Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda

Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.

Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Auglýsing

„Thorsil hafði eitt ár frá upp­sögn til að ganga frá sínum mál­um. Það var ekki gert og því var upp­sögn lóða­leigu­samn­ings­ins haldið til streit­u.“

Þetta segir Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um nýlega sam­þykkt stjórnar Reykja­nes­hafnar þar sem segir að litið sé svo á að lóð­ar- og hafn­ar­samn­ingur við Thorsil ehf. sé úr gildi fall­inn. Thorsil hafði gert samn­ing um lóð við Berg­hóla­braut á iðn­að­ar­svæð­inu í Helgu­vík þar sem fyr­ir­tækið hugð­ist reisa kís­il­ver.

Í jan­úar árið 2019 hvatti meiri­hluti bæj­ar­stjórnar bæði Arion banka og Thorsil að falla frá öllum áformum um upp­bygg­ingu og rekstur kís­il­málm­verk­smiðja í Helgu­vík og til að taka frekar þátt í annarri atvinnu­upp­bygg­ingu í sátt við fólkið í sveit­ar­fé­lag­inu og umhverf­ið.

Auglýsing

Reykja­nes­höfn og Thorsil ehf. und­ir­rit­uðu í apríl árið 2014 lóð­ar- og hafn­ar­samn­ing. Á fundi stjórnar Reykja­nes­hafnar í maí í fyrra var sam­þykkt að segja samn­ingnum upp þar sem fyr­ir­tækið hefði van­efnt samn­ings­skyldur sín­ar. Í bókun stjórn­ar­innar var rifjað upp að með upp­bygg­ingu kís­il­vers­ins hafi átt að skap­ast „vel launuð störf“ og umsvif við höfn­ina enn­fremur að aukast. Mörg ár séu liðin frá und­ir­skrift en „ekk­ert bólar á fyr­ir­hug­aðri starf­sem­i“.

Fram kom auk þess í bók­un­inni að fyr­ir­liggj­andi væru samn­ings­við­aukar aðila þar sem kveðið væri á um greiðslu­fyr­ir­komu­lag þeirra gjalda sem inna átti af hendi á grund­velli samn­ings­ins. „Í ljósi þess að greiðslur hafa ekki borist lítur stjórn Reykja­nes­hafnar svo á að Thorsil ehf. hafi van­efnt samn­ings­skyldur sín­ar. Á tímum óvissu og atvinnu­brests er þörf á allri upp­bygg­ingu til að vega upp á móti óheilla­væn­legri þró­un. Stjórn Reykja­nes­hafnar telur ófor­svar­an­legt að bíða enda­laust í óvissu á meðan nýir aðilar óska eftir sam­ræðum um fram­tíð­ar­upp­bygg­ing­u.“

Ákveðið var á þessum fundi að segja upp samn­ingnum en sam­kvæmt ákvæði í honum tæki upp­sögnin gildi að ári en hefði engin áhrif ef fyr­ir­tækið efndi samn­ings­skyldur sínar á upp­sagn­ar­frest­in­um.

Til­kynn­ing um upp­sögn­ina var send for­svars­mönnum Thorsil 20. maí í fyrra. „Þar sem liðið er rúmt ár frá því að upp­sögn samn­ings var til­kynnt og engin við­brögð hafa borist frá Thorsil ehf. varð­andi upp­sögn­ina og lítur stjórn Reykja­nes­hafnar svo á að ofan­greindur lóð­ar- og hafn­ar­samn­ingur sé úr gildi fall­inn,“ segir sam­þykkt stjórnar hafn­ar­innar frá því í lok júní í ár.

Sam­kvæmt starfs­leyfi sem Umhverf­is­stofnun gaf út árið 2017 hefur fyr­ir­tækið heim­ild til að fram­leiða allt að 110 þús­und tonn á ári af hrákís­li, allt að 55 þús­und tonnum af kís­il­dufti og 9 þús­und tonnum af kís­il­gjalli í fjórum ljós­boga­ofn­um. Árið 2015 sömdu for­svars­menn þess við ann­ars vegar Lands­virkjun um raf­magn til starf­sem­innar og hins vegar Lands­nets um raf­orku­flutn­inga.

Vilja fá að kjósa um Helgu­vík

Íbúar og stjórn­völd í Reykja­nesbæ eru brennd af reynsl­unni af kís­il­veri United Sil­icon, sem starf­aði á tíu mán­aða tíma­bili á árunum 2016 og 2017. Ver­ið, sem stóð nærri byggð rétt eins og ver Thorsil myndi gera, var frá upp­hafi gagn­rýnt fyrir fjöl­marga þætti. Bygg­ing­arnar voru hærri og meiri en skipu­lag gerði ráð fyrir og það angr­aði veru­lega fólk með lykt og annarri mengun sem hafði áhrif á heilsu margra. Er slökkt var á eina ljós­boga­ofni kís­il­vers­ins vörp­uðu því margir önd­inni létt­ar.

Verksmiðja United Silicon stendur enn í Helguvík. Hún er nú í eigu Arion banka.

Íbúa­sam­tökin And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík voru ötul í bar­áttu sinni gegn því að verið yrði end­ur­ræst sem og frek­ari starf­semi, m.a. Thorsil, á svæð­inu. Í árs­lok 2018 höfðu þau safnað und­ir­skriftum um 2.700 íbúa sem kröfð­ust þess að fá að kjósa um hvort verk­smiðj­urnar fengju að hefja starf­semi.

Kjartan Már bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæjar segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fram­hald máls­ins að ekki hafi verið gert ráð fyrir tekjum tengdum Thorsil ehf. í fjár­hags­á­ætl­unum Reykja­nes­hafnar síð­ast­liðin tvö ár, hvorki til skemmri eða lengri tíma.

Í árs­reikn­ingi Reykja­nes­hafnar fyrir árið 2019 segir að í fjár­hags­á­ætlun árs­ins hafi verið gert ráð fyrir tekjum í gegnum lóð­ar­gjöld í tengslum við að upp­bygg­ing á kís­il­veri Thorsil hæf­ist í Helgu­vík. „Þau áform gengu ekki eftir og liggur ekki fyrir að svo stöddu hvort og hvenær af þeim áformum verð­ur,“ stóð í sam­an­tekt stjórnar og hafn­ar­stjóra.

Hvað fram­haldið í Helgu­vík varðar segir Kjartan Már Reykja­nesbæ vera að skoða ýmsa mögu­leika fyrir sveit­ar­fé­lagið um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent