Samfylking og Píratar vilja breytingar á fjölmiðlafrumvarpi

Tveir stjórnarandstöðuflokkar vilja að þak á greiðslum til fjölmiðlafyrirtækja verði lækkað úr 100 í 50 milljónir króna á ný. Ef af því yrði myndu greiðslur til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins skerðast um rúmlega 100 milljónir króna.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrirsvarsmaður minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrirsvarsmaður minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar.
Auglýsing

Þing­menn Sam­fylk­ingar og Pírata sem sitja í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hafa skilað inn minni­hluta­á­liti um frum­varp um stuðn­ings­kerfi við einka­rekna fjöl­miðla. Þeir leggja til að frum­varp­inu verði breytt þannig að rekstr­ar­stuðn­ingur sem hver fjöl­mið­ill getur fengið sé 25 pró­sent af stuðn­ings­hæfum rekstr­ar­kostn­aði og að stuðn­ingur við hvern umsækj­anda sé ekki hærri en 50 millj­ónir króna. 

Það myndi þýða að styrkir til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins: Árvak­urs, Sýnar og Torgs, myndu lækka veru­lega en í frum­varp­inu var gert ráð fyrir að þakið á greiðslum til hvers og eins sé 100 millj­ónir króna. Þegar greiddir voru út neyð­ar­styrkir til fjöl­miðla í fyrra eftir sömu for­sendum og lagðar voru fram í frum­varp­inu fékk Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, 99 millj­ónir króna í sinn hlut. Að sama skapi myndu styrkir til um ann­arra fjöl­miðla hækka þar sem greiðslur til þeirra myndu ekki skerð­ast jafn mikið og ella. Í fyrra færð­ust alls 106 millj­ónir króna frá 20 smærri fjöl­miðlum til þriggja stærstu við það að þakið var hækkað úr 50 í 100 millj­ónir króna.

Undir álitið skrifa Guð­mundur Andri Thors­son frá Sam­fylk­ingu og Olga Mar­grét Cilia frá Píröt­um. Að öðru leyti en ofan­greindu styður minni­hlut­inn mark­mið og meg­in­efni frum­varps­ins enda sé „rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi með þeim hætti að ástæða er til að hlaupa þar undir bagga.“ Hann leggur því til að frum­varpið verði sam­þykkt, en með ofan­greindri breyt­ing­u. 

Til stóð að taka frum­varpið til ann­arrar umræðu á Alþingi í dag en málið var tekið af dag­skrá skömmu áður en að sú umræða átti að fara fram. 

Breytt í tíma­bundið stuðn­ings­kerfi

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar skil­aði sínu nefnd­ar­á­liti fyrir helgi. Sam­kvæmt álit­inu vill meiri­hlut­inn gera nokkrar breyt­ingar á frum­varp­inu. Þar ber hæst að sett verði þrengri skil­yrði um til að telj­ast stuðn­ings­hæfur fjöl­mið­ill. Sú þreng­ing felur í ann­ars vegar í sér að lág­marks­út­gáfu­tíðni prent­mið­ils þar að vera að minnsta kosti 20 útgáfur á ári og aðrir miðlar sem hljóti styrk þurfi að „miðla nýjum frétt­um, frétta­tengdu efni eða umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni á virkum dögum í 20 vikur á ári.“

Í frum­varp­inu sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði fram í des­em­ber stóð að launa- og verk­taka­kostn­aður allra sem öfl­uðu og miðl­uðu efni væri stuðn­ings­hæf­ur. Meiri­hlut­inn hefur lagt til að þessi skil­yrði verði þrengd veru­lega og að þeir miðlar einir verði stuðn­ings­hæfir sem afli og miðli „frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efn­i.“

Auglýsing
Til stóð að frum­varpið myndi gilda frá 1. jan­úar 2021, að umsókn­ar­ferli þeirra miðla sem eru stuðn­ings­hæfir væri til 31. mars. Þær dag­setn­ingar eru aug­ljós­lega liðnar og í áliti meiri­hlut­ans er gert ráð fyrir að fjöl­miðlar hafi út maí­mánuð til að sækja um styrki.

Meiri­hlut­inn vill hins vegar að stuðn­ings­kerfið gildi ein­ungis í eitt ár, þ.e. að stuðn­ingur verði greiddur út til fjöl­miðla vegna kostn­aðar sem féll til á árinu 2020 ein­vörð­ungu. Þetta er rök­stutt þannig í áliti hans að fram hafi komið sjón­ar­mið um að „skýra þurfi aðferða­fræði við útreikn­ing stuðn­ings­kerf­is­ins betur og tryggja að fyr­ir­komu­lagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjöl­breytni og fjöl­ræði á fjöl­miðla­mark­aði. Sömu­leiðis þurfi að huga að stöðu smærri fjöl­miðla í þessu sam­hengi. skýra þurfi aðferða­fræði við útreikn­ing stuðn­ings­kerf­is­ins betur og tryggja að fyr­ir­komu­lagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjöl­breytni og fjöl­ræði á fjöl­miðla­mark­aði.

Ósam­mála hlut­falli rekstr­ar­stuðn­ings en skrif­uðu samt undir

Meiri­hlut­inn vill líka taka til skoð­unar hvort koma eigi upp sam­keppn­is­sjóði til að jafna rekstr­ar- og sam­keppn­is­stöðu fjöl­miðla. „Meiri hlut­inn telur æski­leg­ast að fyr­ir­komu­lag stuðn­ings­kerf­is­ins sem kveðið er á um í frum­varpi þessu verði tekið til nán­ari skoð­un­ar, m.a. með hlið­sjón af fram­an­greindum sjón­ar­mið­um, en verði jafn­framt tekið til skoð­unar sam­hliða þeirri end­ur­skoðun sem á sér stað á skatt­lagn­ingu erlendra efn­is- og streym­isveitna. Í ljósi þessa telur meiri hlut­inn að svo stöddu ástæðu til að um verði að ræða tíma­bundið stuðn­ings­kerfi sem gildi til 31. des­em­ber 2021 vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni árið 2020.“

Undir nefnd­ar­á­litið skrif­uðu allir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja: Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna. Nefnd­ar­menn síð­ast­nefnda flokks­ins, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, gerðu það þó með fyr­ir­vara án þess að sá fyr­ir­vari væri skýrður í álit­inu.

Í sam­tali við mbl.is sagði Bjarkey að fyr­ir­varar þeirra hafi snúið að hlut­­falli rekst­­ar­stuðn­ings sem hver fjöl­­mið­ill get­ur feng­ið. Einnig hafi þær gert fyr­ir­vara við gild­is­­tíma stuðn­ings­­ins, sem þær hefðu viljað hafa til lengri tíma.

Óbreytt þak og þorr­inn til þriggja fyr­ir­tækja

Sam­kvæmt frum­varp­inu stendur til að útdeila 400 millj­ónum króna í styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Búið er að gera ráð fyrir þeirri upp­hæð á fjár­lögum yfir­stand­andi árs. 

Hægt verður að sækja um 25 pró­sent end­ur­greiðslu á stuðn­ings­hæfum kostn­aði en stuðn­ingur hvers og eins getur ekki orðið meiri en 25 pró­sent af fjár­veit­ingum til verk­efn­is­ins. Það þýðir að styrkur getur aldrei orðið meiri en 100 millj­ónir króna.

Það er byggt á svip­uðum grunni og sér­stakur neyð­ar­styrkur til einka­rek­inna fjöl­miðla vegna COVID-19, sem greiddur var út í fyrra, en er að mörgu leyti ólíkt fyrri frum­vörpum um málið sem lögð hafa verið fram. Meiri áhersla var í neyð­ar­styrknum og fyr­ir­liggj­andi frum­varpi sem stjórn­ar­flokk­arnir styðja að koma sem mestum hluta upp­hæð­ar­innar sem er til skipt­anna til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins. 

Sú áhersla birt­ist í því að hámarks­upp­hæð sem hvert fyr­ir­tæki gæti sótt í stuðn­ings­kerfið var hækkuð úr 50 í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur í fyrra sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. Þessi þrjú fyr­ir­tæki fengu sam­tals 64 pró­sent af upp­hæð­inni sem deilt var út. Smærri miðl­arnir fengu tæp­lega 18 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði sínum end­ur­greiddan í stað þeirra 25 pró­sent sem til stóð að þeir fengu.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar styður þessa til­högun áfram en minni­hluti nefnd­ar­innar leggur til að þakið verði fært aftur í fyrra horf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent