Samherji Ísland hagnaðist um fjóra milljarða eftir að hafa greitt 470 milljónir í veiðigjöld

Útgerðarfélag í eigu Samherjasamstæðunnar, sem heldur á rúmlega átta prósentum af öllum úthlutuðum kvóta, hagnaðist um rúman milljarð króna á kvótaleigu í fyrra. Veiðigjöldin sem félagið greiddi náðu ekki að vera helmingur þeirrar upphæðar.

Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Auglýsing

Sam­herji Ísland, útgerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, hagn­að­ist um næstum fjóra millj­arða króna á árinu 2021, ef miðað er við með­al­gengi evru á síð­asta ári, en útgerðin gerir upp í þeirri mynt. Alls gerir Sam­herji Ísland út sex skip og rekur land­vinnslu á Dal­vík. 

Útgerðin er með fjórðu mestu afla­hlut­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­sögu allra sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­­sent, sam­kvæmt síð­ustu birtu töl­u­m. 

Í árs­reikn­ingi félags­ins sem er nú aðgengi­legur í fyr­ir­tækja­skrá kemur fram að rekstr­ar­hagn­aður hafi verið um 4,6 millj­arðar króna, en þá var búið að gera ráð fyrir greiðslu veiði­gjalda upp á um 470 millj­ónir króna sem hluta af kostn­að­ar­verði seldra vara. Sam­herji Ísland borg­aði svo um 900 millj­ónir króna í tekju­skatt. Sam­tals fóru því tæp­lega 1,4 millj­arðar króna til rík­is­sjóðs frá félag­inu á árinu 2021. 

Stjórn Sam­herja Ísland ákvað að greiða út 40 pró­sent af hagn­aði árs­ins í arð vegna síð­asta árs, sem eru þá um 1,6 millj­arðar króna. Greidd veiði­gjöld voru því undir 30 pró­sent af arð­greiðsl­unni sem greidd var upp í móð­ur­fé­lagið Sam­herja hf. 

Færðu Sam­herja hf. til barn­anna

Til­­­kynnt var opin­ber­­­lega um eig­enda­­­skipti á Sam­herja hf. 15. maí 2020. Þá birt­ist til­­­kynn­ing á heima­­­síðu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar um að Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, Helga S. Guð­­­munds­dóttir og Krist­ján Vil­helms­­­son væru að færa næstum allt eign­­­ar­hald á Sam­herja hf., sem er eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um þorra starf­­­semi sam­­­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, til barna sinna. Sú til­­­færsla átti sér þó stað á árinu 2019.

Auglýsing
Þau halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­­­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­­­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­­­ar­halds­­­­­fé­lagi, Sam­herja Hold­ing ehf. Heild­ar­hagn­aður Sam­herja hf. á síð­asta ári var sagður 17,8 millj­arðar króna í til­kynn­ingu sem birt­ist á heima­síðu félags­ins í sum­ar. Sam­stæðan á fjölda félaga auk Sam­herja Íslands og er auk þess stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Stærsti eig­andi Sam­herja hf. í dag er félagið K&B ehf., sem er í 2,1 pró­­­sent eigu Þor­­­steins Más, for­­­stjóra Sam­herja, 49 pró­­­sent eigu Bald­vins Þor­­­steins­­­son­­­ar, sonar hans, og 48,9 pró­­­sent eigu Kötlu Þor­­­steins­dótt­­­ur, dóttur Þor­­­steins Más. Það á 44,1 pró­­­sent í félag­inu. Félagið Bliki ehf., sem Sam­herji á sjálfur 32,1 pró­sent í og flokk­ast þar með sem dótt­ur­fé­lag sam­stæð­unn­ar, er næst stærsti ein­staki eig­and­inn með 11,9 pró­sent hlut. Sam­herji keypti 10,3 pró­sent hlut í Blika í fyrra auk þess sem dótt­ur­fé­lag­ið  Fram­in­vest Sp/f á 28,2 pró­sent eign­ar­hlut í Blika. Kross­eigna­tengsl félag­anna eru færð út til lækk­unar á eigin fé í reikn­ingum Sam­herja. Þor­­­­­steinn Már er helsti skráði stjórn­­­­­andi Fram­in­vest sp/f, sem er með heim­il­is­festi í Fær­eyj­­­­­um.

Hall­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn útgerð­­ar­­stjór­ans Krist­jáns Vil­helms­­son­­ar, eiga sam­an­lagt með um 41,5 pró­­­sent hluta­fjár en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­­sent hlut hvert. 

Miklar tekjur af kvóta­leigu

Sam­herji Ísland heldur á afla­heim­ildum sem eru bók­færðar á um tíu millj­arða króna. Upp­lausn­ar­verð þeirra er þó án efa mun hærra, en afla­heim­ildir eru oftar en ekki bók­færðar á mun lægra virði en mark­aðsvirði í árs­reikn­ingum útgerða. 

Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að þorri tekna þess hafi verið vegna veiða og vinnslu í fyrra. Þó er til­tekið að kvóta­leiga hafi skilað Sam­herja Íslandi rúm­lega millj­arði króna í tekjur í fyrra, miðað við með­al­gengi evru á því ári. 

Því hafði Sam­herji Ísland rúm­lega 600 millj­ónum krónum meira í tekjur af því að leigja út kvóta en félagið greiddi í veiði­gjöld á síð­asta ári. Tekjur þess af kvóta­leigu rúm­lega tvö­föld­uð­ust milli ára.

Sam­herji hefur brugð­ist við frétta­flutn­ingi Kjarn­ans og bent á að Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga og Sam­herji Ísland, sem bæði séu sjálf­stæð félög en að öllu leyti í eigu Sam­herja hf., samnýti veiði­heim­ildir til að afla hrá­efnis til vinnslu á Dal­vík og Akur­eyri. „Við­skipti milli þess­ara félaga, m.a. með veiði­heim­ild­ir, eiga að vera gagnsæ og frá þeim ber að greina svo sem gert er í reikn­ingum félag­anna. Félögin eru jafn­framt sam­skött­uð. Hér er því ekki um raun­veru­legar leigu­greiðslur til þriðja aðila að ræða heldur inn­byrðis við­skipti innan Sam­herja hf. sem ber að greina frá með þessum skil­merki­lega hæt­tí.”

Í árs­reikn­ingnum er reiknað út svo­kallað virkt skatt­hlut­fall félags­ins. I því felst að 20 pró­sent fyr­ir­tækja­skattur er lagð­ur  saman við ófrá­drátt­ar­bæran kostn­að, mis­mun á áætl­uðum og álögðum sköttum og svo er geng­is­munur dregin frá, ef hann er jákvæð­ur, líkt og hann var í fyrra hjá Sam­herja Íslandi. Miðað við þessa útreikn­inga var virkur tekju­skattur félags­ins 18,6 pró­sent á árinu 2021 og lækk­aði úr 25,1 pró­sent árið áður, þegar gegn­is­munur var nei­kvæð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent