Staða Rússlands á alþjóðavettvangi virðist þrengjast með hverjum deginum. Þjóðarleiðtogar ræða viðskiptaþvinganir vegna aðgerða Rússa gagnvart Úkraínu, sá mikli efnahagslegi vöxtur sem drifið hefur ríkið áfram á undanförnum árum er í mikilli rérnum og alþjóðasamfélagið virðist vera að taka fast á viðskiptalegum aðförum rússneskra risafyrirtækja sem framkvæmdar eru í skjóli, og með velvilja, rússenskra stjórnvalda sem í flestum tilfellum eru stærstu eigendur þeirra.
Það lá þegar fyrir, áður en átökin í Úkraínu brutust út, að hægjast myndi á hagvexti Rússlands, sem var 3,4 til 4,5 prósent á árunum 2010-2012, en var einungis 1,3 prósent í fyrra. Nú spá rússneskir ráðamenn því að hann verði líklega enginn á þessu ári. Og þá á eftir að taka tillit til mögulegra efnahagslegra þvingana og sektar- eða bótagreiðslna sem rússneska ríkið eða fyrirtæki í þess eigu gætu staðið frammi fyrir. Þar eru nefnilega alvöru fjárhæðir undir.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_31/20[/embed]
Lestu ítarlega umfjöllun um stöðu Rússlands í nýjustu útgáfu Kjarnans.