Sjö öfgamenn reknir úr Svíþjóðardemókrötum

kasselstrand2.jpg
Auglýsing

Sjö með­limum í Sví­þjóð­ar­demókröt­um, þriðja stærsta flokknum á sænska þing­inu, hefur verið vikið úr flokk­inum fyrir hægriöfg­ar. Meðal þeirra sem voru reknir eru Gustav Kassel­strand og William Hahne, for­kólfar í ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins. Félaga­nefnd flokks­ins hefur haft 24 ­manns til skoð­unar und­an­far­inn mán­uð.

Mattias Karls­son, þings­flokks­for­maður Svíð­þjóð­ar­demókrata, hefur látið hafa eftir sér að Kassel­strand og Hahne hafi átt í sam­starfi með öfga­flokkum utan Sví­þjóðar en tví­menn­ing­arnir neita öllum ásök­un­um.

„Fé­laga­nefndin er aðeins að fylgja skip­unum Karls­son­ar. Þetta er hópur strengja­brúða,“ sagði Kassel­strand við TT-frétta­veit­una í síð­degis í dag eftir að nið­ur­staða nefnd­ar­innar var ljós. Í morgun höfðu félag­arnir sagst ætla að segja af sér for­mennsku og vara­for­mennsku í ung­liða­hreyf­ing­unni.

Auglýsing

Sam­tals var sjö manns vikið úr flokknum í dag en nöfn þeirra Kassel­strands og Hahne aðeins gefin upp.  Á meðan rann­sókn flokks­ins stóð höfðu „sex eða sjö“ með­limir skilað inn flokks­skír­teini sínu, að sögn Ric­hard Joms­hof, flokks­rit­ara. „Allir með­lim­irnir höfðu sann­ar­lega og aug­ljós tengsl við öfga­öfl,“ sagði Joms­hof.

Þeir Kassel­strand og Hahne hafa þegar lýst yfir stuðn­ingi við for­manns­efni í ung­liða­hreyf­ing­unni. Það er Jessica Ohl­son sem er lög­fræð­ingur og póli­tískur aðstoð­ar­maður fyrir Sví­þjóð­ar­demókrata á sænska þing­inu.Sví­þjóð­ar­demókratar hlutu 12,9 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ing­um ­síð­asta haust og er nú þriðji stærsti flokk­ur­inn á sænska þing­inu með 49 þing­menn af 349. Flokk­inn má stað­setja yst á hægri væng sænskra stjórn­mála. Hann aðhyllist sænska þjóð­ern­is­hyggju, félags­lega íhalds­semi og hefur talað gegn inn­flytj­end­um.

Mesti vöxtur fylgis flokks­ins hefur verið und­an­farin tíu ár undir for­ystu for­manns­ins Jimmie Åkes­son, þó hreyf­ingin hafi verið stofnuð árið 1988. Flokk­ur­inn var fyrst kjör­inn á þing árið 2010 og bætti við þing­mönnum í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra.

Þá sitja tveir sví­þjóð­ar­demókratar á Evr­ópu­þing­inu eftir að flokk­ur­inn fékk 9,7 pró­sent atkvæða í Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum 2014. Á Evr­ópu­þing­inu hafa Sví­þjóð­ar­demókratar gengið í Evr­ópu frelsis og lýð­ræðis, fylk­ingu evr­ópu­skept­ískra flokka.

FILE SWEDEN PARTIES AKESSON Flokks­for­mað­ur­inn Jimmie Åkes­son er þing­maður Svía á Evr­ópu­þing­inu. Mynd: EPA

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None