Sjálfstæðisflokkur geti ekki tekið þátt í stjórn sem haldi áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið

Óli Björn Kárason segir að ríkisrekin fjölmiðlun grafi „undan borgaralegum öflum“. Ekki síst þess vegna verði Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum í málefnum RÚV.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

„Það þarf ekki mikla inn­sýn eða skiln­ing á stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að átta sig á því að flokk­ur­inn getur ekki tekið þátt í rík­is­stjórn sem heldur áfram að rík­i­s­væða heil­brigð­is­kerf­ið, kemur í veg fyrir sam­þætt­ingu og sam­vinnu sjálf­stætt starf­andi þjón­ustu­að­ila og hins opin­bera – tekur hags­muni kerf­is­ins fram yfir hags­muni sjúkra­tryggðra (okkar allra) og und­ir­býr þannig jarð­veg fyrir tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, sem er eitur í beinum hvers sjálf­stæð­is- manns.“

Þetta skrifar Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í morg­un. Svan­dís Svav­ars­dóttir – heil­brigð­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks – hefur legið undir ámæli frá þeim sem styðja aukin einka­rekstur í heil­brigð­is­kerf­inu fyrir að hafa toga það af krafti í hina átt­ina, í átt að frek­ari rík­is­rekstri, á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Í grein sem hún skrif­aði á Kjarn­anum í lok apríl sagði hún meðal ann­ars að mark­mið þeirrar heil­brigði­stefnu sem hún hefur inn­leitt sé að skapa heil­brigð­is­þjón­ustu, þar sem rétt þjón­usta er veitt á réttum stað og er aðgengi­leg óháð efna­hag. Til­efni skrif­ana var mikil gagn­rýni sér­fræði­lækna á það að stjórn­völd vildu ekki semja við þá upp á nýtt á sömu for­sendum og áður þar sem það sé ekki raun­hæft. „Því er haldið fram að þetta sé skref í þá átt að skapa tvö­falt heil­brigð­is­kerfi. Ekk­ert er jafn fjarri lag­i,“ skrif­aði heil­brigð­is­ráð­herra.

Segir rík­is­rekna fjöl­miðum grafa „undan borg­ara­legum öfl­um“

Óli Björn fer yfir fleiri skil­yrði sem hann telur að séu fyrir hendi svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti tekið þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi að loknum kosn­ingum í sept­em­ber. Hann segir að með sama hætti geti þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks ekki rétt­lætt stuðn­ing við rík­is­stjórn sem haldi sjálf­stæðum fjöl­miðlum í hel­greip­um, þar sem hags­munir rík­is- fyr­ir­tækis gangi framar öllu öðru. „Rík­is­rekin fjöl­miðlun gengur þvert á hug­myndir hægri manna og grefur undan borg­ara­legum öfl­um. Ekki síst þess vegna verður Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að spyrna við fótum – loks­ins gæti ein­hver sag­t.“

Auglýsing
Óli Björn, ásamt Brynj­ari Níels­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lögðu fram frum­varp fyrr á þessu ári sem lagði til að  RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði í tveimur skref­um. Það átti, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla og gera RÚV kleift að ein­beita sér að menn­ing­ar­hlut­verki sínu. Ekki átti að bæta RÚV tekju­tapið með neinum hætti. Frum­varpið var ekki afgreitt. 

Frum­varpið var lagt fram eftir að Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, fól þremur full­­trúum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna  í febr­úar að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess. Páll Magn­ús­son var full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þeim hópi, sem átti að skila af sér nið­ur­stöðu eigi síðar en 31. mars. Nú, þremur mán­uðum síð­ar, bólar ekk­ert á þeirri nið­ur­stöðu.

Jákvætt við­horf til atvinnu­lífs­ins skil­yrði

Óli Björn lenti í fjórða sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks í Krag­anum nýverið og mun því skipa bar­áttu­sæti flokks­ins þar, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nú með fjóra þing­menn í kjör­dæm­inu.

Hann telur fleira til í grein­inni sem þurfi að taka afstöðu til áður en að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ákveður hvort hann taki þátt í myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. „Upp­bygg­ing mennta­kerf­is­ins er eitt. Skyn­sam­leg og sjálf­bær nýt­ing nátt­úru­auð­linda ann­að. Jákvætt við­horf til atvinnu­lífs­ins er skil­yrði. Að gera launa­fólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyr­ir­tækja er mik­il­vægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjár­hags­legt sjálf­stæði heim­il­anna, er lyk­ill­inn að hjarta sjálf­stæð­is­manna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent