Ríkið hafnar því að fá 37 milljarða skuldabréf frá Íslandsbanka - Vill fá greitt í reiðufé

--slandsbanki-8-715x480.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd munu ekki sam­þykkja að fá tíu ára skulda­bréf, útgefið af Íslands­banka, upp á 37 millj­arða króna sem hluta af þeim greiðslu til að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum sem þau settu í áætlun um losun hafta. Stærstu kröfu­hafar Glitnis höfðu samið um að greiða upp­hæð­ina í reiðufé en Íslands­banka hugn­að­ist það ekki og því var lagt til að gefið yrði út skulda­bréf. Nú haga íslensk stjórn­völd sagt nei við þeirri ráða­gerð. Frá þessu er greint í DV í dag.

Í kjöl­far þess að stærstu kröfu­hafar Glitnis náðu sam­komu­lagi við íslensk stjórn­völd um að greiða þeim stöð­ug­leika­fram­lag til að koma í veg fyrir álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts gerðu Íslands­banki og Glitn­ir, stærsti eig­andi bank­ans, með sér­ ramma­sam­komu­lag um sam­starf svo að slita­með­ferð Glitnis nái fram að ganga. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vor­u li­staðar þær aðgerðir sem ráð­ist verður í. Þær voru að mestu leyti sömu til­lögur og áður höfðu verið gerðar opin­ber­ar, það eru  til­lög­urnar sem kröfu­hafar Glitn­is lögðu fyrir stýrni­efnd stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta í júní síð­ast­liðnum. Í þeim til­lögum var sér­stak­lega talað um aðgerðir sem ráð­ist yrði í fyrir sölu Íslands­banka til ann­arra aðila.

Ramma­sam­komu­lagið kvað auk þess meðal ann­ars á um að sala á Íslands­banka til íslenskra fjár­festa verður tak­mörk­uð. Hvorki Íslands­banki né slita­stjórn Glitnis vildu tjá sig frekar um þetta atriði þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því á sínum tíma.

Auglýsing

Þá átti Íslands­banki að gefa út skulda­bréf til Glitnis undir svoköll­uðum „MTN útgáfuramma“ að and­virði 37 millj­arðar króna sem koma átti stað erlendra inn­lána Glitnis hjá íslenskum bönk­um. Þaðer þessi til­laga sem íslensk stjórn­völd hafa nú hafn­að. Sam­kvæmt DV var ekki haft sam­ráð við helstu ráð­gjafa stjórn­valda um losun hafta þegar þessi til­laga var lögð fram.

Þar segir enn fremur að ríkið vilji ekki taka á sig áhættu vegna skulda­bréfs­ins þar sem eng­inn virkur mark­aður sé fyrir skulda­bréf af þessum toga, gefin út af íslenskum banka til tíu ára og í íslenskum krón­um, og því óljóst hvort ríkið geti selt það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None