Sjálfstæðisflokkur geti ekki tekið þátt í stjórn sem haldi áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið

Óli Björn Kárason segir að ríkisrekin fjölmiðlun grafi „undan borgaralegum öflum“. Ekki síst þess vegna verði Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum í málefnum RÚV.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

„Það þarf ekki mikla innsýn eða skilning á stefnu Sjálfstæðisflokksins til að átta sig á því að flokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, kemur í veg fyrir samþættingu og samvinnu sjálfstætt starfandi þjónustuaðila og hins opinbera – tekur hagsmuni kerfisins fram yfir hagsmuni sjúkratryggðra (okkar allra) og undirbýr þannig jarðveg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi, sem er eitur í beinum hvers sjálfstæðis- manns.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Svandís Svavarsdóttir – heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – hefur legið undir ámæli frá þeim sem styðja aukin einkarekstur í heilbrigðiskerfinu fyrir að hafa toga það af krafti í hina áttina, í átt að frekari ríkisrekstri, á yfirstandandi kjörtímabili. 

Í grein sem hún skrifaði á Kjarnanum í lok apríl sagði hún meðal annars að markmið þeirrar heilbrigðistefnu sem hún hefur innleitt sé að skapa heilbrigðisþjónustu, þar sem rétt þjónusta er veitt á réttum stað og er aðgengileg óháð efnahag. Tilefni skrifana var mikil gagnrýni sérfræðilækna á það að stjórnvöld vildu ekki semja við þá upp á nýtt á sömu forsendum og áður þar sem það sé ekki raunhæft. „Því er haldið fram að þetta sé skref í þá átt að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi. Ekkert er jafn fjarri lagi,“ skrifaði heilbrigðisráðherra.

Segir ríkisrekna fjölmiðum grafa „undan borgaralegum öflum“

Óli Björn fer yfir fleiri skilyrði sem hann telur að séu fyrir hendi svo að Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi að loknum kosningum í september. Hann segir að með sama hætti geti þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki réttlætt stuðning við ríkisstjórn sem haldi sjálfstæðum fjölmiðlum í helgreipum, þar sem hagsmunir ríkis- fyrirtækis gangi framar öllu öðru. „Ríkisrekin fjölmiðlun gengur þvert á hugmyndir hægri manna og grefur undan borgaralegum öflum. Ekki síst þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum – loksins gæti einhver sagt.“

Auglýsing
Óli Björn, ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp fyrr á þessu ári sem lagði til að  RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði í tveimur skrefum. Það átti, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og gera RÚV kleift að einbeita sér að menningarhlutverki sínu. Ekki átti að bæta RÚV tekjutapið með neinum hætti. Frumvarpið var ekki afgreitt. 

Frumvarpið var lagt fram eftir að Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fól þremur full­trúum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna  í febrúar að rýna lög um RÚV og gera til­lögur að breyt­ingum sem lík­legar eru til að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi og hlut­verk þess. Páll Magnússon var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þeim hópi, sem átti að skila af sér niðurstöðu eigi síðar en 31. mars. Nú, þremur mánuðum síðar, bólar ekkert á þeirri niðurstöðu.

Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins skilyrði

Óli Björn lenti í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Kraganum nýverið og mun því skipa baráttusæti flokksins þar, en Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fjóra þingmenn í kjördæminu.

Hann telur fleira til í greininni sem þurfi að taka afstöðu til áður en að Sjálfstæðisflokkurinn ákveður hvort hann taki þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Uppbygging menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent