Samfylkingin mun ekki selja ESB sem töfralausn undir forystu Kristrúnar

Samfylkingin mun ekki kynna Evrópusambandið sem töfralausn undir forystu nýkjörins formanns. Kristrún Frostadóttir vill breyta pólitíkinni og virkja jafnaðartaugina í landinu. Annar áratugur undir stjórnarfari íhaldsafla er ekki í boði.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mun ekki setja aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar. For­gangs­mál flokks­ins er að end­ur­reisa vel­ferð­ar­kerfið og sam­eina fólk með jafn­að­ar­taug.

Þetta er meðal þess sem fram kom í stefnu­ræðu Kristrúnar Frosta­dótt­ur, nýkjör­ins for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar, á lands­fundi flokks­ins sem fram fer um helg­ina.

Auglýsing

Tími breyt­inga er haf­inn hjá Sam­fylk­ing­unni. Kristrún Frosta­dóttir tók við sem for­maður flokks­ins í gær. Hún var ein í fram­boði og hlaut 94,59 pró­sent greiddra atkvæða. Guð­mundur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði og fyrr­ver­andi vara­for­maður Alþýðu­flokks­ins og ráð­herra, var sjálf­kjör­inn í emb­ætti vara­for­manns.

Ný for­ysta, nafn og merki

Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar og óháðra á Sel­tjarn­ar­nesi, var kjör­inn nýr for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann hafði betur gegn Kjart­ani Val­garðs­syni, sitj­andi for­manni, með rúm­lega 70 pró­sent greiddra atkvæða.

Jón Grétar Þórs­son var kjör­inn gjald­keri flokks­ins. Hann hafði betur gegn Stein Olav Romslo með 49,64 pró­sent greiddra atkvæða. Anna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ísa­firði, er nýr rit­ari flokks­ins. Hún hlaut 59,77 pró­sent greiddra atkvæða. Auk hennar var Alex­andra Ýr van Erven í fram­boði rit­ara.

Fleiri breyt­ingar voru sam­þykktar á lands­fundi flokks­ins í morg­un. Flokk­ur­inn heitir nú Sam­fylk­ingin – jafn­að­ar­flokkur Íslands. Það er minni­háttar breyt­ing á nafni flokks­ins sem var áður Sam­fylk­ingin – jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands. Til­lagan kom frá Arn­óri Heið­ari Ben­ón­ýs­syni, for­seta Ungs jafn­að­ar­fólks (UJ) og for­vera hans, Rögnu Sig­urð­ar­dótt­ur. Ungt jafn­að­ar­fólk breytti nafni sínu nýverið úr Ungum jafn­að­ar­mönn­um. Aðrar til­lögur að breyt­ingu á nafni voru dregnar til baka þar sem sátt náð­ist um þessa til­lögu. Áður höfðu Mörður Árna­son og Krist­ján L. Möll­er, fyrr­ver­andi þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar, greint frá því að þeir ætl­uðu að leggja til að flokk­ur­inn fengi nafnið Jafn­að­ar­flokk­ur­inn.

Nafna­breyt­ing flokks­ins var ekki það eina sem var sam­þykkt, merki flokks­ins hefur einnig verið breytt og er nú rós, alþjóð­legt merki jafn­að­ar­fólks, í stað rauðs hrings eða kúlu.

Grund­vall­ar­mál að end­ur­reisa vel­ferð­ar­kerfið

„Breyt­ing­arn­ar, þær byrja strax í dag. Þær byrja hér og nú,“ sagði Kristrún í upp­hafi stefnu­ræðu sinnar í dag. Í ræð­unni fór hún yfir hennar sýn fyrir flokk­inn og fyrir land­ið, hverju flokk­ur­inn ætlar að breyta og hvers vegna. „Hvernig við ætlum að vinna og hvernig við munum stjórn­a.“

Helsta verk­efni flokks­ins er, að hennar mati, að end­ur­reisa vel­ferð­ar­kerfið eftir ára­tug hnign­un­ar. „Þetta er grund­vall­ar­mál, sem vinnst ekki með dæg­ur­þrasi í stjórn­mál­um. Fólk þyrstir í for­ystu í stjórn­málum sem treystir sér í þetta verk­efni. Þessu kalli ber okkur að svara. Fólkið í land­inu hefur beð­ið, það bíður enn og Sam­fylk­ingin verður að mæta til leiks, til­búin í þetta mik­il­væga verk­efni í næstu kosn­ing­um,“ sagði Kristrún.

Logi breytti útför flokks­ins í upp­risu og end­ur­nýjun

Logi Ein­ars­son hélt sína síð­ustu ræðu sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í gær. Þar minnt­ist hann á að hann hafi verið kall­aður útfar­ar­stjóri flokks­ins á sínum tíma en að eng­inn spái flokknum dauða nú. „Þú breyttir útför­inni í upp­risu og end­ur­nýj­un,“ sagði Kristrún, sem þakk­aði Loga fyrir að taka vel á móti henni þegar hún kom inn í flokk­inn.

Logi Einarsson tók við formennsku Samfylkingarinnar árið 2016.

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum hefur Sam­fylk­ingin bætt við sig miklu fylgi þar sem af er kjör­tíma­bili. Flokk­­ur­inn fékk 9,9 pró­­sent atkvæða í fyrra­haust en mælist nú með 14,4 pró­­sent fylgi, sam­kvæmt nýrri könnun Mask­ínu, og þriðji stærsti flokk­­ur­inn á þing­i. ­

„Ég vil að flokk­ur­inn fái ánægju­fylgi, trausts­fylgi — því það er fylgið sem skilar sér alla leið á kjör­dag. Ekki bara tíma­bundið mót­stöðu­fylgi sem tekur ekki til­lit til þess hvort fólk treystir okkur til að stjórna eða ekki,“ sagði Kristrún.

Óásætt­an­leg staða í lands­mál­unum

Staðan í lands­mál­unum er ekki ásætt­an­leg að mati Kristrúnar og voru síð­ustu kosn­ingar von­brigði. „Sam­fylk­ingin hefur núna tapað fernum kosn­ingum til Alþingis í röð. Við höfum eft­ir­látið Sjálf­stæð­is­flokknum ára­tug til að stjórna þessu landi, óslit­inn. Með alvar­legum afleið­ingum sem eru að koma betur og betur í ljósi,“ sagði Kristrún, sem telur flokks­menn svíkja sjálfa sig, jafn­að­ar­stefn­una og fólkið í land­inu með því að halda áfram á sömu braut eins og ekk­ert sé.

„Þess vegna segi ég: Nú er kom­inn tími til að taka það alvar­lega að vinna; að vinna traust. Sem þýðir að við verðum að ráð­ast í breyt­ingar — okkur ber bein­línis skylda til þess. Og það er það sem við erum að gera nún­a.“

Ofurá­hersla á kjarna­mál jafn­að­ar­manna

Breyt­ing­arnar sem Kristrún tal­aði um snú­ast um að fara aftur í kjarn­ann með því að leggja ofurá­herslu á kjarna­mál jafn­að­ar­manna, það er hús­næð­is­mál, heil­brigð­is­mál, sam­göng­ur, góða atvinnu og kjör fólks.

Auglýsing

Trú­verð­ug­leiki flokks­ins byggir líka á trú­verð­ugri efna­hags­stefnu og Kristrún vill að efna­hags­stefna Sam­fylk­ing­ar­innar taki mið af hags­munum heild­ar­inn­ar. „Skiln­ingi á því hvernig vel­ferð­ar­kerfið verður best rekið og fjár­magn­að. Að skamm­tíma­lausnir skila sér oftar en ekki í meiri kostn­aði síðar meir — að skuldir finn­ast víðar en í bók­haldi rík­is­sjóðs. Stór­tækar fram­farir á Íslandi velta á því að hér kom­ist til valda stjórn­mála­flokkur sem sér þessa stóru mynd — getur veitt land­inu for­ystu með fast land undir fótum og sam­fellu í hugsun — ekki bara til­vilj­ana­kenndum fjár­út­látum og stefnu­lausu aðhaldi sem engum árangri skil­ar,“ sagði for­mað­ur­inn.

Evr­ópu­sam­bands­að­ild ekki for­gangs­mál nema að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum

Sam­fylk­ingin mun ekki reyna að selja fólki Evr­ópu­sam­bandið sem töfra­lausn undir for­ystu Kristrún­ar. „Enda er það ekki töfra­lausn. Það hefur kosti og galla. Og það er mik­il­vægt að Sam­fylk­ingin sýni ólíkum sjón­ar­miðum og áhyggjum fólks virð­ingu. Það er vel hægt að vera jafn­að­ar­maður og hluti af Sam­fylk­ing­unni án þess að vera alveg sann­færður um ágæti aðildar Íslands að Evr­ópu­sam­band­in­u,“ sagði Kristrún, sem er sjálf mik­ill Evr­ópusinni og ein­dregið fylgj­andi aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

En það er löngu kom­inn tími til, að hennar mati, að upp­færa og end­ur­nýja umræð­una um kosti og galla aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu, það gangi ekki að þylja upp tveggja ára­tuga gömul rök sem byggja á kynn­ingu sem flokk­ur­inn stóð fyrir skömmu eftir alda­mót.

„Og þess vegna segi ég það hér: Sam­fylk­ingin mun ekki setja fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri yfir­ferð og rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar.“

Katarina Barley, varaforseti Evrópuþingsins, var sérstakur gestur á landsfundinum. Hér er hún ásamt fyrrverandi formönnum flokksins, Loga Einarssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, auk Kristrúnar Frostadóttur, nýs formanns Samfylkingarinnar. Mynd: Samfylkingin.

Kristrún sagði einnig að það verði að vera stór flokkur með breitt umboð sem leiðir mik­il­væga umræðu eins og Evr­ópu­sam­bands­að­ild. „Þetta er ekki smá­flokka­mál. Þetta segi ég sem Evr­ópusinni. Ég er ein­fald­lega sann­færð um að þetta sé árang­urs­rík­asta leiðin til að koma mál­inu áfram, að sam­ein­ast um að fara aftur í kjarna jafn­að­ar­mennsk­unnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leið­andi í umræð­unni um alþjóða­mál og Evr­ópu­sam­bandið — þegar tæki­færið gefst.“

Það sama á við um stjórn­ar­skrána. Kristrún sagði kröf­una um allt eða ekki neitt í stjórn­ar­skrár­málum ekki hafa skilað árangri. Breyta þurfi um nálgun og við­ur­kenna að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá munu kalla á mála­miðl­anir og breitt sam­starf flokka á þingi. „Nú hefur málið verið algjör­lega stopp í tíu ár. Hvernig getum við kom­ist eitt­hvað áfram? Við étum ekki fíl­inn í einum bita — það ætti að vera orðið ljóst að það er ekki raun­hæft.“

Vill opna flokk­inn

Meg­in­verk­efni flokks­ins á næst­unni verður að opna flokk­inn. „Að halda áfram að eiga umfangs­mikið sam­tal við fólk um land allt. Við munum boða til efn­is­legrar umræðu um þá mála­flokka sem við setjum í for­gang fyrir næstu ár, halda opna fundi og mál­þing — kalla til sér­fræð­inga, fólkið á gólf­inu, fólk sem er hokið af reynslu og ungt fólk sem vill móta eigin fram­tíð hér á land­i.“

End­ur­reisn vel­ferð­ar­kerf­is­ins er meðal stórra áskor­ana sem eru fram undan að mati Kristrún­ar, áskorun sem kallar á „kaldan haus og heitt hjarta; kraft­mikla for­ystu fyrir Ísland undir merkjum klass­ískrar jafn­að­ar­stefn­u“.

„Við höfum eft­ir­látið íhalds­öfl­unum óslit­inn ára­tug við völd. Og það má ekki líða annar ára­tugur undir sama stjórn­ar­fari. Það er ein­fald­lega alltof mikið í húfi. Fyrir vinn­andi fólk. Fyrir vel­ferð­ar­kerfið okk­ar. Fyrir fram­tíð­ina í þessu land­i.“

„Ég bauð mig fram til formanns til að leiða breytingar: Fyrst í flokknum okkar og svo í ríkisstjórn,“ sagði Kristrún í fyrstu stefnuræðu sinni sem formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Baldur Kristjánsson.

„Dæs Fram­sókn­ar­flokks­ins og upp­gjöf VG“

Kristrún sagði von­leysið hafa sigrað í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um. „Dæs Fram­sókn­ar­flokks­ins og upp­gjöf VG. Er ekki bara best að yppta öxl­um, geispa og gef­ast upp? Þetta var boð­skapur Fram­sókn­ar,“ sagði Kristrún og lands­fund­ar­gestir hlógu. „Skiptir máli hvernig þú stjórn­ar? Nei, það skiptir bara máli hver situr í stólnum og hittir fræga fólkið í útlönd­um. Þetta er stefna VG.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ræður ferð­inni í rík­is­stjórn­inni að mati Kristrúnar með því að reka „harða og úrelta stefnu úr fjár­mála­ráðu­neyt­in­u“.

„Þau er þreytt. Von­leysið hefur unnið á þeirra vakt. En fólkið í land­inu veit að þetta þarf ekki að vera svona. Við höfum hlustað og höldum því áfram.“

Vill koma inn af krafti en er ekki bylt­ing­ar­sinni

Kristrún sagð­ist ekki vera þekkt fyrir að fara of hægt í sak­irnar eða stíga of var­lega til jarð­ar. „Enda vil ég koma inn af krafti og gefa allt sem ég á. En ég vil að það sé alveg skýrt engu að síður að ég er ekki og hef aldrei verið bylt­ing­ar­sinni. Og ég trúi ekki á töfra­lausn­ir.“

Fram­tíð­ar­sýn Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir Ísland er skýr að sögn nýs for­manns flokks­ins og hún lofar að flokk­ur­inn muni breyta póli­tík­inni og stunda öðru­vísi stjórn­mál. „Við ætlum að stunda skýra og heið­ar­lega póli­tík. Sem fólk getur treyst. Það sem við segjum verður það sem við meinum og það sem gerum — en ekki bara það sem hver og einn vill heyra hverju sinni. Það er svo sem sagt að vika sé langur tími í póli­tík. Og maður veit auð­vitað aldrei, en það er hætta á að það séu heil þrjú ár í næstu kosn­ing­ar.“

Kristrún lof­aði að hrista ræki­lega upp í ástand­inu sem nú ríkir í íslenskum stjórn­mál­um.

„Þessu ástandi von­leysis og upp­gjaf­ar. Þetta gengur ekki leng­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent