Sjö öfgamenn reknir úr Svíþjóðardemókrötum

kasselstrand2.jpg
Auglýsing

Sjö með­limum í Sví­þjóð­ar­demókröt­um, þriðja stærsta flokknum á sænska þing­inu, hefur verið vikið úr flokk­inum fyrir hægriöfg­ar. Meðal þeirra sem voru reknir eru Gustav Kassel­strand og William Hahne, for­kólfar í ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins. Félaga­nefnd flokks­ins hefur haft 24 ­manns til skoð­unar und­an­far­inn mán­uð.

Mattias Karls­son, þings­flokks­for­maður Svíð­þjóð­ar­demókrata, hefur látið hafa eftir sér að Kassel­strand og Hahne hafi átt í sam­starfi með öfga­flokkum utan Sví­þjóðar en tví­menn­ing­arnir neita öllum ásök­un­um.

„Fé­laga­nefndin er aðeins að fylgja skip­unum Karls­son­ar. Þetta er hópur strengja­brúða,“ sagði Kassel­strand við TT-frétta­veit­una í síð­degis í dag eftir að nið­ur­staða nefnd­ar­innar var ljós. Í morgun höfðu félag­arnir sagst ætla að segja af sér for­mennsku og vara­for­mennsku í ung­liða­hreyf­ing­unni.

Auglýsing

Sam­tals var sjö manns vikið úr flokknum í dag en nöfn þeirra Kassel­strands og Hahne aðeins gefin upp.  Á meðan rann­sókn flokks­ins stóð höfðu „sex eða sjö“ með­limir skilað inn flokks­skír­teini sínu, að sögn Ric­hard Joms­hof, flokks­rit­ara. „Allir með­lim­irnir höfðu sann­ar­lega og aug­ljós tengsl við öfga­öfl,“ sagði Joms­hof.

Þeir Kassel­strand og Hahne hafa þegar lýst yfir stuðn­ingi við for­manns­efni í ung­liða­hreyf­ing­unni. Það er Jessica Ohl­son sem er lög­fræð­ingur og póli­tískur aðstoð­ar­maður fyrir Sví­þjóð­ar­demókrata á sænska þing­inu.Sví­þjóð­ar­demókratar hlutu 12,9 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ing­um ­síð­asta haust og er nú þriðji stærsti flokk­ur­inn á sænska þing­inu með 49 þing­menn af 349. Flokk­inn má stað­setja yst á hægri væng sænskra stjórn­mála. Hann aðhyllist sænska þjóð­ern­is­hyggju, félags­lega íhalds­semi og hefur talað gegn inn­flytj­end­um.

Mesti vöxtur fylgis flokks­ins hefur verið und­an­farin tíu ár undir for­ystu for­manns­ins Jimmie Åkes­son, þó hreyf­ingin hafi verið stofnuð árið 1988. Flokk­ur­inn var fyrst kjör­inn á þing árið 2010 og bætti við þing­mönnum í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra.

Þá sitja tveir sví­þjóð­ar­demókratar á Evr­ópu­þing­inu eftir að flokk­ur­inn fékk 9,7 pró­sent atkvæða í Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum 2014. Á Evr­ópu­þing­inu hafa Sví­þjóð­ar­demókratar gengið í Evr­ópu frelsis og lýð­ræðis, fylk­ingu evr­ópu­skept­ískra flokka.

FILE SWEDEN PARTIES AKESSON Flokks­for­mað­ur­inn Jimmie Åkes­son er þing­maður Svía á Evr­ópu­þing­inu. Mynd: EPA

 

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None