Rannveig Rist, stjórnarmaður í HB Granda, ætlar ekki að þiggja launahækkun

rannveig.rist-.jpg
Auglýsing

Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðal­maður í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, ætlar ekki að þiggja 33,3 pró­sent launa­hækkun fyrir að sitja í stjórn HB Granda. Hún segir í til­kynn­ingu að eftir á að hyggja sé hækk­unin á milli ára ekki í takti við stöðu kjara­mála á Íslandi og því muni hún ekki þiggja hana.

Í til­kynn­ingu sinni segir Rann­veig að þar sem gagn­rýni á ákvörð­un hlut­hafa HB Granda um þóknun til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins hafi að hluta til beinst sér­stak­lega að sér vegna, stöðu hennar í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, vilji hún taka fram að  hlut­hafar hafi sam­þykkt til­ög­u ­stjórnar um þóknun stjórn­ar­manna með öllum greiddum atkvæð­um. Hún sé ekki hlut­hafi. "Á milli aðal­funda urðu þær breyt­ingar hjá HB Granda að fyr­ir­tækið var skráð á Aðal­markað NAS­DAQ OMX Iceland. Það felur í sér að meira reynir á stjórn­ar­hætti fyr­ir­tæk­is­ins en áður, sem ekki er óeðli­legt að end­ur­speglist að ein­hverju leyti í þóknun stjórn­ar. ­Þrátt fyrir hækk­un­ina er þóknun stjórn­ar­manna hjá HB Granda sú næst­lægsta meðal fyr­ir­tækja á Aðal­l­ist­an­um. Eftir á að hyggja er hækk­unin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjara­mála á Íslandi. Ég hef því ákveðið að þiggja hana ekki."

Harð­lega gagn­rýnt víðaÁkvörðun HB Granda um hækkun launa stjórn­ar­manna um svo hátt hlut­fall hefur verið harð­lega gagn­rýnd víða. Stjórn stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar sendi til að mynda frá sér ályktun í dag þar sem seg­ir: „Sú ákvörðun stjórnar HB Granda á síð­asta aðal­fundi að hækka stjórn­ar­laun fyr­ir­tæk­is­ins um 33% kemur eins og blaut tuska framan í starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og launa­fólk í þeim kjara­við­ræðum sem nú standa yfir þar sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa boðið launa­fólki tíunda hluta þessa fjár­hæðar í launa­hækk­un."

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörðun aðal­fundar HB Granda lýsi „bæði takt­leysi og sið­leysi gagn­vart fólk­inu á gólf­inu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og auk­inni fram­leiðslu ár eftir ár.“ Er ákvörð­unin sögð vera algjör­lega „óboð­leg“.

Auglýsing

Efl­ing for­dæmir einnig ákvörðun stjórnar HB Granda fyrir þær arð­greiðslur sem fyr­ir­tækið hefur ákveðið að færa eig­endum sínum á síð­asta aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins. „Í stað þess að fyr­ir­tækið deili ávinn­ingnum af upp­bygg­ingu og arð­semi af rekstri með starfs­mönnum sín­um, hafa eig­endur ákveðið að taka allan arð­inn sem deilt er út í eigin vasa,“ segir í til­kynn­ing­u Efl­ing­ar.

For­sæt­is­ráð­herra ­segir þetta kol­röng og óábyrg skila­boðSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra gagn­rýndi hækk­an­irnar líka í ræðu sinni á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins í dag. Þar sagði hann að tug­pró­senta hækkun stjórn­ar­launa í fyr­ir­tækjum vera "kol­röng og óábyrg skila­boð inn í sam­fé­lagið á þessum tíma. Við þurfum sam­eig­in­lega að byggja upp þjóð­fé­lag festu og stöð­ug­leika og slíkar hækk­anir hjálpa ekki til við það.“

Krist­ján Lofts­son, stjórn­ar­for­maður HB Granda, hefur hins vegar varið ákvörð­un­ina. Hann sagði í sam­tali við RÚV í gær að ekki komi til greina að draga ákvörðun um aðgreiðslu og þriðj­ungs­hækkun á þóknun stjórn­ar­manna til baka. „Ég held að það sé ekk­ert óhóf í þessu að mínu mati, og ef þú færir yfir list­ann í þessu í Kaup­höll­inni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sæt­un­um,“ sagði Krist­ján.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None