Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow

Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.

Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Auglýsing

Umræða um raf­bíla og orku­skipti í vega­sam­göngum er fyr­ir­ferða­mikil í kringum Cop26-ráð­stefn­una sem fram fer í Glas­gow þessa dag­ana. Eðli­lega, enda er losun frá vega­sam­göngum stór og raunar enn vax­andi þáttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu.

Á móti kemur að lítið fer á ráð­stefn­unni fyrir umræðu um aðrar leiðir til þess að draga úr losun frá vega­sam­göng­um, sem í reynd eru bæði hag­kvæm­ari, fljót­legri og umhverf­is­vænni en það ein­ungis að skipta úr bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti yfir í bíla sem keyra á raf­magn­i.

Þetta hefur verið gagn­rýnt af sér­fræð­ingum í skipu­lags- og sam­göngu­málum og tals­mönnum fyrir því að hjól­reiðar og aðrir virkir ferða­mát­ar, auk almenn­ings­sam­gangna, fái auk­inn sess í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Breski blaða­mað­ur­inn Carlton Reid, sem skrifar um sam­göngu­mál fyrir For­bes og fleiri miðla, segir í dálki sínum á vef For­bes að á þeim degi sem bresku fund­ar­hald­ar­arnir til­einki sam­göngum á Cop26, mið­viku­deg­inum 10. nóv­em­ber, sé ekk­ert minnst á hjól­reið­ar, göngu né lest­ar­sam­göngur í dag­skránni.

Sjálfur er hann staddur í Glas­gow og hefur þar furðað sig á því að virkir ferða­mátar fá nær ekk­ert pláss á ráð­stefn­unni – á meðan að í aðal­sýn­ing­ar­salnum á ráð­stefn­unni sé meira að segja raf­magns­drif­inn kappakst­urs­bíll.

Í grein sinni vísar Reid meðal ann­ars til nýlegrar rann­sóknar frá rann­sak­endum við Oxfor­d-há­skóla, sem kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það ætti að verða horn­steinn sjálf­bærrar stefnu­mót­unar að fjár­festa í og stuðla að virkum ferða­mátum innan borga heims.

Ára­tugir í besta falli þar til bruna­bíl­arnir hverfa

Henk Swarttouw, for­maður regn­hlíf­ar­sam­taka evr­ópskra sam­taka hjól­reiða­manna, minnti á það í bréfi til Fin­ancial Times á dög­unum að sam­kvæmt björt­ustu sviðs­myndum muni það taka að minnsta kosti 20 ár að koma bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti úr umferð – og að orku­skiptin muni jafn­vel taka enn lengri tíma hvað flutn­inga­bíla varð­ar. Bíla­sala á heims­vísu sé enn vax­andi og ein­ungis um fimm pró­sent þeirra bíla sem selj­ast séu hreinir raf­bíl­ar.

Swarttouw bendir á að það sé til fljót­leg og til­tölu­lega ein­föld leið til þess að keyra af stað sam­drátt í losun frá vega­sam­göngum – að útbúa aðstæður sem henta vel til þess að fólk velji sér að hjóla eða ganga. Hann segir einnig að í Evr­ópu sé helm­ingur allra ferða sem farnar eru á bílum innan við fimm kíló­metrar og þriðj­ungur innan við þrír kíló­metr­ar.

Auglýsing

„Flest fólk ætti að geta farið þessar vega­lengdir á hjóli eða, fyrir allra stystu ferð­irn­ar, ein­fald­lega gang­andi. Og núna nýlega hefur hröð inn­koma raf­hjóls­ins gert hjól­reiðar að aðlað­andi kosti fyrir ferðir sem eru jafn­vel eilítið lengri,“ skrifar Henk Swarttouw og bendir síðan á að það sem helst standi því fyrir þrifum að fleiri kjósi að hjóla og ganga styttri ferðir innan borga séu öruggir inn­við­ir.

Skora á ríki heims um að heita því að fjölga hjólandi

Í sam­eig­in­legri áskorun 64 evr­ópskra sam­taka hjól­reiða­manna, þeirra á meðal Lands­sam­taka hjól­reiða­manna hér á landi, til þeirra ríkja sem sitja ráð­stefn­una í Glas­gow þessa dag­ana, segir að heim­ur­inn þurfi mun meiri hjól­reiðar til að vega gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Skorað er á rík­is­stjórnir og þjóð­ar­leið­toga að heita því að fjölga veru­lega fjölda þeirra þeirra sem hjóla í heima­löndum sín­um.

„Rík­is­stjórnir geta gert þetta með því að byggja meira af hágæða hjól­reiða­innvið­um, sam­þætta hjól­reiðar við almenn­ings­sam­göng­ur, bæta öryggi á vegum og koma til leiðar stefnum sem hvetja fólk og fyr­ir­tæki til þess að skipta út bíl­ferðum fyrir hjól­reiðar og aðra ferða­máta eins og göngu og almenn­ings­sam­göng­ur,“ segir auk ann­ars í áskor­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent