­ján Lofts­son, stjórn­ar­for­maður HB Granda, hefur hins vegar varið ákvörð­un­ina. Hann sagði í sam­tali við RÚV í gær að ekki komi til greina að draga ákvörðun um aðgreiðslu og þriðj­ungs­hækkun á þóknun stjórn­ar­manna til baka. „Ég held að það sé ekk­ert óhóf í þessu að mínu mati, og ef þú færir yfir list­ann í þessu í Kaup­höll­inni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sæt­un­um,“ sagði Krist­ján.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None