Safna fyrir tækifærisbókinni: „Smiður finnur lúður“

f0f162d55c038ad3b3018d95330f7e31.jpg
Auglýsing

Eitt áhuga­verðasta, í það minnsta skop­leg­asta, verk­efnið sem nú safnar sér fjár­magni á vef­síðu Karol­ina Fund, má rekja til fjöl­lista­hóps­ins Per: Seg­ul­svið, sem safnar sér fyrir útgáfu ­bók­ar­inn­ar: „Smiður finnur lúð­ur.“

Fjöl­lista­hóp­ur­inn er hug­ar­fóstur Ólafs Jos­ephs­sonar tón­list­ar­manns, Árna Þórs Árna­sonar mynd­list­ar­manns, og Sveins Magn­ús­sonar skálds, en í dag hefur hóp­ur­inn tryggt sér 67 pró­sent fjár­mögn­un­ar­inn­ar, en hætt verður að taka við fram­lögum eftir fimmtán daga. Sam­kvæmt laus­legri könnun Kjarn­ans hefur Per: Seg­ul­svið áður gefið út tvær hljóm­plöt­ur; Kysstu mig þungi Spán­verji og Tón­list fyrir hana. 

Þrí­eykið stefnir nú á útgáfu sinnar fyrstu bók­ar, en hún var gefin út raf­rænt á vef­síðu fjöl­lista­hóps­ins síð­sum­ars árið 2013 og hefur verið aðgengi­leg þar síðan án end­ur­gjalds. „Skortur á fjár­magni hefur hins­vegar aftrað því að bókin hafi verið gefin út í físísku formatti - líkt og hún á skil­ið. Nú stendur það til bóta. Per: Seg­ul­svið von­ast til þess að með þinni aðstoð kæri les­andi, verði hægt að frelsa smið­inn úr raf­rænum fjötrum sínum og senda hana í allri sinni dýrð út í kosmósið - 24 síðna bók í lit­ríku­prent­i,“ segir á síðu fjöl­lista­hóps­ins á vef­síðu Karol­ina Fund.

Auglýsing

Bók Per: Segulsviðs kemur til með að líta út svona, ef fjöllistahópurinn nær að tryggja sér nægjanlegt fjármagn. Bók Per: Seg­ul­sviðs kemur til með líta svona út, ef fjöl­lista­hóp­ur­inn nær að tryggja sér nægj­an­legt fjár­magn.

„Ekki hengja bak­ara... frels­aðu smið“Fjöl­lista­hóp­ur­inn hefur til þessa getið sér góðs orðs fyrir lit­skrúð­ugt orða­lag,  og frum­lega kímni­gáfu. Bókin er sögð alhliða tæki­fær­is­bók fyrir full­orðna sem og full­orð­ins­bók fyrir börn. „Hún er trappa mál­ar­ans, sleif osta­gerð­ar­manns­ins og grifflur dans­ar­ans. Hún er í senn ætluð mið­aldra gröfu­mönnum sem rauð­hærðum sveita­drengjum með eyrn­ar­lokka.“

Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bók Per: Seg­ul­sviðs um smið sem finnur lúður á förnum vegi. Hún er heið­ar­lega mynd­skreytt og hlaðin nokkru gamni, eins og fjöl­lista­hóp­ur­inn orðar það. „Átján húð­læknum var fórnað við gerð bók­ar­innar og vef­hönn­uður aðlaður til mót­væg­is. Slíkt má ekki vanta þegar verk eins og þetta er ann­ars veg­ar. Almættið þarf sitt. Allt leitar jafn­vægis … eða eins og Per: Seg­ul­svið gjarnan seg­ir, „Hausi gef­ur, hausi fær“. Hjálp­aðu ver­öld­inni að leita jafn­væg­is. Styrktu Per: Seg­ul­svið við að prenta bók um smið. Ekki hengja bak­ara … frels­aðu smið – og tryggðu þér ein­tak af bók­inni með lauf­léttri sveiflu krít­ar­korts­ins.“

Þeir sem láta fé af hendi rakna geta skráð nafn sitt á spjöld sög­unnarÞeir sem styrkja útgáfu bók­ar­innar eiga mögu­leika á að fá höf­uð­per­sónu hennar nefnda eft­ir ­sér, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu fjöl­lista­hóps­ins. „Einn lukku­legur vel­unn­ari mun í lok söfn­un­ar­innar verða dreg­inn úr hópn­um, og mun aðal­sögu­hetj­an, smið­ur­inn við­kunna­legi, vera skírður nafni við­kom­andi. Styrktu Per: Seg­ul­svið við að prenta bók um smið - og þú gætir bók­staf­lega skráð nafn þitt á spjöld sög­unn­ar.“

Mynd­band fjöl­lista­hóps­ins á Karol­ina Fund hefur vakið athygli, enda óhefð­bundið í öllum mögu­legum skiln­ingi þess orðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None