Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow

Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.

Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Auglýsing

Umræða um raf­bíla og orku­skipti í vega­sam­göngum er fyr­ir­ferða­mikil í kringum Cop26-ráð­stefn­una sem fram fer í Glas­gow þessa dag­ana. Eðli­lega, enda er losun frá vega­sam­göngum stór og raunar enn vax­andi þáttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu.

Á móti kemur að lítið fer á ráð­stefn­unni fyrir umræðu um aðrar leiðir til þess að draga úr losun frá vega­sam­göng­um, sem í reynd eru bæði hag­kvæm­ari, fljót­legri og umhverf­is­vænni en það ein­ungis að skipta úr bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti yfir í bíla sem keyra á raf­magn­i.

Þetta hefur verið gagn­rýnt af sér­fræð­ingum í skipu­lags- og sam­göngu­málum og tals­mönnum fyrir því að hjól­reiðar og aðrir virkir ferða­mát­ar, auk almenn­ings­sam­gangna, fái auk­inn sess í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Breski blaða­mað­ur­inn Carlton Reid, sem skrifar um sam­göngu­mál fyrir For­bes og fleiri miðla, segir í dálki sínum á vef For­bes að á þeim degi sem bresku fund­ar­hald­ar­arnir til­einki sam­göngum á Cop26, mið­viku­deg­inum 10. nóv­em­ber, sé ekk­ert minnst á hjól­reið­ar, göngu né lest­ar­sam­göngur í dag­skránni.

Sjálfur er hann staddur í Glas­gow og hefur þar furðað sig á því að virkir ferða­mátar fá nær ekk­ert pláss á ráð­stefn­unni – á meðan að í aðal­sýn­ing­ar­salnum á ráð­stefn­unni sé meira að segja raf­magns­drif­inn kappakst­urs­bíll.

Í grein sinni vísar Reid meðal ann­ars til nýlegrar rann­sóknar frá rann­sak­endum við Oxfor­d-há­skóla, sem kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það ætti að verða horn­steinn sjálf­bærrar stefnu­mót­unar að fjár­festa í og stuðla að virkum ferða­mátum innan borga heims.

Ára­tugir í besta falli þar til bruna­bíl­arnir hverfa

Henk Swarttouw, for­maður regn­hlíf­ar­sam­taka evr­ópskra sam­taka hjól­reiða­manna, minnti á það í bréfi til Fin­ancial Times á dög­unum að sam­kvæmt björt­ustu sviðs­myndum muni það taka að minnsta kosti 20 ár að koma bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti úr umferð – og að orku­skiptin muni jafn­vel taka enn lengri tíma hvað flutn­inga­bíla varð­ar. Bíla­sala á heims­vísu sé enn vax­andi og ein­ungis um fimm pró­sent þeirra bíla sem selj­ast séu hreinir raf­bíl­ar.

Swarttouw bendir á að það sé til fljót­leg og til­tölu­lega ein­föld leið til þess að keyra af stað sam­drátt í losun frá vega­sam­göngum – að útbúa aðstæður sem henta vel til þess að fólk velji sér að hjóla eða ganga. Hann segir einnig að í Evr­ópu sé helm­ingur allra ferða sem farnar eru á bílum innan við fimm kíló­metrar og þriðj­ungur innan við þrír kíló­metr­ar.

Auglýsing

„Flest fólk ætti að geta farið þessar vega­lengdir á hjóli eða, fyrir allra stystu ferð­irn­ar, ein­fald­lega gang­andi. Og núna nýlega hefur hröð inn­koma raf­hjóls­ins gert hjól­reiðar að aðlað­andi kosti fyrir ferðir sem eru jafn­vel eilítið lengri,“ skrifar Henk Swarttouw og bendir síðan á að það sem helst standi því fyrir þrifum að fleiri kjósi að hjóla og ganga styttri ferðir innan borga séu öruggir inn­við­ir.

Skora á ríki heims um að heita því að fjölga hjólandi

Í sam­eig­in­legri áskorun 64 evr­ópskra sam­taka hjól­reiða­manna, þeirra á meðal Lands­sam­taka hjól­reiða­manna hér á landi, til þeirra ríkja sem sitja ráð­stefn­una í Glas­gow þessa dag­ana, segir að heim­ur­inn þurfi mun meiri hjól­reiðar til að vega gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Skorað er á rík­is­stjórnir og þjóð­ar­leið­toga að heita því að fjölga veru­lega fjölda þeirra þeirra sem hjóla í heima­löndum sín­um.

„Rík­is­stjórnir geta gert þetta með því að byggja meira af hágæða hjól­reiða­innvið­um, sam­þætta hjól­reiðar við almenn­ings­sam­göng­ur, bæta öryggi á vegum og koma til leiðar stefnum sem hvetja fólk og fyr­ir­tæki til þess að skipta út bíl­ferðum fyrir hjól­reiðar og aðra ferða­máta eins og göngu og almenn­ings­sam­göng­ur,“ segir auk ann­ars í áskor­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent