Ríkisstjórnin lofar skattalækkunum fyrir tekjulága til að leysa kjaradeilur

13896340220_14bbb5e60d_z.jpg
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins hefur fengið vil­yrði um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, sem gagn­ist mest hinum tekju­lægstu, frá rík­is­stjórn­inni. Vil­yrðið á að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga en engar tíma­setn­ingar mögu­legra skatta­lækk­anna eru nefndar í skjal­inu sem inni­heldur vil­yrð­ið. Starfs­greina­sam­bandið hefur ekki tekið afstöðu til þess. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í morgun.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) gerðu Starfs­greina­sam­band­inu til­boð í lið­inni viku sem þau segja að  feli í sér 23,5 pró­sent launa­hækkun dag­vinnu­launa á þriggja ára samn­ings­tíma. Því til­boði var hafn­að.

Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, hafn­aði þessu í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í gær. Hún sagði þar að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi lýst því yfir við fyr­ir­tæki innan þeirra að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi hafnað til­boð­inu áður en Starfs­greina­sam­bandið fékk að „sjá nokk­urt til­boð“.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu Drífu kemur fram að almennar launa­hækk­anir sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins buðu í til­boð­inu hafi verið 14 pró­sent á þremur árum, að með­al­tali 30.000 króna hækkun taxta á þremur árum. Aðrar launa­hækk­anir í til­boð­inu voru til­færslur sem verka­fólk greiddi sjálft með lækkun yfir­vinnu­pró­sentu og leng­ingu dag­vinnurammans. Starfs­greina­sam­bandið sé ekki til við­ræðu um slíkt nema það sé tryggt að hægt sé að lifa á dags­vinnu­laun­um. Svo hafi ekki verið í til­boð­inu.

Rætt um sátt­ar­til­boðið í gærÍ Morg­un­blað­inu segir að rætt hafi verið um til­boðið á sátt­ar­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Starfs­greina­sam­bands­ins í gær. Þar segir að til­boðið feli í sér að  laun hækki um sex pró­sent á þessu ári, 4,5 pró­sent á næsta ári og þrjú pró­sent á árinu 2017. Yfir­vinna á að lækka úr 80 pró­sent í 50 pró­sent en á móti hækki laun um 2 pró­sent. „Þá yrði dag­vinnu­tím­inn lengdur og yrði frá kl. 6 á morgn­ana til 19 á kvöld­in. SGS hefur metið til­boðið til 28 þús­und kr. hækk­unar lægstu launa á 3 árum,“ segir í frétt blaðs­ins.

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins sem send var út í gær segir að sam­tökin hafi einnig boðið hækkun á lág­marks­tekju­trygg­ingu fyrir fulla dag­vinnu. Hún yrði 280 þús­und krónur á mán­uði í lok samn­ings­tím­ans. Aðal­krafa Starfs­geina­sam­bands­ins í kjara­við­ræð­unum er að lág­marks­laun hækki í 300 þús­und krónur í þriggja ára samn­ingi. Morg­un­blaðið seg­ist hafa upp­lýs­ingar um að útfærslan sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru að bjóða jafn­gildi því að lág­marks­laun verði 300 þús­und krónur á mán­uði þegar búið er að taka til­lit til skatta­lækk­anna sem ráð­ist verði í sam­hliða.

Drífa opin­ber­aði það í yfir­lýs­ingu sinni í gær að öðrum verka­lýðs­fé­lögum hafi verið kynnt sam­bæri­legt til­boð en að þau hafi hafnað því.

Ekki lausn að rík­is­stjórnin komi með útspilMorg­un­blaðið ræðir einnig við Gylfa Arn­björns­son, for­seta ASÍ, um mögu­lega aðkomu rík­is­stjórn­ar­innar að kjara­við­ræð­um, meðal ann­ars með lof­orð um skatta­lækk­an­ir. Hann segir að öll spjót standi að rík­i­s­tjórn­inni og að hann skilji það vel. „En ég sé enga lausn í því að rík­is­stjórnin komi með eitt­hvert útspil. Ef rík­is­stjórnin á að geta leyst úr þess­ari deilu hlýtur það að snú­ast um þau atriði sem aðild­ar­fé­lög Alþýðu­sam­bands­ins telja mik­il­vægt að leysa. Við erum ekki að kalla eftir ein­hverjum óskapakka rík­is­stjórn­ar­innar heldur værum þá að kalla eftir ein­hverju sem við teljum skipta máli til lausnar kjara­deil­um. Rík­is­stjórnin getur ekki haft frum­kvæði að því. Við hljótum að gera það sjálf en fyrst þurfum við að ná saman um hvort við viljum fara þá leið. Núna er ein­fald­lega verið að semja við atvinnu­lífið um launa­hækk­an­ir.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None