Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda

Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.

Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Auglýsing

„Thorsil hafði eitt ár frá upp­sögn til að ganga frá sínum mál­um. Það var ekki gert og því var upp­sögn lóða­leigu­samn­ings­ins haldið til streit­u.“

Þetta segir Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um nýlega sam­þykkt stjórnar Reykja­nes­hafnar þar sem segir að litið sé svo á að lóð­ar- og hafn­ar­samn­ingur við Thorsil ehf. sé úr gildi fall­inn. Thorsil hafði gert samn­ing um lóð við Berg­hóla­braut á iðn­að­ar­svæð­inu í Helgu­vík þar sem fyr­ir­tækið hugð­ist reisa kís­il­ver.

Í jan­úar árið 2019 hvatti meiri­hluti bæj­ar­stjórnar bæði Arion banka og Thorsil að falla frá öllum áformum um upp­bygg­ingu og rekstur kís­il­málm­verk­smiðja í Helgu­vík og til að taka frekar þátt í annarri atvinnu­upp­bygg­ingu í sátt við fólkið í sveit­ar­fé­lag­inu og umhverf­ið.

Auglýsing

Reykja­nes­höfn og Thorsil ehf. und­ir­rit­uðu í apríl árið 2014 lóð­ar- og hafn­ar­samn­ing. Á fundi stjórnar Reykja­nes­hafnar í maí í fyrra var sam­þykkt að segja samn­ingnum upp þar sem fyr­ir­tækið hefði van­efnt samn­ings­skyldur sín­ar. Í bókun stjórn­ar­innar var rifjað upp að með upp­bygg­ingu kís­il­vers­ins hafi átt að skap­ast „vel launuð störf“ og umsvif við höfn­ina enn­fremur að aukast. Mörg ár séu liðin frá und­ir­skrift en „ekk­ert bólar á fyr­ir­hug­aðri starf­sem­i“.

Fram kom auk þess í bók­un­inni að fyr­ir­liggj­andi væru samn­ings­við­aukar aðila þar sem kveðið væri á um greiðslu­fyr­ir­komu­lag þeirra gjalda sem inna átti af hendi á grund­velli samn­ings­ins. „Í ljósi þess að greiðslur hafa ekki borist lítur stjórn Reykja­nes­hafnar svo á að Thorsil ehf. hafi van­efnt samn­ings­skyldur sín­ar. Á tímum óvissu og atvinnu­brests er þörf á allri upp­bygg­ingu til að vega upp á móti óheilla­væn­legri þró­un. Stjórn Reykja­nes­hafnar telur ófor­svar­an­legt að bíða enda­laust í óvissu á meðan nýir aðilar óska eftir sam­ræðum um fram­tíð­ar­upp­bygg­ing­u.“

Ákveðið var á þessum fundi að segja upp samn­ingnum en sam­kvæmt ákvæði í honum tæki upp­sögnin gildi að ári en hefði engin áhrif ef fyr­ir­tækið efndi samn­ings­skyldur sínar á upp­sagn­ar­frest­in­um.

Til­kynn­ing um upp­sögn­ina var send for­svars­mönnum Thorsil 20. maí í fyrra. „Þar sem liðið er rúmt ár frá því að upp­sögn samn­ings var til­kynnt og engin við­brögð hafa borist frá Thorsil ehf. varð­andi upp­sögn­ina og lítur stjórn Reykja­nes­hafnar svo á að ofan­greindur lóð­ar- og hafn­ar­samn­ingur sé úr gildi fall­inn,“ segir sam­þykkt stjórnar hafn­ar­innar frá því í lok júní í ár.

Sam­kvæmt starfs­leyfi sem Umhverf­is­stofnun gaf út árið 2017 hefur fyr­ir­tækið heim­ild til að fram­leiða allt að 110 þús­und tonn á ári af hrákís­li, allt að 55 þús­und tonnum af kís­il­dufti og 9 þús­und tonnum af kís­il­gjalli í fjórum ljós­boga­ofn­um. Árið 2015 sömdu for­svars­menn þess við ann­ars vegar Lands­virkjun um raf­magn til starf­sem­innar og hins vegar Lands­nets um raf­orku­flutn­inga.

Vilja fá að kjósa um Helgu­vík

Íbúar og stjórn­völd í Reykja­nesbæ eru brennd af reynsl­unni af kís­il­veri United Sil­icon, sem starf­aði á tíu mán­aða tíma­bili á árunum 2016 og 2017. Ver­ið, sem stóð nærri byggð rétt eins og ver Thorsil myndi gera, var frá upp­hafi gagn­rýnt fyrir fjöl­marga þætti. Bygg­ing­arnar voru hærri og meiri en skipu­lag gerði ráð fyrir og það angr­aði veru­lega fólk með lykt og annarri mengun sem hafði áhrif á heilsu margra. Er slökkt var á eina ljós­boga­ofni kís­il­vers­ins vörp­uðu því margir önd­inni létt­ar.

Verksmiðja United Silicon stendur enn í Helguvík. Hún er nú í eigu Arion banka.

Íbúa­sam­tökin And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík voru ötul í bar­áttu sinni gegn því að verið yrði end­ur­ræst sem og frek­ari starf­semi, m.a. Thorsil, á svæð­inu. Í árs­lok 2018 höfðu þau safnað und­ir­skriftum um 2.700 íbúa sem kröfð­ust þess að fá að kjósa um hvort verk­smiðj­urnar fengju að hefja starf­semi.

Kjartan Már bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæjar segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fram­hald máls­ins að ekki hafi verið gert ráð fyrir tekjum tengdum Thorsil ehf. í fjár­hags­á­ætl­unum Reykja­nes­hafnar síð­ast­liðin tvö ár, hvorki til skemmri eða lengri tíma.

Í árs­reikn­ingi Reykja­nes­hafnar fyrir árið 2019 segir að í fjár­hags­á­ætlun árs­ins hafi verið gert ráð fyrir tekjum í gegnum lóð­ar­gjöld í tengslum við að upp­bygg­ing á kís­il­veri Thorsil hæf­ist í Helgu­vík. „Þau áform gengu ekki eftir og liggur ekki fyrir að svo stöddu hvort og hvenær af þeim áformum verð­ur,“ stóð í sam­an­tekt stjórnar og hafn­ar­stjóra.

Hvað fram­haldið í Helgu­vík varðar segir Kjartan Már Reykja­nesbæ vera að skoða ýmsa mögu­leika fyrir sveit­ar­fé­lagið um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent